Fleiri fréttir

Kvikmynd Richards Scobie fer á ráðstefnu í Hollywood

Kvikmyndin Sextíu og sex gráður norður hefur verið valin á sérstaka framleiðendaráðstefnu í Hollywood sem haldin er á vegum PGA, samtökum framleiðenda í Bandaríkjunum. Höfundar handritsins eru þeir Kristinn Þórðarson og Richard Scobie en leikstjóri myndarinnar er Egill Örn Egilsson, betur þekktur sem Eagle Egilsson.

Reese vill giftast Jim

Leikkonan Reese Witherspoon hefur átt í sambandi við umboðsmanninn Jim Toth undanfarna mánuði og að sögn heimildarmanna er hún tilbúin til að ganga í hið heilaga með honum.

Hönnun Sonju Bent vekur athygli ytra

Hönnun Sonju Bent var á upphafssíðu vefsíðunnar Not Just A Label fyrir skemmstu, en síðan er eins konar vefsamfélag hönnuða hvaðanæva að úr heiminum og eru notendur hans rúmlega 3.500 manns.

Colin Farell verður vampíra

Colin Farell hefur tekið að sér hlutverk vampíru í endurgerð hinnar sígildu hryllingsmyndar Fright Night. Þetta verður í fyrsta skipti sem Farell leikur í „stórri“ kvikmynd frá Hollywood en hann hefur undanfarin ár aðallega leikið í kvikmyndum óháða kvikmyndageirans.

Dikta freistar gæfunnar í Þýskalandi

Hljómsveitin Dikta er á leiðinni í stutta tónleikaferð til Þýskalands og Lúxemborgar. Sveitin flýgur af landi brott á miðvikudaginn í næstu viku og tónleikarnir verða fernir, þar af þrennir í Þýskalandi.

Tjáir sig um elsta soninn

Leikarinn Michael Douglas hefur tjáð sig opinberlega um vandræðin í tengslum við elsta son sinn, Cameron. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi á dögunum eftir að hafa játað að hafa stundað eiturlyfjasölu. Faðir hans var viðstaddur réttarhöldin ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Diöndru, og voru þau eðlilega í miklu uppnámi meðan á þeim stóð. „Ég hef lent í miklu

Allt í mínus hjá Jessicu

Jessica Simpson lék á dögunum aukahlutverk í þáttunum Entourage, en tökur á sjöundu þáttaröðinni standa nú yfir. Jessica fékk ekki eigið hjólhýsi meðan á tökum stóð, heldur þurfti að deila einu slíku með klámmyndaleikkonunni Söshu Grey.

Lady Gaga vill ekki deyja í fríi

Tónlistarkonan Lady Gaga hefur nánast verið stanslaust á tónleikaferðalagi frá árinu 2008 þegar hún sló fyrst í gegn.

Pitt temur tígrisdýr

Leikarinn Brad Pitt hefur ákveðið að leika í spennumyndinni The Tiger. Leikstjóri verður Darren Aranofsky sem síðast sendi frá sér The Wrestler.

Munaðarlaus sýnt á ný tvisvar

Fáar leiksýningar hafa vakið meiri lukku á árinu en Munaðarlaus eftir Dennis Kelly í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Hún var sýnd í janúar og febrúar fyrir fullu húsi í Norræna húsinu og í kjölfar þess var henni boðið að vera óvissusýning ársins hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú er blásið til tveggja aukasýninga á verkinu í dag kl. 19 og kl. 22 og verður verkið sýnt í

Frímann Gunnarsson með Matt Berry

Gunnar Hansson og félagar hafa dvalið í London undanfarna daga þar sem þeir tóku upp efni fyrir væntanlega sjónvarpsþætti um Frímann Gunnarsson með breska grínistanum Matt Berry.

Ingó Veðurguð á bekknum

Poppstjarnan Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, spilaði fyrsta úrvalsdeildarleikinn sinn með Selfossi á þriðjudag.

Davíð kynnir sig í Cannes

Davíð Óskar Ólafsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Mystery Island, hefur verið valinn sem fulltrúi Íslands í Producers on the Move.

Maður Heru mikið spurður út í Eurovision-kjólinn

„Auðvitað smitast maður af þessu. Núna er maður á ári eitt í Eurovision,“ segir Halldór Eiríksson, rekstarhagfræðingur í innkaupadeild álversins í Reyðarfirði. Hann er unnusti Heru Bjarkar, fulltrúa Íslands í Eurovision, og stendur að sjálfsögðu þétt við bakið á sinni konu.

Ljósmyndin í fyrirrúmi á Listahátíð

Listahátíð í Reykjavík hófst í gær í fertugasta sinn. Fjöldi viðburða er á dagskránni næstu þrjár vikur og vara sumar sýningar langt inn á sumarið. Hátíðin er fyrir löngu orðinn einn helsti boðberi sumars og ljósfylltra daga í Reykjavík og þótt hún hafi mátt draga úr kröftum sínum í ljósi efnahagsaðstæðna er mikil og fjölbreytt dagskrá í boði.

Stuðlameistari segir stóran mun á sigri og jafntefli

„Við urðum að loka fyrir að menn gætu lagt undir á sigur Hauka rúmri einni og hálfri klukkustund fyrir leik. Það voru ansi margir sem virtust reiðubúnir til að leggja sitthvað undir á slík úrslit,“ segir Hjörvar Hafliðason, stuðlameistari hjá Íslenskum getraunum.

Lítill karl með brjóst

Leikkonan Cynthia Nixon, sem fer með hlutverk Miröndu í þáttunum Sex And The City, líkir ástkonu sinni, Christine Marinoni, við lágvaxinn karlmann með brjóst.

Stones undirbúa nýja plötu

Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, ætlar að hitta söngvarann Mick Jagger í næstu viku og ræða upptökur á nýrri plötu. Vonast hann til að Jagger gefi grænt ljós á verkefnið. „Allir verða að hafa áhuga á að gera plötu og oftast bíð ég eftir að Mick hringi í mig og segi: „Við skulum gera

Verðmyndunin var öll fölsk –hér var aldrei alvörumarkaður

Styrmir Gunnarsson er kominn í hóp afkastamestu rithöfunda eftir að hann komst á eftirlaunaaldur og lét af störfum ritstjóra Morgunblaðsins. Hann hefur nú sent frá sér tvær bækur á hálfu ári. „Hrunadans og horfið fé“ heitir sú seinni og er útlegging Styrmis á þeim atriðum sem hann telur að skipti mestu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hann las skýrsluna á einni viku og skrifaði bókina á annarri. Hún kom í búðir í gær, útgefin af Bjarti.

Hrói höttur spennir bogann

Hrói höttur er eflaust einhver þekktasta persóna breskrar bókmenntasögu. Þessi góðhjartaði riddari Sherwood-skógar í Nottinghamskíri hefur oft og mörgum sinnum ratað á hvíta tjaldið enda hefur sagan af honum allt það sem prýðir góða kvikmynd: ást, peninga, völd og… boga.

Sláturhús hjartans á laugardag

Anna Richards flytur á laugardag dansgjörninginn „Sláturhús hjartans” í listrými Verksmiðjunnar á Hjalteyri við Eyjafjörð. Sýningin hefst kl. 17.

Fjórða Skjaldborgarhátíðin tilbúin

Aðstandendur heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg eru búnir að velja um þrjátíu nýjar íslenskar myndir til sýningar á hátíðinni, sem fer fram á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina.

Heitustu konur heims

Katy Perry er heitasta kona heims að mati tímaritsins Maxim. Megan Fox var í efsta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við fimmta sæti.

Grímur Atla tekur upp veskið

Forsvarsmenn Iceland Airwaves ætla að borga átta til tólf íslenskum hljómsveitum fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Þetta er breyting frá því sem verið hefur því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur það einungis verið gert í undantekningartilfellum.

Kominn tími á Tinna-keppni

Fjölmiðlamennirnir Sveinn H. Guðmarsson og Þórarinn B. Þórarinsson stjórna pöbba-spurningakeppni á Rosenberg í dag þar sem myndasöguhetjan Tinni verður í aðalhlutverki. Efnt er til keppninnar í tilefni af endurútgáfu Tinna-bókanna.

Blur lofar nýrri plötu

Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar ætlar breska hljómsveitin Blur að taka upp nýja plötu. Stutt er síðan sveitin gaf út lagið Fool"s Day á sjö tommu til að fagna plötubúðadeginum í Bretlandi. „Ég ætla pottþétt að taka upp fleiri sjö tommur og einhvern tímann í framtíðinni kemur út plata,“ sagði söngvarinn Damon Albarn.

Sudden með sjö tommuna The Whaler

Hljómsveitin Sudden Weather Change hefur sent frá sér lagið The Whaler sem er tekið af samnefndri sjö tommu smáskífu sem er væntanleg í verslanir. Auk The Whaler verður lagið The Thin Liner á skífunni. Strákarn

Syngja dúett í Beðmálum

Söngkonurnar Jennifer Hudson og Leona Lewis hafa sent frá sér lagið Love is Your Colour þar sem þær syngja dúett. Lagið verður að finna í kvikmyndinni Sex and the City 2 sem er væntanleg í kvikmyndahús í sumar.

Jóhann Friðgeir leiðir Bústaðamenn

Vortónleikar Kórs Bústaðakirkju verða í kvöld kl. 20. Kórinn hefur undir stjórn Jónasar Þóris safnað saman stórum hóp listamanna og kalla þeir Bústaðamenn dagskrána Frægustu athafnalögin.

Bo vs. KK í fyrsta Popppunktinum

Nú er ljóst að HLH-flokkurinn mætir KK bandi í fyrsta Popppunktsþættinum sem fer í loftið laugardaginn 5. júní.

Guðný bloggar um danstónlist

Guðný Svava Gestsdóttir heldur úti tónlistarbloggi undir nafninu Missy Melody og hefur skrifað undir því nafni í rúmt ár. Á blogginu fjallar Guðný Svava um flestar stefnur innan danstónlistar og segir hún slíkt blogg lengi hafa vantað hér á landi.

Carmina með tónleika í Landakoti um helgina

Kammerkórinn Carmina leggur nú lokahönd á efnisskrá sem hann flytur í Kristskirkju í Landakoti um helgina. Kórinn setti Árni Heimir Ingólfsson á stofn og hefur Carmina uppskorið mikið hrós hjá vönduðum erlendum tónlistartímaritum fyrir flutning sinn á tónlist fyrri alda en á því sviði

Lagt í Hellisbúatúr um landið

Leikferðir um landið voru í eina tíð fastur passi í leikhúslífi þjóðarinnar. Lagt var úr bænum um leið og vegir voru færir og leikið stundum í hverju einasta samkomuhúsi sem tók leikmynd og var með bærilegum ljósabúnaði.

Sjá næstu 50 fréttir