Aðskilnaður ríkis og kirkju Jakob Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2010 03:30 Í nútímasamfélagi er umræða um trú oft álitin forboðin. Yfirleitt er talið að ekki sé til neitt eitt rétt svar og trú og trúrækni u oftast talin vera af hinu góða en þeir sem andmæla eru oft úthrópaðir öfgamenn. Miðað við mína reynslu er það að vera trúleysingi yfirleitt talið vera nokkuð slæmt. Öfugt við það sem flestir telja er trú hins vegar ekki kjarni umræðunnar um aðskilnað ríkis og kirkju. Meira að segja eru helstu stuðningsmenn aðskilnaðar kirkjunnar frá ríkinu Sjöunda dags aðventistar. Trú og trúrækni skipta engu í umræðunni því ástæðan fyrir því að barist er gegn Þjóðkirkju er sú að ríkið á ekki að skipta sér af jafn óáþreifanlegum hlut og trúnni. Þar að auki er rekstur Þjóðkirkju hrein og klár mismunun. Hugtakið Þjóðkirkja felur í sér að ríkið styrki kirkjuna fjárhagslega, með öðrum orðum, Þjóðkirkjan er í raun ríkisrekið fyrirtæki. En hvað er það annað en mismunun gagnvart öðrum trúfélögum? Hvers vegna á íslenska ríkið að styrkja hina lútersku kirkju en ekki Votta Jehóva, Múslimafélagið eða Sjöunda dags aðventista? Hvað er það sem gerir hina lútersku kirkju svona miklu betri en öll hin trúfélögin? Þar að auki er mikilvægt að ríkið fari ekki að hafa áhrif á trúarskoðanir þegna sinna. En með Þjóðkirkju koma bersýnilega þessi áhrif í ljós; það þykir nánast óeðlilegt að vera ekki meðlimur Þjóðkirkjunnar. Börn sem ekki halda upp á jól og taka ekki þátt í kristinfræðikennslu í skólum eru álitin skrýtin. Í landi þar sem trúfrelsi er í hávegum haft er óásættanlegt að einu trúfélagi sé hyglað með fjárframlögum, heimsóknum í skóla og kristinfræðikennslu. Einnig er þörf á viðhorfsbreytingu almennings til trúfélagsskipta. Við fæðingu eru börn skráð í trúfélag móður, án þess að þau hafi myndað sér sérstaka skoðun á þeim trúarbrögðum. Þar að auki er fermingaraldurinn á Íslandi 13 ára, sem er að mínu mati allt of lágur aldur. Allt of margir fermast bara vegna þess eins að allir aðrir gera það, eða til þess að fá gjafir. Þess vegna tel ég skynsamlegast að leyfa fólki sjálfu að ráða hvaða trú höfðar til þess og að menn geti skráð sig í trúfélög, finnist fólki þau heillandi. En í dag er því öfugt farið; maður þarf að skrá sig úr trúfélagi, höfði það ekki til manns. Þar að auki eru til dæmi um að fólki hafi verið bannað að vera með svokölluð „trúfrelsisátök" þar sem trúfélagsskráningarblöðum hefur verið dreift, til að auðvelda fólki að skipta um trúfélög. Þetta er að sjálfsögðu forkastanlegt; með trúfrelsisátökum er einungis verið að leiðrétta fólk sem skráð er í trúfélag sem samræmist ekki trúarskoðunum þess og að sjálfsögðu er enginn neyddur til eins eða neins í þessum leiðréttingum. Allar trúfélagsleiðréttingar eru gerðar með vitund og vilja þess sem leiðréttir hvaða trúfélagi hann tilheyrir. Þjóðkirkjan er rándýr í rekstri. Hún kostar um 5 milljarða á ári sem er sambærilegt við fjárframlög ríkisins til Háskóla Íslands. Í árferði sem þessu er forgangsröðun algert lykilatriði og er rekstur Þjóðkirkju fáránlegur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að hver Íslendingur fari 4,3 sinnum í kirkju árlega. Það þýðir að hver kirkjuviðvera Íslendings er niðurgreidd um u.þ.b. 3.500 krónur. Þessi kostnaður er ekki greiddur af kirkjuförunum sjálfum, heldur af þjóðinni allri. Múslimar, Vottar, trúleysingjar og allir aðrir eru að borga fyrir rándýra kirkjuviðveru hluta þjóðarinnar. Er það svo fáránlegt að ætlast til að Þjóðkirkjan verði sjálfbær stofnun? Að þeir sem telji hana nauðsynlega og nota hana borgi brúsann? Þess má geta að þessir styrkir eru viðbót við sérstakt safnaðargjald sem allir sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna þurfa að greiða. Það allra versta er hins vegar það að þrátt fyrir alla þessa styrki þurfum við samt að borga sérstaklega fyrir brúðkaup, fermingar og jarðarfarir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er umræða um trú oft álitin forboðin. Yfirleitt er talið að ekki sé til neitt eitt rétt svar og trú og trúrækni u oftast talin vera af hinu góða en þeir sem andmæla eru oft úthrópaðir öfgamenn. Miðað við mína reynslu er það að vera trúleysingi yfirleitt talið vera nokkuð slæmt. Öfugt við það sem flestir telja er trú hins vegar ekki kjarni umræðunnar um aðskilnað ríkis og kirkju. Meira að segja eru helstu stuðningsmenn aðskilnaðar kirkjunnar frá ríkinu Sjöunda dags aðventistar. Trú og trúrækni skipta engu í umræðunni því ástæðan fyrir því að barist er gegn Þjóðkirkju er sú að ríkið á ekki að skipta sér af jafn óáþreifanlegum hlut og trúnni. Þar að auki er rekstur Þjóðkirkju hrein og klár mismunun. Hugtakið Þjóðkirkja felur í sér að ríkið styrki kirkjuna fjárhagslega, með öðrum orðum, Þjóðkirkjan er í raun ríkisrekið fyrirtæki. En hvað er það annað en mismunun gagnvart öðrum trúfélögum? Hvers vegna á íslenska ríkið að styrkja hina lútersku kirkju en ekki Votta Jehóva, Múslimafélagið eða Sjöunda dags aðventista? Hvað er það sem gerir hina lútersku kirkju svona miklu betri en öll hin trúfélögin? Þar að auki er mikilvægt að ríkið fari ekki að hafa áhrif á trúarskoðanir þegna sinna. En með Þjóðkirkju koma bersýnilega þessi áhrif í ljós; það þykir nánast óeðlilegt að vera ekki meðlimur Þjóðkirkjunnar. Börn sem ekki halda upp á jól og taka ekki þátt í kristinfræðikennslu í skólum eru álitin skrýtin. Í landi þar sem trúfrelsi er í hávegum haft er óásættanlegt að einu trúfélagi sé hyglað með fjárframlögum, heimsóknum í skóla og kristinfræðikennslu. Einnig er þörf á viðhorfsbreytingu almennings til trúfélagsskipta. Við fæðingu eru börn skráð í trúfélag móður, án þess að þau hafi myndað sér sérstaka skoðun á þeim trúarbrögðum. Þar að auki er fermingaraldurinn á Íslandi 13 ára, sem er að mínu mati allt of lágur aldur. Allt of margir fermast bara vegna þess eins að allir aðrir gera það, eða til þess að fá gjafir. Þess vegna tel ég skynsamlegast að leyfa fólki sjálfu að ráða hvaða trú höfðar til þess og að menn geti skráð sig í trúfélög, finnist fólki þau heillandi. En í dag er því öfugt farið; maður þarf að skrá sig úr trúfélagi, höfði það ekki til manns. Þar að auki eru til dæmi um að fólki hafi verið bannað að vera með svokölluð „trúfrelsisátök" þar sem trúfélagsskráningarblöðum hefur verið dreift, til að auðvelda fólki að skipta um trúfélög. Þetta er að sjálfsögðu forkastanlegt; með trúfrelsisátökum er einungis verið að leiðrétta fólk sem skráð er í trúfélag sem samræmist ekki trúarskoðunum þess og að sjálfsögðu er enginn neyddur til eins eða neins í þessum leiðréttingum. Allar trúfélagsleiðréttingar eru gerðar með vitund og vilja þess sem leiðréttir hvaða trúfélagi hann tilheyrir. Þjóðkirkjan er rándýr í rekstri. Hún kostar um 5 milljarða á ári sem er sambærilegt við fjárframlög ríkisins til Háskóla Íslands. Í árferði sem þessu er forgangsröðun algert lykilatriði og er rekstur Þjóðkirkju fáránlegur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að hver Íslendingur fari 4,3 sinnum í kirkju árlega. Það þýðir að hver kirkjuviðvera Íslendings er niðurgreidd um u.þ.b. 3.500 krónur. Þessi kostnaður er ekki greiddur af kirkjuförunum sjálfum, heldur af þjóðinni allri. Múslimar, Vottar, trúleysingjar og allir aðrir eru að borga fyrir rándýra kirkjuviðveru hluta þjóðarinnar. Er það svo fáránlegt að ætlast til að Þjóðkirkjan verði sjálfbær stofnun? Að þeir sem telji hana nauðsynlega og nota hana borgi brúsann? Þess má geta að þessir styrkir eru viðbót við sérstakt safnaðargjald sem allir sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna þurfa að greiða. Það allra versta er hins vegar það að þrátt fyrir alla þessa styrki þurfum við samt að borga sérstaklega fyrir brúðkaup, fermingar og jarðarfarir.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar