Strætó og skipulagsmál Einar Gunnar Birgisson skrifar 19. nóvember 2010 07:00 Hann er nú ekki langur afrekalistinn hjá nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Forljótar strípur á Hverfisgötunni og annað í þeim dúr telst vart til afreka en við sjáum hvað setur. Hvað skipulagsmál varðar þá heyri ég hvorki hósta né stunu frá nýja meirihlutanum í borgarstjórn um flugvöllinn skrýtna í Vatnsmýrinni. Kannski er því Besti Flokkurinn kominn í sama gírinn hvað flugvöllinn varðar og fjórflokkurinn sem lítur á flugvöllinn sem heilaga kú sem ber að vernda í bak og fyrir. Völlur breytinganna í borginni er greinilega strætó og í vagnana eru komnar raddtilkynningar með tilheyrandi bjölluglamri sem tilkynna hvaða stoppistöð er næst og þegar stoppað er á viðkomandi stöð. Oft eru stoppistöðvar skírðar nöfnum sem segja fólki ekki neitt. Þessi nýja „þjónusta" sem kannski nýtist 1% farþega er pirrandi og þreytandi plága og angrar allt venjulegt fólk og flesta vagnstjórana. Kvörtunum rignir yfir strætó vegna þessa en reynt er að fela það og óánægju vagnstjóra og gera lítið úr öllu saman. Látið er að því liggja að almenn ánægja sé með uppátækið og fáeinir kverúlantar á móti þessu. Þar að auki er ætlunin að setja upp skjái í vögnum sem sýna hvaða stoppistöð er næst. Það er góð hugmynd og er þá lítið eftir af rökum fyrir raddtilkynningum og bjölluglamri því allir ættu að vera læsir. Ferðamenn geta lesið af skjánum og hafa ekkert að gera með raddtilkynningar því þeir skilja illa íslenskan framburð. Blindir geta ekki lesið af þessum skjáum en kannski sjónskertir því letrið er mjög stórt. Ég hef bent á góða lausn fyrir blinda og sjónskerta sem felst í því að tilkynningar þessar megi heyra í heyrnartólum sem geta verið við fremstu sæti í vagni og tvö heyrnartól ættu að nægja í hverjum vagni. Þá geta þeir sem vilja hlustað á þessar tilkynningar og bjölluglamur en við hin fáum frið fyrir plágunni. Ég hef reyndar aldrei séð blinda manneskju í strætó en það er önnur saga. Vandinn er sá að yfirmenn strætó ætla sér að troða þessum raddtilkynningum og bjölluglamri uppá alla farþegana og líka þá farþega sem vilja ekki hlusta á þvæluna. Þeir vilja vísast fækka farþegum. Kannski væri réttast að hafa svona raddtilkynningar og bjölluglamur í einkabílum yfirmanna strætó og sjá hvernig þeim líkar plágan. Yfirmenn strætó og nokkrir aðilar í borgarstjórn hafa sett fram hugmyndir um að láta BSÍ taka við hlutverki Hlemms og Lækjartorgs sem miðstöð strætósamgangna. Þetta var tilkynnt með miklum fagnaðarlátum af fólki sem aldrei notar strætó og þetta virðist vera í anda hugmynda um umhverfisvænan miðbæ. Það gleymist að BSÍ er ekki miðpunktur eins né neins og fórnarlömbin verða farþegar strætó sem vanir eru að bruna beint í miðbæinn og á háskólasvæðið, en þurfa þá að skipta yfir í annan vagn með tilheyrandi tímatöfum og veseni. Allar þessar fyrrnefndu breytingar eru gerðar af fólki sem virðist halda að strætófarþegar séu vangefnir upp til hópa eða að um gripaflutninga sé að ræða. Í stíl við þennan hugsunarhátt eru flest strætóskýlin sem halda hvorki vatni né vindum og það að salernisaðstaðan fyrir farþega á Hlemmi er í formi útikamars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hann er nú ekki langur afrekalistinn hjá nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Forljótar strípur á Hverfisgötunni og annað í þeim dúr telst vart til afreka en við sjáum hvað setur. Hvað skipulagsmál varðar þá heyri ég hvorki hósta né stunu frá nýja meirihlutanum í borgarstjórn um flugvöllinn skrýtna í Vatnsmýrinni. Kannski er því Besti Flokkurinn kominn í sama gírinn hvað flugvöllinn varðar og fjórflokkurinn sem lítur á flugvöllinn sem heilaga kú sem ber að vernda í bak og fyrir. Völlur breytinganna í borginni er greinilega strætó og í vagnana eru komnar raddtilkynningar með tilheyrandi bjölluglamri sem tilkynna hvaða stoppistöð er næst og þegar stoppað er á viðkomandi stöð. Oft eru stoppistöðvar skírðar nöfnum sem segja fólki ekki neitt. Þessi nýja „þjónusta" sem kannski nýtist 1% farþega er pirrandi og þreytandi plága og angrar allt venjulegt fólk og flesta vagnstjórana. Kvörtunum rignir yfir strætó vegna þessa en reynt er að fela það og óánægju vagnstjóra og gera lítið úr öllu saman. Látið er að því liggja að almenn ánægja sé með uppátækið og fáeinir kverúlantar á móti þessu. Þar að auki er ætlunin að setja upp skjái í vögnum sem sýna hvaða stoppistöð er næst. Það er góð hugmynd og er þá lítið eftir af rökum fyrir raddtilkynningum og bjölluglamri því allir ættu að vera læsir. Ferðamenn geta lesið af skjánum og hafa ekkert að gera með raddtilkynningar því þeir skilja illa íslenskan framburð. Blindir geta ekki lesið af þessum skjáum en kannski sjónskertir því letrið er mjög stórt. Ég hef bent á góða lausn fyrir blinda og sjónskerta sem felst í því að tilkynningar þessar megi heyra í heyrnartólum sem geta verið við fremstu sæti í vagni og tvö heyrnartól ættu að nægja í hverjum vagni. Þá geta þeir sem vilja hlustað á þessar tilkynningar og bjölluglamur en við hin fáum frið fyrir plágunni. Ég hef reyndar aldrei séð blinda manneskju í strætó en það er önnur saga. Vandinn er sá að yfirmenn strætó ætla sér að troða þessum raddtilkynningum og bjölluglamri uppá alla farþegana og líka þá farþega sem vilja ekki hlusta á þvæluna. Þeir vilja vísast fækka farþegum. Kannski væri réttast að hafa svona raddtilkynningar og bjölluglamur í einkabílum yfirmanna strætó og sjá hvernig þeim líkar plágan. Yfirmenn strætó og nokkrir aðilar í borgarstjórn hafa sett fram hugmyndir um að láta BSÍ taka við hlutverki Hlemms og Lækjartorgs sem miðstöð strætósamgangna. Þetta var tilkynnt með miklum fagnaðarlátum af fólki sem aldrei notar strætó og þetta virðist vera í anda hugmynda um umhverfisvænan miðbæ. Það gleymist að BSÍ er ekki miðpunktur eins né neins og fórnarlömbin verða farþegar strætó sem vanir eru að bruna beint í miðbæinn og á háskólasvæðið, en þurfa þá að skipta yfir í annan vagn með tilheyrandi tímatöfum og veseni. Allar þessar fyrrnefndu breytingar eru gerðar af fólki sem virðist halda að strætófarþegar séu vangefnir upp til hópa eða að um gripaflutninga sé að ræða. Í stíl við þennan hugsunarhátt eru flest strætóskýlin sem halda hvorki vatni né vindum og það að salernisaðstaðan fyrir farþega á Hlemmi er í formi útikamars.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar