Eina leiðin til að skrifa góða stjórnarskrá á 4 mánuðum Gunnar Grímsson skrifar 21. nóvember 2010 13:12 Á komandi Stjórnlagaþingi verður tekist á um mörg mál. Jafnvel þó allir verði sammála um að fara eftir niðurstöðum Þjóðfundarins. Þær eru um sumt skýrar en margt þar er misvísandi og annað sem er hægt að túlka út og suður. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á frábæran Þjóðfund heldur aðeins benda á staðreyndir. Ég hef ekki áhyggjur af því að fólk með mismunandi skoðanir skipi Stjórnlagaþingið. Það er gott og nauðsynlegt. En ég hef áhyggjur af öðru. Vinnulag okkar Íslendinga er því miður allt of oft byggt á því að grípa fyrstu lausnina sem hljómar vel og hlaupa af stað með hana. Og afgreiða í snatri. Við erum ansi góð í því reyndar, betri en margar aðrar þjóðir, hamhleypur til verka. En við erum að fara að skrifa nýja stjórnarskrá og stjórnarskrá skrifuð með þessari aðferð verður seint góð, því miður. Við hreinlega verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skrifa virkilega góða stjórnarskrá þar sem hvert atriði er vandlega ígrundað og allar lausnir skoðaðar niður í kjölinn. Og fundin bestu rök með og á móti sérhverri lausn til að hægt sé að meta hversu góð hún er. En hvernig á að gera þetta á fjórum mánuðum? Fyrir 20 árum síðan hefði það varla verið hægt. Fyrir 5 árum síðan erfitt en ekki ómögulegt. En í dag er það hægt og í raun auðvelt. Hvernig? Jú, með því að nota nútíma samskiptatæki sem nýtir alla þjóðina til þessara verka. Frumgerð þess tækis var notuð á vefnum Betri Reykjavík sem Besti flokkurinn nýtti sér til að kalla eftir hugmyndum og rökum borgarbúa sem mörg hver fóru inn í málefnaskrá borgarstjórnarmeirihlutans. Ný útgáfa kerfisins er væntanleg á næstunni sem er mun einfaldari og þægilegri í notkun en Betri Reykjavík. Sjá grófa hugmynd áhttp://kjosa.is/myndir/Stjornlagathing_skissa_badar_sidur.png Framkvæmdin er einföld. Lausnin er sett inn í kerfið á einföldu og skýru máli. Allir geta sett inn lausnir en ekki bara Stjórnlagaþingmenn. Og allir geta sett inn rök, með og á móti lausninni. Allir notendur geta síðan merkt hvort rökin eru gagnleg eða ekki. Og gagnlegustu rökin fljóta efst á meðan ruslið og síðri rök hverfa. Úr þessum grunni geta Stjórnlagaþingmenn fundið, á einfaldan og fljótlegan hátt, bestu mögulegu lausnirnar á hverju vandamáli. Þetta er eina færa leiðin til að búa til góða stjórnarskrá á fjórum mánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á komandi Stjórnlagaþingi verður tekist á um mörg mál. Jafnvel þó allir verði sammála um að fara eftir niðurstöðum Þjóðfundarins. Þær eru um sumt skýrar en margt þar er misvísandi og annað sem er hægt að túlka út og suður. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á frábæran Þjóðfund heldur aðeins benda á staðreyndir. Ég hef ekki áhyggjur af því að fólk með mismunandi skoðanir skipi Stjórnlagaþingið. Það er gott og nauðsynlegt. En ég hef áhyggjur af öðru. Vinnulag okkar Íslendinga er því miður allt of oft byggt á því að grípa fyrstu lausnina sem hljómar vel og hlaupa af stað með hana. Og afgreiða í snatri. Við erum ansi góð í því reyndar, betri en margar aðrar þjóðir, hamhleypur til verka. En við erum að fara að skrifa nýja stjórnarskrá og stjórnarskrá skrifuð með þessari aðferð verður seint góð, því miður. Við hreinlega verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skrifa virkilega góða stjórnarskrá þar sem hvert atriði er vandlega ígrundað og allar lausnir skoðaðar niður í kjölinn. Og fundin bestu rök með og á móti sérhverri lausn til að hægt sé að meta hversu góð hún er. En hvernig á að gera þetta á fjórum mánuðum? Fyrir 20 árum síðan hefði það varla verið hægt. Fyrir 5 árum síðan erfitt en ekki ómögulegt. En í dag er það hægt og í raun auðvelt. Hvernig? Jú, með því að nota nútíma samskiptatæki sem nýtir alla þjóðina til þessara verka. Frumgerð þess tækis var notuð á vefnum Betri Reykjavík sem Besti flokkurinn nýtti sér til að kalla eftir hugmyndum og rökum borgarbúa sem mörg hver fóru inn í málefnaskrá borgarstjórnarmeirihlutans. Ný útgáfa kerfisins er væntanleg á næstunni sem er mun einfaldari og þægilegri í notkun en Betri Reykjavík. Sjá grófa hugmynd áhttp://kjosa.is/myndir/Stjornlagathing_skissa_badar_sidur.png Framkvæmdin er einföld. Lausnin er sett inn í kerfið á einföldu og skýru máli. Allir geta sett inn lausnir en ekki bara Stjórnlagaþingmenn. Og allir geta sett inn rök, með og á móti lausninni. Allir notendur geta síðan merkt hvort rökin eru gagnleg eða ekki. Og gagnlegustu rökin fljóta efst á meðan ruslið og síðri rök hverfa. Úr þessum grunni geta Stjórnlagaþingmenn fundið, á einfaldan og fljótlegan hátt, bestu mögulegu lausnirnar á hverju vandamáli. Þetta er eina færa leiðin til að búa til góða stjórnarskrá á fjórum mánuðum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun