Lífið

Village Voice fer mannavillt á Jónsa og Jónsa

Vikublaðið Village Voice er eitt það vinsælasta í New York og nýtur mikillar virðingar. Eitthvað var blaðamaður þess, Stacy Anderson, þó að flýta sér þegar hún skrifaði um tónlist Jónsa í Sigur Rós í tilefni af tónleikum hans í New York um síðustu helgi.

Með umfjöllun hennar um Jónsa er nefninlega mynd af Jónsa, þó ekki í Sigur Rós heldur í svörtum fötum. Þetta er nokkuð undarleg niðurstaða hjá blaðakonunni þar sem þeir félagar eru ekki vitund líkir.

Ef nafninu Jónsi er slegið inn á Google og farið í myndaniðurstöður eru flestar myndir af þeim í Sigur Rós en sá í svörtum fötum slæðist þó inn í niðurstöður númer þrjú og sextán.

Grein blaðakonunnar er stutt og nokkuð hefðbundin miðað við nýjustu atburði. „Ísland heldur áfram að daðra við algera eyðileggingu heimsins (fyrst efnahagshrunið, nú svartur himinn - krakkar, í alvöru?). Þrátt fyrir þetta milda þau ástandið aðeins með því að bjóða upp á Jónsa, aðalsöngvara Sigur Rósar, og skuggaleg völundarhús tónlistar hans."

Hér er Jónsaklúðrið á vef Village Voice.

Hér má sjá Jónsa og hljómsveit hans í spjallþætti Craig Ferguson flytja lagið Go Do í gærkvöldi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.