Strætó og skipulagsmál Einar Gunnar Birgisson skrifar 19. nóvember 2010 07:00 Hann er nú ekki langur afrekalistinn hjá nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Forljótar strípur á Hverfisgötunni og annað í þeim dúr telst vart til afreka en við sjáum hvað setur. Hvað skipulagsmál varðar þá heyri ég hvorki hósta né stunu frá nýja meirihlutanum í borgarstjórn um flugvöllinn skrýtna í Vatnsmýrinni. Kannski er því Besti Flokkurinn kominn í sama gírinn hvað flugvöllinn varðar og fjórflokkurinn sem lítur á flugvöllinn sem heilaga kú sem ber að vernda í bak og fyrir. Völlur breytinganna í borginni er greinilega strætó og í vagnana eru komnar raddtilkynningar með tilheyrandi bjölluglamri sem tilkynna hvaða stoppistöð er næst og þegar stoppað er á viðkomandi stöð. Oft eru stoppistöðvar skírðar nöfnum sem segja fólki ekki neitt. Þessi nýja „þjónusta" sem kannski nýtist 1% farþega er pirrandi og þreytandi plága og angrar allt venjulegt fólk og flesta vagnstjórana. Kvörtunum rignir yfir strætó vegna þessa en reynt er að fela það og óánægju vagnstjóra og gera lítið úr öllu saman. Látið er að því liggja að almenn ánægja sé með uppátækið og fáeinir kverúlantar á móti þessu. Þar að auki er ætlunin að setja upp skjái í vögnum sem sýna hvaða stoppistöð er næst. Það er góð hugmynd og er þá lítið eftir af rökum fyrir raddtilkynningum og bjölluglamri því allir ættu að vera læsir. Ferðamenn geta lesið af skjánum og hafa ekkert að gera með raddtilkynningar því þeir skilja illa íslenskan framburð. Blindir geta ekki lesið af þessum skjáum en kannski sjónskertir því letrið er mjög stórt. Ég hef bent á góða lausn fyrir blinda og sjónskerta sem felst í því að tilkynningar þessar megi heyra í heyrnartólum sem geta verið við fremstu sæti í vagni og tvö heyrnartól ættu að nægja í hverjum vagni. Þá geta þeir sem vilja hlustað á þessar tilkynningar og bjölluglamur en við hin fáum frið fyrir plágunni. Ég hef reyndar aldrei séð blinda manneskju í strætó en það er önnur saga. Vandinn er sá að yfirmenn strætó ætla sér að troða þessum raddtilkynningum og bjölluglamri uppá alla farþegana og líka þá farþega sem vilja ekki hlusta á þvæluna. Þeir vilja vísast fækka farþegum. Kannski væri réttast að hafa svona raddtilkynningar og bjölluglamur í einkabílum yfirmanna strætó og sjá hvernig þeim líkar plágan. Yfirmenn strætó og nokkrir aðilar í borgarstjórn hafa sett fram hugmyndir um að láta BSÍ taka við hlutverki Hlemms og Lækjartorgs sem miðstöð strætósamgangna. Þetta var tilkynnt með miklum fagnaðarlátum af fólki sem aldrei notar strætó og þetta virðist vera í anda hugmynda um umhverfisvænan miðbæ. Það gleymist að BSÍ er ekki miðpunktur eins né neins og fórnarlömbin verða farþegar strætó sem vanir eru að bruna beint í miðbæinn og á háskólasvæðið, en þurfa þá að skipta yfir í annan vagn með tilheyrandi tímatöfum og veseni. Allar þessar fyrrnefndu breytingar eru gerðar af fólki sem virðist halda að strætófarþegar séu vangefnir upp til hópa eða að um gripaflutninga sé að ræða. Í stíl við þennan hugsunarhátt eru flest strætóskýlin sem halda hvorki vatni né vindum og það að salernisaðstaðan fyrir farþega á Hlemmi er í formi útikamars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hann er nú ekki langur afrekalistinn hjá nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Forljótar strípur á Hverfisgötunni og annað í þeim dúr telst vart til afreka en við sjáum hvað setur. Hvað skipulagsmál varðar þá heyri ég hvorki hósta né stunu frá nýja meirihlutanum í borgarstjórn um flugvöllinn skrýtna í Vatnsmýrinni. Kannski er því Besti Flokkurinn kominn í sama gírinn hvað flugvöllinn varðar og fjórflokkurinn sem lítur á flugvöllinn sem heilaga kú sem ber að vernda í bak og fyrir. Völlur breytinganna í borginni er greinilega strætó og í vagnana eru komnar raddtilkynningar með tilheyrandi bjölluglamri sem tilkynna hvaða stoppistöð er næst og þegar stoppað er á viðkomandi stöð. Oft eru stoppistöðvar skírðar nöfnum sem segja fólki ekki neitt. Þessi nýja „þjónusta" sem kannski nýtist 1% farþega er pirrandi og þreytandi plága og angrar allt venjulegt fólk og flesta vagnstjórana. Kvörtunum rignir yfir strætó vegna þessa en reynt er að fela það og óánægju vagnstjóra og gera lítið úr öllu saman. Látið er að því liggja að almenn ánægja sé með uppátækið og fáeinir kverúlantar á móti þessu. Þar að auki er ætlunin að setja upp skjái í vögnum sem sýna hvaða stoppistöð er næst. Það er góð hugmynd og er þá lítið eftir af rökum fyrir raddtilkynningum og bjölluglamri því allir ættu að vera læsir. Ferðamenn geta lesið af skjánum og hafa ekkert að gera með raddtilkynningar því þeir skilja illa íslenskan framburð. Blindir geta ekki lesið af þessum skjáum en kannski sjónskertir því letrið er mjög stórt. Ég hef bent á góða lausn fyrir blinda og sjónskerta sem felst í því að tilkynningar þessar megi heyra í heyrnartólum sem geta verið við fremstu sæti í vagni og tvö heyrnartól ættu að nægja í hverjum vagni. Þá geta þeir sem vilja hlustað á þessar tilkynningar og bjölluglamur en við hin fáum frið fyrir plágunni. Ég hef reyndar aldrei séð blinda manneskju í strætó en það er önnur saga. Vandinn er sá að yfirmenn strætó ætla sér að troða þessum raddtilkynningum og bjölluglamri uppá alla farþegana og líka þá farþega sem vilja ekki hlusta á þvæluna. Þeir vilja vísast fækka farþegum. Kannski væri réttast að hafa svona raddtilkynningar og bjölluglamur í einkabílum yfirmanna strætó og sjá hvernig þeim líkar plágan. Yfirmenn strætó og nokkrir aðilar í borgarstjórn hafa sett fram hugmyndir um að láta BSÍ taka við hlutverki Hlemms og Lækjartorgs sem miðstöð strætósamgangna. Þetta var tilkynnt með miklum fagnaðarlátum af fólki sem aldrei notar strætó og þetta virðist vera í anda hugmynda um umhverfisvænan miðbæ. Það gleymist að BSÍ er ekki miðpunktur eins né neins og fórnarlömbin verða farþegar strætó sem vanir eru að bruna beint í miðbæinn og á háskólasvæðið, en þurfa þá að skipta yfir í annan vagn með tilheyrandi tímatöfum og veseni. Allar þessar fyrrnefndu breytingar eru gerðar af fólki sem virðist halda að strætófarþegar séu vangefnir upp til hópa eða að um gripaflutninga sé að ræða. Í stíl við þennan hugsunarhátt eru flest strætóskýlin sem halda hvorki vatni né vindum og það að salernisaðstaðan fyrir farþega á Hlemmi er í formi útikamars.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun