Framlag til friðar og kynjajafnréttis Ragna Sara Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2010 06:30 Fyrir tíu árum fór Kristín Ástgeirsdóttir, núverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, til starfa í Kosovó fyrir Þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir konur (UNIFEM). Þar vann hún að eflingu stjórnmálaþátttöku kvenna og auknu samstarfi kvennahreyfinga í þessu stríðshrjáða héraði. Kristín var brautryðjandi sem fyrsti íslenski sérfræðingurinn í jafnréttismálum til að starfa með UNIFEM á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins en rúmur tugur sérfræðinga hefur fylgt í kjölfarið. Samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM er eitt langlífasta verkefni íslensku friðargæslunnar og þykir samstarfið sérstakt. Í tíu ár hafa íslenskir sérfræðingar starfað fyrir UNIFEM á Balkanskaganum: í Kosovó, í Makedóníu, í Serbíu og í Bosníu og Hersegóvínu. Auk þess hefur utanríkisráðuneytið sent Íslendinga til starfa fyrir UNIFEM í Líberíu, á Barbados og í höfuðstöðvunum í New York. Á sama tíma hefur hlutfall fjárhagslegs stuðnings utanríkisráðuneytisins við UNIFEM aukist margfalt og skilað Íslandi í röð helstu stuðningsríkja sjóðsins. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi var stofnuð 1989 með það að markmiði að vekja umræðu, stunda fjáröflun og stuðla að bættri stöðu og auknum réttindum kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi er ein sautján landsnefnda UNIFEM í jafnmörgum löndum og starfa þær sem frjáls félagasamtök. Með öflugu samstarfi við utanríkisráðuneytið, íslenskan almenning og fyrirtæki hefur félagið stuðlað að bættri stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Kaflaskil verða í starfsemi UNIFEM á næstunni því um komandi áramót rennur Þróunarsjóðurinn inn í nýja og öflugri Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdaeflingu kvenna (UN Women). Sú stofnun mun hafa sterkari valdheimildir og meira fjármagn en UNIFEM og er til marks um ríkari áherslu á kynjajafnréttismál innan Sameinuðu þjóðanna en áður. Íslensk stjórnvöld hafa stutt þessa þróun ötullega. Samstarf utanríkisráðuneytisins við UNIFEM mun í framhaldinu flytjast yfir á hina nýju stofnun, UN Women, sem Michelle Bachelet, fyrrverandi forseti Síle, mun veita forystu. Í dag verður efnt til málþings í Háskólanum á Akureyri frá kl. 10.00-15.00 til að ræða samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM, vægi þess og framtíð innan UN Women. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í áhugaverðri umræðu um jafnréttismál og utanríkisstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum fór Kristín Ástgeirsdóttir, núverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, til starfa í Kosovó fyrir Þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir konur (UNIFEM). Þar vann hún að eflingu stjórnmálaþátttöku kvenna og auknu samstarfi kvennahreyfinga í þessu stríðshrjáða héraði. Kristín var brautryðjandi sem fyrsti íslenski sérfræðingurinn í jafnréttismálum til að starfa með UNIFEM á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins en rúmur tugur sérfræðinga hefur fylgt í kjölfarið. Samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM er eitt langlífasta verkefni íslensku friðargæslunnar og þykir samstarfið sérstakt. Í tíu ár hafa íslenskir sérfræðingar starfað fyrir UNIFEM á Balkanskaganum: í Kosovó, í Makedóníu, í Serbíu og í Bosníu og Hersegóvínu. Auk þess hefur utanríkisráðuneytið sent Íslendinga til starfa fyrir UNIFEM í Líberíu, á Barbados og í höfuðstöðvunum í New York. Á sama tíma hefur hlutfall fjárhagslegs stuðnings utanríkisráðuneytisins við UNIFEM aukist margfalt og skilað Íslandi í röð helstu stuðningsríkja sjóðsins. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi var stofnuð 1989 með það að markmiði að vekja umræðu, stunda fjáröflun og stuðla að bættri stöðu og auknum réttindum kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi er ein sautján landsnefnda UNIFEM í jafnmörgum löndum og starfa þær sem frjáls félagasamtök. Með öflugu samstarfi við utanríkisráðuneytið, íslenskan almenning og fyrirtæki hefur félagið stuðlað að bættri stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Kaflaskil verða í starfsemi UNIFEM á næstunni því um komandi áramót rennur Þróunarsjóðurinn inn í nýja og öflugri Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdaeflingu kvenna (UN Women). Sú stofnun mun hafa sterkari valdheimildir og meira fjármagn en UNIFEM og er til marks um ríkari áherslu á kynjajafnréttismál innan Sameinuðu þjóðanna en áður. Íslensk stjórnvöld hafa stutt þessa þróun ötullega. Samstarf utanríkisráðuneytisins við UNIFEM mun í framhaldinu flytjast yfir á hina nýju stofnun, UN Women, sem Michelle Bachelet, fyrrverandi forseti Síle, mun veita forystu. Í dag verður efnt til málþings í Háskólanum á Akureyri frá kl. 10.00-15.00 til að ræða samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM, vægi þess og framtíð innan UN Women. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í áhugaverðri umræðu um jafnréttismál og utanríkisstefnu Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar