Fleiri fréttir

Um mikilvægi nýrrar þjóðarsáttar á vinnumarkaði

Framundan eru erfiðir og jafnframt mjög mikilvægir kjarasamningar. Það er ekki auðvelt að gera kjarasamninga eftir jafn víðtækt efnahagshrun eins og hér varð. Um 20.000 starfsígildi hafa tapast og um 88% þeirra sem hafa misst vinnuna eru karlar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 24-55 ára. Í september sl. voru 11.500 án atvinnu. Atvinnuþátttaka hefur farið úr 80% í 75% og vinnutími hefur minnkað að meðaltali um 2 klst. á viku. Kaupmáttur hefur rýrnað mjög mikið og skuldastaða heimilanna hefur versnað til mikilla muna. Framundan er niðurskurður hjá hinu opinbera. Við þessar erfiðu aðstæður þurfa aðilar vinnumarkaðarins að gera nýja kjarasamninga.

Leysum kirkju úr viðjum

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar

Fátt ef nokkuð opinberar betur eðli þjóðkirkjustofnunarinnar en afstaða hennar til Fríkirkjunnar. Samkvæmt 62. gr. stjórnarskrárinnar ætti Fríkirkjan í Reykjavík að njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur komið í veg fyrir það. Fríkirkjan hefur verið evangelískt lúterskt trúfélag allt frá stofnun, skömmu eftir að við fengum trúfrelsi árið 1874.

Upplýsingakerfi vantar um nám og störf

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar

Á vegferð sinni um skólakerfið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, námsbrautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upplýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfsval landsmanna hvílir á. En hvernig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýsingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálg

Sértækur vandi

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúðarkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fasteignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt?

Nú bara verðum við!

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ég hitti góða vinkonu á kaffihúsi um daginn sem ég hafði ekki séð mánuðum saman. Þrátt fyrir að við búum báðar hér í borg höfðu samskipti okkar undanfarna mánuði einskorðast við stutt skilaboð á Fésbókinni, yfirleitt á þá leið að þetta gengi nú ekki lengur, nú bara yrðum við að fara að hittast. Næsta sunnudag, eitthvert kvöldið í vikunni, eftir vinnu á föstudaginn!

Predator (alien)

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri "predator“ (ísl. rándýr) og "geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður "Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um "predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu.

Boltaleikurinn

Ólafur Stephensen skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar­flokksins, orðaði það svo í Fréttablaðinu í gær að ekki væri hægt að klára samninga um Icesave-skuldina vegna „pólitíska ástandsins á Íslandi“. Formaðurinn vísaði meðal annars til áhrifa landsdómsmálsins, fjöldamótmæla, átaka um skuldamál heimilanna og deilna um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Það er rétt hjá Sigmundi Davíð að pólitíska ástandið á Íslandi er vont. Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk um ýmis mál. Stórar og mikilvægar ákvarðanir sitja á hakanum.

Áskorun til Björgólfs Thors Björgólfssonar

Ólafur Kristinsson skrifar

Nýlega skrifaði ég grein í Viðskiptablaðið um eignarhald og lánveitingar Björgólfs Thors Björg­ólfssonar í Landsbanka Íslands (LÍ).

Við fækkum þingmönnum

Þorvaldur Gylfason skrifar

Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins.

Hver ræður

Eiríkur Bergmann skrifar

Aukin tíðni þjóðaratkvæðagreiðslna er eitt af sex áhersluatriðum sem ég hef lagt til að stjórnlagaþingið ræði. Hin meginatriðin lúta að því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu, afnema kjördæmaskiptinguna, innleiða persónukjör í einhverr mynd, semja borgaralega réttindaskrá og hugsanlega að lækka kosningaaldurinn í sextán ár.

Markvissra breytinga á stjórnarskránni er þörf

Kári Allansson skrifar

„Ísland er frjálst og fullvalda lýðveldi. Lýðræði, þingræði og jafnrétti eru grundvallarreglur stjórnskipunar Íslands. Handhafar ríkisvaldsins fara með vald sitt í umboði þjóðarinnar."

Hvað er í pípunum

Fanný Kristín Heimisdóttir skrifar

Um samslátt leikskóla í Reykjavík og/eða aðrar fyrirhugaðar breytingar á umgjörð menntunar yngstu barna borgarinnar. Við þurfum opna umræðu um breytingar á rekstri leikskóla í Reykjavík. „Sleðinn er kominn af stað", nú þegar hefur rekstrarformi sex leikskóla verið breytt án þess að umræða hafi farið fram á opinn og heiðarlegan hátt.

Spennandi tímar fram undan!

Gerður A. Árnadóttir og Sigursteinn Másson skrifar

Undanfarið hefur talsvert verið rætt um fyrirhugaðan flutning sértækrar félagsþjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga sem verður að veruleika um næstu áramót. Mikilvægt er að átta sig á um hvaða þjónustu er verið að ræða þegar fjallað er um málið. Fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga eins og aðrir landsmenn og stór hluti þessa hóps nýtur nú þegar þjónustu í því sveitarfélagi sem það býr í í formi félagsþjónustu, liðveislu og heimahjúkrunar. Ef þjónustu­þörf fatlaðs einstaklings er meiri en almennt gerist á viðkomandi rétt á þjónustu skv. lögum um málefni fatlaðra. Það er eingöngu sú þjónusta sem verið er að flytja nú til sveitar­félaganna, þ.e. sértæk félagsþ

Forgangsröðun í þágu almennrar löggæslu

Arndís Soffía Sigurðardóttir skrifar

Það var fyrir 10 árum að ég útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins og var í framhaldinu skipuð lögreglumaður í almennu deild embættis Lögreglustjórans í Reykjavík sem þá var. Á þessum tíma var mikið rætt um fækkun lögreglumanna í almennri löggæslu. Reyndir lögreglumenn sögðu mér frá því þegar vaktirnar voru miklu betur mannaðar, fleiri bílar og hjól í umferð og fleiri lögreglumenn á vakt. Nú væri öldin önnur og pappa­lögreglumenn látnir fylla upp í skarðið. Við vorum ekki alltaf sammála lýsingum hærra settra á stöðunni; Ástandið væri alls ekki svo slæmt, lögreglumönnum væri alls ekki að fækka heldur væri stöðugildum þvert á móti að fjölga. Ekki fylgdi þó sögunni hvar í kerfinu stöðugildum væri að fjölga.

Orðsending til frambjóðenda

Í skýrslu sinni um Ísland frá 13. febrúar 2007 beinir ECRI, sem er sú nefnd á vegum Evrópuráðsins sem berst gegn kynþátta­fordómum og kynþáttamisrétti, því til íslenskra stjórnvalda að þau styrki, geri skýrari, þau ákvæði stjórnarskrár sem vernda eða eiga að vernda fólk gegn kynþáttafordómum og kynþáttamismunun. Yfirvöld hér sýnist mér voru á því að 65. greinin veitti nægilega vernd gegn slíku, en það var þá. 65. greinin hljóðar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Hnútarnir hans Jóns Gnarr

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Hvert sem komið er liggur krafan í loftinu um að menn hegði sér nákvæmlega eins og náunginn. Sífellt færri hafa svo sterka hnjáliði að þeir kikni ekki undan þessari kröfu.

Orð eru til alls fyrst

Margrét María Sigurðardóttir skrifar

Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar.

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað

Þórarinn Eyfjörð skrifar

Á vegum Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Ríkisendurskoðunar og Stofnunar stjórnsýslufræða var haldinn morgunverðarfundur þann 10. nóvember síðastliðinn. Yfirskrift fundarins var "Starfsmannamál ríkisins – er breytinga þörf?“. Fyrsta erindi fundarins kom frá Ingunni Ólafsdóttur sérfræðingi á stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar og fjallaði hún um könnun á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannalaga. Í könnun Ríkis­endurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórn

Óöryggi einkennir þjóðarsálina

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Íslenskt samfélag virðist hugarfarslega á bjargbrún. Á sama tíma og Íslendingar telja að ríkjandi gildi í samfélaginu séu óörugg framtíð, spilling og atvinnuleysi hafa þeir önnur gildi í öndvegi fyrir sig persónulega. Þetta kemur fram í rannsókn sem Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá Capacent hefur unnið á grunngildum þjóðarinnar og sett var fram á afar myndrænan hátt í síðustu helgarútgáfu Fréttablaðsins.

Siðlaus samningur ríkis og kirkju

Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar

Þjóðkirkjan er ríkisstofnun í alvarlegri tilvistarkreppu og sjálfsafneitun. Þúsundir Íslendinga hafa orðið fráhverfir öllum trúmálum og skrá sig utan trúfélaga. Um 60.000 Íslendinga hafa nú kosið að standa utan þjóðkirkju en eru samt sem áður látnir greiða til hennar með sínum sköttum. Á hverju ári greiðir íslenska ríkið heilu milljarðana til stofnunarinnar en hún vill ekki fyrir nokkra muni viðurkenna tengsl sín við ríkið og í því felst hennar tilvistarkreppa.

Stjórnarskrá Íslands

Einar Guðmundsson skrifar

Sem borgari þessa lands og sem frambjóðandi til Stjórnlagaþings langar mig að koma eftirfarandi á framfæri varðandi nýja Stjórnarskrá Íslands: Viðhorf og grunngildi.

Þekkingarsköpun er verðmætasköpun

Dagný Arnarsdóttir skrifar

Við Háskólasetur Vestfjarða er starfrækt námsbraut á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun, sem á ensku útleggst Coastal and Marine Management. Þetta er sérhæft, alþjóðlegt nám í umhverfis- og auðlindastjórnun, með sérstaka áherslu á málefni hafs og stranda. Öll kennsla fer fram á ensku. Við brautskráningu hljóta nemendur meistaragráðu frá Háskólanum á Akureyri. Í dag eru virkir nemendur á fimmta tug talsins. Átta hafa nú þegar lokið námi. Auk þeirra hafa fjölmargir íslenskir og erlendir nemendur stundað skiptinám á Ísafirði, tekið eitt eða fleiri stök námskeið á meistarastigi.

Jólasveinar í Efstaleiti

Ástþór Magnússon skrifar

Mikil umræða er nú meðal frambjóðenda hver getur afhent sameiginlega yfirlýsingu til RÚV. Samkvæmt nýjum "pólitískum reglum" RÚV tala þeir við enga frambjóðendur fram að kosningum.

Tímabærar gjaldþolsrannsóknir

Ólafur Benedikt Þórðarson skrifar

Eftir að auðlindanefndin lauk störfum og sjávarútvegsráðherra lagðist undir feld með hinar ýmsu niðurstöður nefndarbrotanna, Þá huggnast þjóðinni örugglega best tilboðsleiðin svokallaða. Hún kemur til með að færa þjóðinni og þar með eigendum auðlindarinnar mesta arðinn. Það sem ráðherra hefur leigt út af skötuselskvóta og það sem ku vera í pípunum hjá honum eru mjög athyglisverðar gjaldþolsrannsóknir.

Undarleg vinnubrögð Alþýðuflokksins heitins og Samfylkingarinnar nú

Vigdís Hauksdóttir skrifar

Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós.

Styð Guðmund Vigni til stjórnlagaþings 7-9-13

Hrólfur Jónsson skrifar

Þegar ég hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1980 var Guðmundur Vignir þegar búinn að vera starfsmaður liðsins til nokkurra ára. Fljótt tókust með okkur kynni enda á svipuðum aldri og bakgrunnurinn um margt líkur. Síðan þá höfum við Guðmundur átt margvísleg samskipti. Það hefur tengst faglegum málefnum slökkviliðsmanna, réttindabaráttu þeirra, stofnun Landssambands slökkviliðsmanna og kjarabaráttu. Seinna þegar Guðmundur var orðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Þróttar, ég þá byrjaður á öðrum starfsvettvangi líka eins og Guðmundur. Og nú síðustu ár höfum við Guðmundur síðan verið samstarfsmenn á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar.

Niðurskurður og starf í framhaldsskólum

Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár eru gerðar tillögur um hátt í 6% niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla. Hann á að koma ofan á mikinn niðurskurð á þessu ári og mikla hagræðingu í rekstri á liðnum árum. Í skýrslum OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þegar á þeim árum lág í alþjóðlegum samanburði.

Hverju svara ráðherrarnir?

Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður skrifar

Niðurskurðarhugmyndir ríkisstjórnar VG og Samfylkingar á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hafa magnað upp mikla reiði íbúa á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að þensla síðasta áratugar hafi farið meira og minna framhjá flestum svæðum landsins (kannski sem betur fer) þá sitja allir landsmenn uppi með kreppuna og afleiðingar hennar.

Skilja strax?

Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Ég vil skilja – sem fyrst“ hljómar í símanum. „Hvenær fæ ég tíma?“ Svo kemur parið á prestsskrifstofuna til að ræða samskipti og sáttahorfur. Ef ágreiningur er mikill og bæði vilja skilja er talað um hagsmuni barna parsins, umgengni, samskiptahætti, eignaskipti og fjölda atriða til að allt verði skýrt. Þegar skilnaðarasi er mikill og andúð kyndir undir fer oftar en ekki illa. Skemmtilegir skilnaðir eru fátíðir. Oftast eru þeir dapurlegir og í einstaka tilvikum hræðilegir. En áfall og kreppu má nýta til góðs. Skilnaðir geta bætt líf heimilismanna þegar mál eru unnin með hagsmuni allra að leiðarljósi. Þetta eru gæðaskilnaðir.

Eigi skal höggva

Vífill Karlsson skrifar

Í Borgarfirði hefur þáttur menntamanna og menntastofnana verið athyglisverður og áberandi í gegnum tíðina. Verk Snorra Sturlusonar eru gjarnan tíunduð í þessu samhengi.

Hrópað í hornum

Sverrir Jakobsson skrifar

Ólafur Páll Jónsson heimspekingur skilgreindi á dögunum íslenska umræðuhefð sem prúttlýðræði en einkenni á því væri „að þar mætir fólk þeim sem það er ósammála sem einstaklingum sem það forðast að hlusta á" (sbr. frétt á vefritinu Smugunni 1. nóvember s.l.) Mér varð hugsað til þessarar skilgreiningar þegar ég las grein eftir Hjörleif Guttormsson í Fréttablaðinu 12. nóvember sem var svar við grein eftir undirritaðan frá 2. nóvember. Í svari sínu endurritar Hjörleifur mín skrif með gildishlöðnu og tilfinningaþrungnu orðalagi og kallar þau tilraun til „að réttlæta uppgjöf forystu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnvart Samfylkingunni við ríkisstjórnarmyndun í maí 2009". Þetta orðalag á sér ekki stoð í neinu sem ég hef sagt. Fyrir mér átti sér aldrei neitt stríð stað og ekki heldur uppgjöf sem ég þurfi að réttlæta. Umorðun Hjörleifs á grein minni felur í sér valdbeitingu á tungumálinu þar sem allur málflutningur eru felldur að eintóna umræðuhefð; pólitískur ágreiningur felur í sér sigur eða tap og málamiðlanir eru kallaðar uppgjöf. Ég hef takmarkaðan áhuga á að reynt sé að þýða mín sjónarmið yfir á tungutak þeirra sem kjósa hróp í hornum fram yfir samræður.

Háskólar efli íslenska tungu

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Dagur íslenskrar tungu er í dag haldinn hátíðlegur í fimmtánda sinn en fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar hefur verið helgaður íslenskri tungu frá árinu 1996. Vel hefur tekist til að gera þennan dag að hátíðisdegi. Það er ekki síst í skólum og leikskólum þar sem nemendur og kennarar gera sér dagamun með hátíðarhöldum sem eru í senn skemmtileg og til þess fallin að örva eftirtekt og tilfinningu fyrir móðurmálinu.

Framtíð verkfræðináms á Íslandi

Jóhanna Harpa Árnadóttir skrifar

Flest okkar eru sammála um að öflugir háskólar eru forsenda framþróunar nútíma þjóðfélags. Hlutverk kennslu og rannsókna er ótvírætt og til hagsbóta fyrir samfélagið. Innan veggja háskólanna er að finna fræðimenn sem sinna störfum sínum af kostgæfni og hugsjón. Þar, eins og víða annars staðar, á sér stað hagsmunabarátta þegar rekstrarfénu er deilt niður því allir vilja jú veg sinna fræða sem mestan.

Stjórnarskrár Norðurlanda: Stiklað á stóru

Þorvaldur Gylfason skrifar

Norska stjórnarskráin tók gildi 17. maí 1814. Henni var síðast breytt 2007. Hún er stutt og laggóð, aðeins 112 greinar, en af þeim hafa níu greinar verið felldar úr gildi, svo að 103 greinar standa eftir. Reglur um þingkosningar og úthlutun þingsæta eru bundnar í stjórnarskránni. Þrjá fjórðu hluta atkvæða á þingi þarf til að heimila Norðmönnum að deila fullveldi sínu með alþjóðasamtökum, sem Noregur á aðild að, og þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að vera viðstaddir líkt og þarf til að breyta stjórnarskránni. Í stjórnarskránni er lagt bann við afturvirkni laga. Og þar er einnig ákvæði um, að ný og varanleg forréttindi, sem skerða viðskiptafrelsi og athafnafrelsi, megi framvegis engum veita (101. grein). Um náttúruauðlindir segir, að allir eigi rétt á heilbrigðu, vel varðveittu og fjölbreyttu umhverfi og þennan rétt skuli tryggja með því að nýta náttúruauðlindir þannig, að þær skili arði einnig til óborinna kynslóða (110. grein).

Gjafir til RÚV - Reiðir frambjóðendur í undirkriftarsöfnun

Eplapoki, ein vesæl appelsína og peningaplokk RÚV er meðal þess sem rætt verður á www.borgarafundur.is í kvöld mánudaginn 15 nóvember kl. 20:00. Fjörugar umræður fara nú fram á netinu meðal frambjóðenda til Stjórnlagaþings um lélega frammistöðu RÚV og auglýsingatilboð sem flestum frambjóðenda finnst smekklaust peningaplokk.

Við förum ekki lengur í peysuföt á sunnudögum

Lára Óskarsdóttir skrifar

Hvers vegna vill fólk aðskilnað kirkju og þjóðar? Margir byggja þá skoðun sína á því hvernig komið er fyrir kirkjunni í dag. Þá helst varðandi hvernig tekið er á afbrotum manna sem starfa innan hennar. Hún hefur ekki fylgt tíðarandanum segja sumir, og enn aðrir vilja meina að þessi stofnun sé of dýr fyrir okkur. Sjónarmið eins og hvers vegna að lýsa stuðningi við eina trú fremur en aðra verða æ háværari. Þessi gagnrýni á öll rétt á sér og eflaust er þetta ekki tæmandi upptalning. Ég hef sjálf velt þessu fyrir mér en ástæða þessarar greinar er beiðni Biskupstofu til okkar sem bjóðum okkur fram til Stjórnlagaþings um að svara könnun hvort við viljum breytingu á 62. grein Stjórnarskrárinnar. Mitt svar í könnunni er ég vil ekki breytingu og færi ég eftirfarandi rök fyrir skoðun minni.

Hlutverk og staða forseta

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Síðusta áratuginn hefur forsetaembættið þurft að standa af sér erfiða gagnrýni, réttmæta gagnrýni. Ber þá hæst að nefna þegar forseti beitti neytunarvaldi á fjölmiðlalögin og þegar setja Icesave lögin voru send í þjóðaratkvæði. Ólíkar skoðanir fólks á embættinu enduspeglast í túlkun og íhlutun sitjandi forseta á stjórnarskránni. Sú hefð hafði skapast með fyrirrennunum sitjandi forseta, að hafa sem minnst inngrip inn í starf Alþingis og framkvæmdarvaldsins. Forseti átti ekki að láta sér pólitísk mál varða heldur átti að útklá þau innan veggja Alþingis og stjórnarráðsins. Staða forsetans í stjórnarskránni er einmitt að veita framkvæmdavaldi og Alþingi vist aðhald því skv. 2. málsgrein stjórnarskrárinnar fer Alþingi og forseti með löggjafarvaldið og forseti og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið. Forseti lætur síðan ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta aðhald er mikilvægt lýðræðinu, þá sér í lagi þegar erfið mál koma upp og þjóðinn vill kjósa um þau eins og raunin varð í tvígang á síðasta áratug.

Persónukjör, jafnrétti og lýðræði

Margrét Cela skrifar

Í niðurstöðum þjóðfundar er að finna sterka kröfu um persónukjör, sem tæki til að auka lýðræði. Sú kosning sem fer fram þann 27. nóvember til stjórnlagaþings gæti orðið merkilegt skref í þá átt.

Íslensk trú, þjóðtunga og samviska þjóðfélagsins

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifar

Á tímum umróta og stjórnaskrábreytinga þarf að gæta aðhalds. Aðhaldi af okkur sjálfum. Í umræðunni hefur mikið verið talað um aðskilnað kirkju og ríkis. En sú forskrift er reyndar misvísandi því allmennt viljum við aðskilja ríki frá trúarbrögðum og á því er stór munur.

Tynes og Gillz

Óli Tynes skrifar

Í grein í Fréttablaðinu 11. nóvember sl. mótmælti ég því að Gillzenegger væri bannað að skreyta Símaskrána. Ég sagði þar að virtir rithöfundar hefðu hafið herferð gegn því; þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Hallgrímur Helgason. Þetta er rangt. Ég tók þetta hrátt og gagnrýnislaust úr pistli í Fréttablaðinu. Án þess að kanna sannleiksgildið. Og án þess að vita að þetta hafði verið leiðrétt í blaðinu.

Sjá næstu 50 greinar