Evrópa og Bandaríkin – samstiga til framtíðar Barack Obama skrifar 20. nóvember 2010 03:00 Ég er stoltur af að hafa heimsótt Evrópu sex sinnum sem forseti, að meðtöldum leiðtogafundum NATO, og Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, í Lissabon í þessari viku. Þetta endurspeglar varanlegan sannleika um utanríkisstefnu Bandaríkjanna - sambandið við bandamenn okkar og félaga í Evrópu er hornsteinninn að samskiptum okkar við heiminn og hvati að hnattrænni samvinnu. Enginn heimshluti er jafn samstiga Bandaríkjunum hvað varðar gildismat, hagsmuni, getu og markmið. Stærsta efnahagssamband í heimi skapar með viðskiptum yfir Atlantshafið milljónir starfa í Bandaríkjunum og Evrópu og er grundvöllurinn að viðleitni okkar til að viðhalda efnahagsbata um allan heim. Sem bandalag lýðræðisþjóða tryggir NATO sameiginlegar varnir okkar og stuðlar að því að styrkja ung lýðræðisríki. Evrópa og Bandaríkin vinna saman að því að takmarka útbreiðslu kjarnorkuvopna, stuðla að friði í Austurlöndum nær og vinna gegn loftslagsbreytingum. Og eins og við höfum séð á nýlegum öryggisviðvörunum í Evrópu, og upprættu samsæri um að sprengja fraktflugvélar yfir Atlantshafinu, vinnum við náið saman á hverjum degi til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir og viðhalda öryggi borgaranna. Við erum einfaldlega nánustu samstarfsmenn hver annars. Hvorki Evrópubúar né Bandaríkjamenn geta tekist á við áskoranir okkar tíma án hins aðilans. Þessir leiðtogafundir eru þannig tækifæri til að auka samvinnu okkar enn frekar og tryggja að NATO - árangursríkasta bandalag mannkynssögunnar - verði áfram jafn mikilvægt á þessari öld og það var á þeirri síðustu. Þess vegna höfum við ítarlega dagskrá í Lissabon. Í fyrsta lagi, varðandi Afganistan, getum við stillt saman tilraunir okkar til að koma stjórn landsins í hendur heimamanna um leið og við viðhöldum varanlegum skyldum okkar við afgönsku þjóðina. Bandalag okkar í Afganistan, undir forystu NATO, samanstendur af 48 þjóðum - þar með töldum öllum 28 aðildarríkjum NATO og 40 þúsund manna herliði frá bandalags- og vinaþjóðum, og við virðum þjónustu þeirra og fórnir. Sameiginleg viðleitni okkar er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn öðlist öruggt skjól, alveg eins og það er nauðsynlegt að bæta líf afgönsku þjóðarinnar. Eftir komu viðbótarherafla bandalagsþjóðanna á síðustu tveimur árum höfum við loksins úrræði og mannafla til að brjóta framsókn talíbana á bak aftur, svipta uppreisnarmenn vígjum sínum, þjálfa fleiri afganskar öryggissveitir og aðstoða afgönsku þjóðina. Í Lissabon munum við stilla saman strengi okkar svo við getum byrjað að fela ábyrgðina í hendur Afgönum snemma á næsta ári, og innleiða þau markmið Karzais forseta að afganski herinn taki að sér öryggisgæslu í Afganistan í lok árs 2014. Og þótt Bandaríkin byrji að fækka í herliði sínu í júlí á næsta ári getur NATO - eins og Bandaríkin - stofnað til varanlegrar samvinnu við Afganistan til að það sé ljóst að þegar Afganar standa upp og taka við stjórninni munu þeir ekki standa einir. Um leið og okkur miðar áfram í Afganistan mun NATO einnig taka breytingum í Lissabon með nýrri stefnumótun sem viðurkennir þá möguleika og samstarfsaðila sem við þörfnumst til að mæta nýjum hættum á 21. öldinni. Þetta verður að hefjast á því að ítreka undirstöðu þessa bandalags - þá skuldbindingu í 5. grein að árás á eina bandalagsþjóð sé árás á þær allar. Til að tryggja að þessi skuldbinding hafi þýðingu verðum við að styrkja það bolmagn sem nauðsynlegt er til að vernda fólkið okkar í dag og undirbúa verkefni morgundagsins. Um leið og við nútímavæðum hefðbundinn herafla okkar verðum við að endurbæta stjórnkerfi bandalagsins til að gera hann áhrifaríkari og skilvirkari, fjárfesta í þeirri tækni sem gerir herjum bandalagsins kleift að starfa saman á árangursríkan hátt, og þróa nýjar varnir gegn ógnum eins og netárásum. Annað sem nauðsynlegt er að bandalagið hafi yfir að ráða eru eldflaugavarnir NATO-svæðisins, sem þarf til að mæta raunverulegri og vaxandi ógn sem stafar af skotflaugum. Stigbundna aðlögunarnálgunin (PAA) í eldflaugavörnum Evrópu, sem ég kynnti í fyrra, mun veita sterka og áhrifaríka vörn fyrir landsvæði og íbúa Evrópu og bandaríska hermenn sem þar eru. Enn fremur eru þær grundvöllur frekari samvinnu - með hlutverki og vörn fyrir öll bandalagsríkin, og tækifæri til samstarfs við Rússland sem einnig stafar ógn af skotflaugum. Auk þess getum við unnið að því að skapa aðstæður fyrir fækkun kjarnorkuvopna og færst nær þeirri framtíðarsýn sem ég lýsti í Prag á síðasta ári - kjarnorkuvopnalausum heimi. En á meðan þessi vopn eru til verður NATO að búa yfir kjarnorkuvopnum, og ég hef gert lýðum ljóst að Bandaríkin munu viðhalda áreiðanlegu, öruggu og áhrifamiklu kjarnorkuvopnabúri til að halda aftur af andstæðingum okkar og til að tryggja varnir bandamanna okkar. Að endingu: Í Lissabon getum við haldið áfram að móta samstarf út fyrir raðir NATO, sem stuðlar að því að gera bandalagið okkar að máttarstólpa öryggis í heiminum. Við verðum að halda dyrunum opnum fyrir lýðræðisríki Evrópu sem uppfylla skilyrði NATO-aðildar. Við verðum að auka samstarf við samtök sem fullkomna styrkleika NATO, eins og Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Og með setu Dmitris Medvedev forseta á leiðtogafundi NATO og Rússlands getum við haldið áfram hagnýtri samvinnu NATO og Rússlands til hagsbóta fyrir báða aðila. Því rétt eins og Bandaríkin og Rússland hafa endurbætt samband sitt geta NATO og Rússland það líka. Í Lissabon getum við sýnt að NATO lítur á Rússland sem félaga, ekki andstæðing. Við getum aukið samvinnu okkar varðandi Afganistan, varnir gegn eiturlyfjum og öryggismál 21. aldar - allt frá útbreiðslu kjarnorkuvopna til útbreiðslu ofbeldisfullra öfgastefna. Og með því að hefja samvinnu í eldflaugavörnum getum við snúið spennu fyrri tíma upp í samvinnu gegn sameiginlegum ógnum. Í meira en sex áratugi hafa Evrópubúar og Bandaríkjamenn staðið hlið við hlið, því samvinna okkar styrkir hagsmuni okkar og ver frelsið sem við metum svo mikils sem lýðræðisleg samfélög. Heimurinn hefur breyst og á sama hátt hefur bandalag okkar breyst og þess vegna erum við sterkari, öruggari og efnaðri. Þetta er verkefni okkar í Lissabon - að blása einu sinni enn nýju lífi í bandalagið og tryggja öryggi okkar og velmegun á komandi áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég er stoltur af að hafa heimsótt Evrópu sex sinnum sem forseti, að meðtöldum leiðtogafundum NATO, og Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, í Lissabon í þessari viku. Þetta endurspeglar varanlegan sannleika um utanríkisstefnu Bandaríkjanna - sambandið við bandamenn okkar og félaga í Evrópu er hornsteinninn að samskiptum okkar við heiminn og hvati að hnattrænni samvinnu. Enginn heimshluti er jafn samstiga Bandaríkjunum hvað varðar gildismat, hagsmuni, getu og markmið. Stærsta efnahagssamband í heimi skapar með viðskiptum yfir Atlantshafið milljónir starfa í Bandaríkjunum og Evrópu og er grundvöllurinn að viðleitni okkar til að viðhalda efnahagsbata um allan heim. Sem bandalag lýðræðisþjóða tryggir NATO sameiginlegar varnir okkar og stuðlar að því að styrkja ung lýðræðisríki. Evrópa og Bandaríkin vinna saman að því að takmarka útbreiðslu kjarnorkuvopna, stuðla að friði í Austurlöndum nær og vinna gegn loftslagsbreytingum. Og eins og við höfum séð á nýlegum öryggisviðvörunum í Evrópu, og upprættu samsæri um að sprengja fraktflugvélar yfir Atlantshafinu, vinnum við náið saman á hverjum degi til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir og viðhalda öryggi borgaranna. Við erum einfaldlega nánustu samstarfsmenn hver annars. Hvorki Evrópubúar né Bandaríkjamenn geta tekist á við áskoranir okkar tíma án hins aðilans. Þessir leiðtogafundir eru þannig tækifæri til að auka samvinnu okkar enn frekar og tryggja að NATO - árangursríkasta bandalag mannkynssögunnar - verði áfram jafn mikilvægt á þessari öld og það var á þeirri síðustu. Þess vegna höfum við ítarlega dagskrá í Lissabon. Í fyrsta lagi, varðandi Afganistan, getum við stillt saman tilraunir okkar til að koma stjórn landsins í hendur heimamanna um leið og við viðhöldum varanlegum skyldum okkar við afgönsku þjóðina. Bandalag okkar í Afganistan, undir forystu NATO, samanstendur af 48 þjóðum - þar með töldum öllum 28 aðildarríkjum NATO og 40 þúsund manna herliði frá bandalags- og vinaþjóðum, og við virðum þjónustu þeirra og fórnir. Sameiginleg viðleitni okkar er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn öðlist öruggt skjól, alveg eins og það er nauðsynlegt að bæta líf afgönsku þjóðarinnar. Eftir komu viðbótarherafla bandalagsþjóðanna á síðustu tveimur árum höfum við loksins úrræði og mannafla til að brjóta framsókn talíbana á bak aftur, svipta uppreisnarmenn vígjum sínum, þjálfa fleiri afganskar öryggissveitir og aðstoða afgönsku þjóðina. Í Lissabon munum við stilla saman strengi okkar svo við getum byrjað að fela ábyrgðina í hendur Afgönum snemma á næsta ári, og innleiða þau markmið Karzais forseta að afganski herinn taki að sér öryggisgæslu í Afganistan í lok árs 2014. Og þótt Bandaríkin byrji að fækka í herliði sínu í júlí á næsta ári getur NATO - eins og Bandaríkin - stofnað til varanlegrar samvinnu við Afganistan til að það sé ljóst að þegar Afganar standa upp og taka við stjórninni munu þeir ekki standa einir. Um leið og okkur miðar áfram í Afganistan mun NATO einnig taka breytingum í Lissabon með nýrri stefnumótun sem viðurkennir þá möguleika og samstarfsaðila sem við þörfnumst til að mæta nýjum hættum á 21. öldinni. Þetta verður að hefjast á því að ítreka undirstöðu þessa bandalags - þá skuldbindingu í 5. grein að árás á eina bandalagsþjóð sé árás á þær allar. Til að tryggja að þessi skuldbinding hafi þýðingu verðum við að styrkja það bolmagn sem nauðsynlegt er til að vernda fólkið okkar í dag og undirbúa verkefni morgundagsins. Um leið og við nútímavæðum hefðbundinn herafla okkar verðum við að endurbæta stjórnkerfi bandalagsins til að gera hann áhrifaríkari og skilvirkari, fjárfesta í þeirri tækni sem gerir herjum bandalagsins kleift að starfa saman á árangursríkan hátt, og þróa nýjar varnir gegn ógnum eins og netárásum. Annað sem nauðsynlegt er að bandalagið hafi yfir að ráða eru eldflaugavarnir NATO-svæðisins, sem þarf til að mæta raunverulegri og vaxandi ógn sem stafar af skotflaugum. Stigbundna aðlögunarnálgunin (PAA) í eldflaugavörnum Evrópu, sem ég kynnti í fyrra, mun veita sterka og áhrifaríka vörn fyrir landsvæði og íbúa Evrópu og bandaríska hermenn sem þar eru. Enn fremur eru þær grundvöllur frekari samvinnu - með hlutverki og vörn fyrir öll bandalagsríkin, og tækifæri til samstarfs við Rússland sem einnig stafar ógn af skotflaugum. Auk þess getum við unnið að því að skapa aðstæður fyrir fækkun kjarnorkuvopna og færst nær þeirri framtíðarsýn sem ég lýsti í Prag á síðasta ári - kjarnorkuvopnalausum heimi. En á meðan þessi vopn eru til verður NATO að búa yfir kjarnorkuvopnum, og ég hef gert lýðum ljóst að Bandaríkin munu viðhalda áreiðanlegu, öruggu og áhrifamiklu kjarnorkuvopnabúri til að halda aftur af andstæðingum okkar og til að tryggja varnir bandamanna okkar. Að endingu: Í Lissabon getum við haldið áfram að móta samstarf út fyrir raðir NATO, sem stuðlar að því að gera bandalagið okkar að máttarstólpa öryggis í heiminum. Við verðum að halda dyrunum opnum fyrir lýðræðisríki Evrópu sem uppfylla skilyrði NATO-aðildar. Við verðum að auka samstarf við samtök sem fullkomna styrkleika NATO, eins og Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Og með setu Dmitris Medvedev forseta á leiðtogafundi NATO og Rússlands getum við haldið áfram hagnýtri samvinnu NATO og Rússlands til hagsbóta fyrir báða aðila. Því rétt eins og Bandaríkin og Rússland hafa endurbætt samband sitt geta NATO og Rússland það líka. Í Lissabon getum við sýnt að NATO lítur á Rússland sem félaga, ekki andstæðing. Við getum aukið samvinnu okkar varðandi Afganistan, varnir gegn eiturlyfjum og öryggismál 21. aldar - allt frá útbreiðslu kjarnorkuvopna til útbreiðslu ofbeldisfullra öfgastefna. Og með því að hefja samvinnu í eldflaugavörnum getum við snúið spennu fyrri tíma upp í samvinnu gegn sameiginlegum ógnum. Í meira en sex áratugi hafa Evrópubúar og Bandaríkjamenn staðið hlið við hlið, því samvinna okkar styrkir hagsmuni okkar og ver frelsið sem við metum svo mikils sem lýðræðisleg samfélög. Heimurinn hefur breyst og á sama hátt hefur bandalag okkar breyst og þess vegna erum við sterkari, öruggari og efnaðri. Þetta er verkefni okkar í Lissabon - að blása einu sinni enn nýju lífi í bandalagið og tryggja öryggi okkar og velmegun á komandi áratugum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun