Aðskilnaður ríkis og kirkju Jakob Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2010 03:30 Í nútímasamfélagi er umræða um trú oft álitin forboðin. Yfirleitt er talið að ekki sé til neitt eitt rétt svar og trú og trúrækni u oftast talin vera af hinu góða en þeir sem andmæla eru oft úthrópaðir öfgamenn. Miðað við mína reynslu er það að vera trúleysingi yfirleitt talið vera nokkuð slæmt. Öfugt við það sem flestir telja er trú hins vegar ekki kjarni umræðunnar um aðskilnað ríkis og kirkju. Meira að segja eru helstu stuðningsmenn aðskilnaðar kirkjunnar frá ríkinu Sjöunda dags aðventistar. Trú og trúrækni skipta engu í umræðunni því ástæðan fyrir því að barist er gegn Þjóðkirkju er sú að ríkið á ekki að skipta sér af jafn óáþreifanlegum hlut og trúnni. Þar að auki er rekstur Þjóðkirkju hrein og klár mismunun. Hugtakið Þjóðkirkja felur í sér að ríkið styrki kirkjuna fjárhagslega, með öðrum orðum, Þjóðkirkjan er í raun ríkisrekið fyrirtæki. En hvað er það annað en mismunun gagnvart öðrum trúfélögum? Hvers vegna á íslenska ríkið að styrkja hina lútersku kirkju en ekki Votta Jehóva, Múslimafélagið eða Sjöunda dags aðventista? Hvað er það sem gerir hina lútersku kirkju svona miklu betri en öll hin trúfélögin? Þar að auki er mikilvægt að ríkið fari ekki að hafa áhrif á trúarskoðanir þegna sinna. En með Þjóðkirkju koma bersýnilega þessi áhrif í ljós; það þykir nánast óeðlilegt að vera ekki meðlimur Þjóðkirkjunnar. Börn sem ekki halda upp á jól og taka ekki þátt í kristinfræðikennslu í skólum eru álitin skrýtin. Í landi þar sem trúfrelsi er í hávegum haft er óásættanlegt að einu trúfélagi sé hyglað með fjárframlögum, heimsóknum í skóla og kristinfræðikennslu. Einnig er þörf á viðhorfsbreytingu almennings til trúfélagsskipta. Við fæðingu eru börn skráð í trúfélag móður, án þess að þau hafi myndað sér sérstaka skoðun á þeim trúarbrögðum. Þar að auki er fermingaraldurinn á Íslandi 13 ára, sem er að mínu mati allt of lágur aldur. Allt of margir fermast bara vegna þess eins að allir aðrir gera það, eða til þess að fá gjafir. Þess vegna tel ég skynsamlegast að leyfa fólki sjálfu að ráða hvaða trú höfðar til þess og að menn geti skráð sig í trúfélög, finnist fólki þau heillandi. En í dag er því öfugt farið; maður þarf að skrá sig úr trúfélagi, höfði það ekki til manns. Þar að auki eru til dæmi um að fólki hafi verið bannað að vera með svokölluð „trúfrelsisátök" þar sem trúfélagsskráningarblöðum hefur verið dreift, til að auðvelda fólki að skipta um trúfélög. Þetta er að sjálfsögðu forkastanlegt; með trúfrelsisátökum er einungis verið að leiðrétta fólk sem skráð er í trúfélag sem samræmist ekki trúarskoðunum þess og að sjálfsögðu er enginn neyddur til eins eða neins í þessum leiðréttingum. Allar trúfélagsleiðréttingar eru gerðar með vitund og vilja þess sem leiðréttir hvaða trúfélagi hann tilheyrir. Þjóðkirkjan er rándýr í rekstri. Hún kostar um 5 milljarða á ári sem er sambærilegt við fjárframlög ríkisins til Háskóla Íslands. Í árferði sem þessu er forgangsröðun algert lykilatriði og er rekstur Þjóðkirkju fáránlegur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að hver Íslendingur fari 4,3 sinnum í kirkju árlega. Það þýðir að hver kirkjuviðvera Íslendings er niðurgreidd um u.þ.b. 3.500 krónur. Þessi kostnaður er ekki greiddur af kirkjuförunum sjálfum, heldur af þjóðinni allri. Múslimar, Vottar, trúleysingjar og allir aðrir eru að borga fyrir rándýra kirkjuviðveru hluta þjóðarinnar. Er það svo fáránlegt að ætlast til að Þjóðkirkjan verði sjálfbær stofnun? Að þeir sem telji hana nauðsynlega og nota hana borgi brúsann? Þess má geta að þessir styrkir eru viðbót við sérstakt safnaðargjald sem allir sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna þurfa að greiða. Það allra versta er hins vegar það að þrátt fyrir alla þessa styrki þurfum við samt að borga sérstaklega fyrir brúðkaup, fermingar og jarðarfarir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er umræða um trú oft álitin forboðin. Yfirleitt er talið að ekki sé til neitt eitt rétt svar og trú og trúrækni u oftast talin vera af hinu góða en þeir sem andmæla eru oft úthrópaðir öfgamenn. Miðað við mína reynslu er það að vera trúleysingi yfirleitt talið vera nokkuð slæmt. Öfugt við það sem flestir telja er trú hins vegar ekki kjarni umræðunnar um aðskilnað ríkis og kirkju. Meira að segja eru helstu stuðningsmenn aðskilnaðar kirkjunnar frá ríkinu Sjöunda dags aðventistar. Trú og trúrækni skipta engu í umræðunni því ástæðan fyrir því að barist er gegn Þjóðkirkju er sú að ríkið á ekki að skipta sér af jafn óáþreifanlegum hlut og trúnni. Þar að auki er rekstur Þjóðkirkju hrein og klár mismunun. Hugtakið Þjóðkirkja felur í sér að ríkið styrki kirkjuna fjárhagslega, með öðrum orðum, Þjóðkirkjan er í raun ríkisrekið fyrirtæki. En hvað er það annað en mismunun gagnvart öðrum trúfélögum? Hvers vegna á íslenska ríkið að styrkja hina lútersku kirkju en ekki Votta Jehóva, Múslimafélagið eða Sjöunda dags aðventista? Hvað er það sem gerir hina lútersku kirkju svona miklu betri en öll hin trúfélögin? Þar að auki er mikilvægt að ríkið fari ekki að hafa áhrif á trúarskoðanir þegna sinna. En með Þjóðkirkju koma bersýnilega þessi áhrif í ljós; það þykir nánast óeðlilegt að vera ekki meðlimur Þjóðkirkjunnar. Börn sem ekki halda upp á jól og taka ekki þátt í kristinfræðikennslu í skólum eru álitin skrýtin. Í landi þar sem trúfrelsi er í hávegum haft er óásættanlegt að einu trúfélagi sé hyglað með fjárframlögum, heimsóknum í skóla og kristinfræðikennslu. Einnig er þörf á viðhorfsbreytingu almennings til trúfélagsskipta. Við fæðingu eru börn skráð í trúfélag móður, án þess að þau hafi myndað sér sérstaka skoðun á þeim trúarbrögðum. Þar að auki er fermingaraldurinn á Íslandi 13 ára, sem er að mínu mati allt of lágur aldur. Allt of margir fermast bara vegna þess eins að allir aðrir gera það, eða til þess að fá gjafir. Þess vegna tel ég skynsamlegast að leyfa fólki sjálfu að ráða hvaða trú höfðar til þess og að menn geti skráð sig í trúfélög, finnist fólki þau heillandi. En í dag er því öfugt farið; maður þarf að skrá sig úr trúfélagi, höfði það ekki til manns. Þar að auki eru til dæmi um að fólki hafi verið bannað að vera með svokölluð „trúfrelsisátök" þar sem trúfélagsskráningarblöðum hefur verið dreift, til að auðvelda fólki að skipta um trúfélög. Þetta er að sjálfsögðu forkastanlegt; með trúfrelsisátökum er einungis verið að leiðrétta fólk sem skráð er í trúfélag sem samræmist ekki trúarskoðunum þess og að sjálfsögðu er enginn neyddur til eins eða neins í þessum leiðréttingum. Allar trúfélagsleiðréttingar eru gerðar með vitund og vilja þess sem leiðréttir hvaða trúfélagi hann tilheyrir. Þjóðkirkjan er rándýr í rekstri. Hún kostar um 5 milljarða á ári sem er sambærilegt við fjárframlög ríkisins til Háskóla Íslands. Í árferði sem þessu er forgangsröðun algert lykilatriði og er rekstur Þjóðkirkju fáránlegur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að hver Íslendingur fari 4,3 sinnum í kirkju árlega. Það þýðir að hver kirkjuviðvera Íslendings er niðurgreidd um u.þ.b. 3.500 krónur. Þessi kostnaður er ekki greiddur af kirkjuförunum sjálfum, heldur af þjóðinni allri. Múslimar, Vottar, trúleysingjar og allir aðrir eru að borga fyrir rándýra kirkjuviðveru hluta þjóðarinnar. Er það svo fáránlegt að ætlast til að Þjóðkirkjan verði sjálfbær stofnun? Að þeir sem telji hana nauðsynlega og nota hana borgi brúsann? Þess má geta að þessir styrkir eru viðbót við sérstakt safnaðargjald sem allir sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna þurfa að greiða. Það allra versta er hins vegar það að þrátt fyrir alla þessa styrki þurfum við samt að borga sérstaklega fyrir brúðkaup, fermingar og jarðarfarir.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun