Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar 27. desember 2025 16:01 Samkvæmt íslenskum lögum skal verslun með áfengi vera í höndum Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Þetta fyrirkomulag hefur þótt stuðla best að stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnamálum enda sýnt að frekari markaðsvæðing áfengissölu myndi örva söluna umfram það sem nú gerist. Sú er og skoðun breiðfylkingar heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka sem hafa ítrekað sent yfirvöldum áskoranir vegna þessa. Utan úr heimi hafa borist jákvæð skilaboð frá lýðheilsustofnunum og hefur margoft komið fram að fulltrúar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), hafa hrósað Íslendingum fyrir að sýna fyrirhyggju á þessu sviði.Fyrirhafnarlítill gróði á kostnað samfélagsins Margir hafa hins vegar viljað breytt fyrirkomulag og eru þar eins og fyrri daginn fremstir í flokki þeir sem sjá þarna möguleika á að hagnast verulega án teljandi fyrirhafnar. Þessir aðilar hafa verið iðnir við kolann að grafa undan lýðheilsustefnunni, þóst finna glufur í löggjöfinni sem þó engar eru eins og kýrskýrt er hverju læsu barni. Hinar raunverulegu glufur er hins vegar að finna í röðum stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks.Vínsalarnir hafa horft til hins evrópska efnahagssvæðis, EES, og haldið því fram að samkvæmt reglum þar á bæ megi selja vín í netsölu ef lagerinn er erlendis og fyrirtækið þar skráð. Þegar lögreglan lét loka afhendingarstöðvum áfengisnetverslana Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar á jóladag var skýring eigenda sú að um misskilning væri að ræða.Hártoganir og útúrsnúningar Í Morgunblaðinu var haft eftir einum slíkum á þriðja degi jóla: „Tímabundin lokun á afhendingarstað Nýju Vínbúðarinnar byggist á misskilningi um eðli starfseminnar. Ekki er um hefðbundna verslun að ræða, heldur afhendingarstað fyrir pantanir sem eru gerðar í gegnum breska netverslun og afhentar viðskiptavinum á Íslandi.“Annars staðar voru birtar yfirlýsingar frá lögbrjótunum með hártogunum af þessu tagi auk þess sem beðist var velvirðingar á óhagræðinu sem lögreglan hefði valdið viðskiptavinum. En sem betur fer yrði opnað á nýjan leik daginn eftir enda hefði þetta inngrip tengst því að verslanirnar hefðu ekki mátt vera opnar á jóladag!Drykkja vex samhliða lögleysunni Svona fara menn að því að brjóta niður samfélag. Árum saman hafa foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum kært brot á auglýsingalögum en samkvæmt þeim er bannað að auglýsa áfengi. Við þessu hafa yfirvöld daufheyrst og meira að segja Ríkisútvarpið hefur lagst svo lágt að láta undan gróðahyggju áfengissölumanna og birt auglýsingar þeirra.Nú er svo komið að unglingadrykkja færist í vöxt og telja forvarna- og æskulýðssamtök einsýnt að auglýsingaágengni og grimmari sölumennska ólöglegra vínsala eigi þar hlut að máli. Vitorðsmenn víða að finna Ekkert hrín hins vegar á stjórnvöldum. Löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið, dómsvaldið, fjölmiðlarnir láta eins og ekkert sé. Alls staðar eiga óprúttnir vínsalar sér vitorðsmenn eða hvað annað má segja um allt það fólk sem er ætlað að standa vakt réttarríkisins en gerir ekki.Formaður eins stjórnarflokkanna sagði á flokksþingi, eflaust við mikinn fögnuð, að flokkur sinn væri nútímalegur, pantaði ostana á veisluborð sín erlendis frá og áfengið á netinu - að sjálfsögðu! Hvað er til ráða? Hvað skal gera gagnvart sinnuleysinu og meðvirkninni? Það er augljóst. Í fyrsta lagi þarf hreinlega að ákveða að gefast ekki upp gagnvart niðurrifsöflum gróðahyggjunnar. Í öðru lagi þarf að standa með þeim fánaberum lýðheilsustefnunnar sem talað hafa fyrir daufum eyrum stjórnvalda allt of lengi. Þetta þyrftu allir að gera jafnt bindindismenn sem við hin sem erum það ekki en teljum okkur skilja hvaða hættur ágeng sölumennska á áfengi hefur í för með sér. Í þriðja lagi þurfum við hvert og eitt að beita áhrifum okkar hvar sem við erum í flokki eða samtökum til þess að stuðlað verði að samstöðu í samfélaginu um heill og hamingju og heilbrigt líf. Höfundur er fyrrverandi ráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum skal verslun með áfengi vera í höndum Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Þetta fyrirkomulag hefur þótt stuðla best að stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnamálum enda sýnt að frekari markaðsvæðing áfengissölu myndi örva söluna umfram það sem nú gerist. Sú er og skoðun breiðfylkingar heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka sem hafa ítrekað sent yfirvöldum áskoranir vegna þessa. Utan úr heimi hafa borist jákvæð skilaboð frá lýðheilsustofnunum og hefur margoft komið fram að fulltrúar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), hafa hrósað Íslendingum fyrir að sýna fyrirhyggju á þessu sviði.Fyrirhafnarlítill gróði á kostnað samfélagsins Margir hafa hins vegar viljað breytt fyrirkomulag og eru þar eins og fyrri daginn fremstir í flokki þeir sem sjá þarna möguleika á að hagnast verulega án teljandi fyrirhafnar. Þessir aðilar hafa verið iðnir við kolann að grafa undan lýðheilsustefnunni, þóst finna glufur í löggjöfinni sem þó engar eru eins og kýrskýrt er hverju læsu barni. Hinar raunverulegu glufur er hins vegar að finna í röðum stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks.Vínsalarnir hafa horft til hins evrópska efnahagssvæðis, EES, og haldið því fram að samkvæmt reglum þar á bæ megi selja vín í netsölu ef lagerinn er erlendis og fyrirtækið þar skráð. Þegar lögreglan lét loka afhendingarstöðvum áfengisnetverslana Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar á jóladag var skýring eigenda sú að um misskilning væri að ræða.Hártoganir og útúrsnúningar Í Morgunblaðinu var haft eftir einum slíkum á þriðja degi jóla: „Tímabundin lokun á afhendingarstað Nýju Vínbúðarinnar byggist á misskilningi um eðli starfseminnar. Ekki er um hefðbundna verslun að ræða, heldur afhendingarstað fyrir pantanir sem eru gerðar í gegnum breska netverslun og afhentar viðskiptavinum á Íslandi.“Annars staðar voru birtar yfirlýsingar frá lögbrjótunum með hártogunum af þessu tagi auk þess sem beðist var velvirðingar á óhagræðinu sem lögreglan hefði valdið viðskiptavinum. En sem betur fer yrði opnað á nýjan leik daginn eftir enda hefði þetta inngrip tengst því að verslanirnar hefðu ekki mátt vera opnar á jóladag!Drykkja vex samhliða lögleysunni Svona fara menn að því að brjóta niður samfélag. Árum saman hafa foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum kært brot á auglýsingalögum en samkvæmt þeim er bannað að auglýsa áfengi. Við þessu hafa yfirvöld daufheyrst og meira að segja Ríkisútvarpið hefur lagst svo lágt að láta undan gróðahyggju áfengissölumanna og birt auglýsingar þeirra.Nú er svo komið að unglingadrykkja færist í vöxt og telja forvarna- og æskulýðssamtök einsýnt að auglýsingaágengni og grimmari sölumennska ólöglegra vínsala eigi þar hlut að máli. Vitorðsmenn víða að finna Ekkert hrín hins vegar á stjórnvöldum. Löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið, dómsvaldið, fjölmiðlarnir láta eins og ekkert sé. Alls staðar eiga óprúttnir vínsalar sér vitorðsmenn eða hvað annað má segja um allt það fólk sem er ætlað að standa vakt réttarríkisins en gerir ekki.Formaður eins stjórnarflokkanna sagði á flokksþingi, eflaust við mikinn fögnuð, að flokkur sinn væri nútímalegur, pantaði ostana á veisluborð sín erlendis frá og áfengið á netinu - að sjálfsögðu! Hvað er til ráða? Hvað skal gera gagnvart sinnuleysinu og meðvirkninni? Það er augljóst. Í fyrsta lagi þarf hreinlega að ákveða að gefast ekki upp gagnvart niðurrifsöflum gróðahyggjunnar. Í öðru lagi þarf að standa með þeim fánaberum lýðheilsustefnunnar sem talað hafa fyrir daufum eyrum stjórnvalda allt of lengi. Þetta þyrftu allir að gera jafnt bindindismenn sem við hin sem erum það ekki en teljum okkur skilja hvaða hættur ágeng sölumennska á áfengi hefur í för með sér. Í þriðja lagi þurfum við hvert og eitt að beita áhrifum okkar hvar sem við erum í flokki eða samtökum til þess að stuðlað verði að samstöðu í samfélaginu um heill og hamingju og heilbrigt líf. Höfundur er fyrrverandi ráðherra
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun