Lífið

Gísli Örn frestar einum Rómeó fyrir Hollywood

Gísli ætlar að mæta á hátíðarsýninguna á mánudaginn.
Gísli ætlar að mæta á hátíðarsýninguna á mánudaginn.

Gísli Örn Garðarsson hefur ákveðið að vera viðstaddur sérstaka hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Prince of Persia: Sands of Time í Los Angeles á mánudagskvöld.

Það eru AFI, bandarísku kvikmyndasamtökin, sem standa að sýningunni en henni er ætlað að heiðra framleiðandann Jerry Bruckheimer fyrir vel unnin störf. Gísli fer sem kunnugt er með stórt hlutverk í myndinni og var hann viðstaddur frumsýninguna í London um síðustu helgi.

Ekki hafði verið ráðgert að Gísli færi til LA og hefur þessi för hans riðlað sýningarplani á Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu.





Eddie Murphy ætlar líka að mæta.

Magnús Geir Þórðarson og hans fólk í Borgarleikhúsinu brugðust skjótt við þessum tíðindum og fluttu sýningu sem átti að vera 18. maí til 1. júní.

Því getur Gísli skemmt sér í rólegheitum með stórkanónum á borð við Bruce Willis, Eddie Murphy og Orlando Bloom.

- fgg










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.