Skoðun

Kjósendur á bás

Eiríkur Bergmann Einarsson og skrifa

Mér finnst að fulltrúar á stjórnlagaþingi eigi að mæta til leiks með opinn hug í stað krafna um eigin hugðarefni. Sjálft samtalið á þinginu skiptir mestu máli. Áherslur mínar eru því lagðar fram til umræðu en ekki sem háheilagur kröfulisti. Bara svo það sé alveg á hreinu.

En auk þess að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu, fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum, innleiða persónukjör í einhverr mynd, semja borgaralega réttindaskrá og hugsanlega að lækka kosningaaldurinn í sextán ár myndi ég vilja taka það til skoðunar að að afnema kjördæmaskiptinguna.

Kjördæmaskipingin hefur að sumu leyti eitrað stjórnmálalífið hér á landi og viðhaldið aðskilnaði milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Ég skil vel ótta margra úti á landi við að vald færist til Reykjavíkur með afnámi kjördæmaskiptingarinnar en svo þarf þó alls ekki að verða.

Til að gæta að trúverðugleika og ná sem víðastri skýrskotun til kjósenda yrði það eftir sem áður hagur framboðsins að bjóða upp á sem fjölbreyttastan lista, svo sem hvað viðvíkur, búsetu, kyni, aldri og þess háttar.

Í það minnsta er rétt að stjórnlagaþingið taki kjördæmaskiptinguna til alvarlegrar endurskoðunar.






Skoðun

Sjá meira


×