„Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. júlí 2025 15:00 Elma Rún með öll verðlaunin. Það var meira en að segja það að koma þeim öllum heim til Íslands. Aðsend Yfir hundrað íslenskir dansarar héldu af stað í byrjun júlí til Spánar og kepptu í gríðarstórri alþjóðlegri danskeppni. Rétt rúmlega fimmtíu þeirra fóru á vegum Ungleikhússins en mætti segja að þau komu, sáu og sigruðu. Eigandi Ungleikhússins átti í mestu vandræðum með að koma öllum verðlaununum aftur til Íslands. „Undirbúningur hjá mér byrjaði í september, þá byrjaði ég að hugsa hvað ég vilji gera, hvernig ég vilji hafa atriðin og hvern ég vil hafa í hverju atriði,“ segir Elma Rún Kristinsdóttir, einn eiganda Ungleikhússins, er fréttastofa náði tali af henni. „Svo byrjuðum við að æfa í lok nóvember og desember og svo á fullu í janúar og febrúar. Svo kom forkeppnin í febrúar.“ Gríðarlega mikill tími fer í æfingarnar en nemendurnir æfa í allt að átta klukkustundir á hverjum degi. Æfingasvæði sviðslistaskólans er í Reykjanesbæ en einhverjir dansarar koma þó frá höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með krakka sem taka Strætó á hverjum degi úr Reykjavík til að koma á æfingar. Það er búið að vera alvöru metnaður hjá nokkrum sem taka Strætó á hverjum degi.“ Keppendurnir dönsuðu ekki aðeins heldur sungu líka.Aðsend Elma segist þakklát bæði hópnum en einnig foreldrum og kennurum hópsins. „Ég finn alveg að það er mikil ástríða að baki þessu,“ segir hún. „Ég er ótrúlega heppin og með ótrúlega frábæran hóp í kringum mig, bæði kennarar og foreldrar.“ Aðeins 8500 af 120 þúsund dönsurum fengu að stíga á stóra sviðið Ungleikhúsið er meðal sex íslenskra dans- og sviðslistaskóla sem ferðuðust til Burgos á Spáni til að taka þátt í Dance World Cup. Hinir eru Danskompaní, Dansskóli Birnu Björns, Menningarfélag Húnaþings Vestra, Dansakademían og Danslistarskóli JSB. Til að tryggja sér þátttökurétt í keppninni sjálfri þurfa dansararnir að fara í gegnum forkeppni í sínu heimalandi. Yfir 120 þúsund dansarar í fimmtíu löndum keppast um að komast á stóra sviðið en einungis 8500 fengu tækifærið. Þar á meðal voru 51 dansari Ungleikhússins. Það er tilfinningarík stund þegar dansararnir hljóta verðlaun eftir alla vinnuna sem fer í að skapa dansverk.Aðsend Elma Rún samdi 23 af 24 atriðum Ungleikhússins og sópaði að sér verðlaunum í Burgos. Alls unnu atriði sviðslistaskólans níu heimsmeistaratitla, fjögur silfurverðlaun og þrjú bronsverðlaun auk átta svokallaðra Grand Finals verðlauna. Verðlaunin sem Ungleikhúsið hlaut eftir keppnina voru í raun svo mörg að Elma átti í mestu vandræðum með að koma þeim aftur til landsins. „Ég stóð og horfði á alla bikarana og hugsaði hvernig ég ætti að koma þessu heim. Með fullt borð af bikurum og sex stóra myndaramma,“ segir hún og má heyra smá hlátur í gegnum símann. Ekki eins og hefðbundin fótboltamót Danskeppni líkt og þessi er hins vegar ekki eins og hin hefðbundnu fótboltamót sem Íslendingar þekkja þar sem keppt er um einungis einn bikar. Elma segir uppsetningu danskeppninnar oft flækjast fyrir fólki en hægt er að keppa í ótalmörgum flokkum. „Þess vegna eru þetta margir titlar oft, af því þetta er skipt í aldursflokk, hversu margir eru í atriðunum og hvaða dansstíl þetta er í. Þess vegna er þetta oft flókið að skilja,“ segir hún. Jasmín Myrra, sem varð fimm ára á meðan keppninni stóð, með tvö gullverðlaun.Aðsend Í fyrsta lagi er dönsurunum flokkað í fjóra aldurshópa, lítil, börn, yngri og eldri (eða mini, children, junior og senior). Þá skiptir einnig máli hversu margir dansarar séu í hverju atriði, en hægt er að vera einn, í dúett eða tríó, í litlum hópi eða stórum hópi. „Við vorum með keppendur á öllum aldri, yngsti keppendurnir okkar eru fjögurra ára og þeir elstu 25. Það er gaman að segja frá því að við erum með fjögurra ára heimsmeistara.“ Til að keppa í flokki stórra hópa þurfa ellefu eða fleiri dansarar að stíga á svið, en engin takmörk eru á fjöldanum. Til að mynda fylgdist Elma með atriði þar sem 88 dansarar stigu á svið. Að lokum er flokkað eftir hvers konar dans sé um að ræða en það eru ótalmargar tegundir, til að mynda söngur og dans, ballett, hipp hopp, nútímadans og jazz. Það er því fjöldinn allur af titlum sem keppt er um. „Þetta er í raun miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir.“ Fékk verðlaun sem danshöfundur Einn lið keppninnar mætti hins vegar líkja við hið hefðbundna fótboltamót, Grand Finals. Stigahæstu atriði keppninnar fá tækifæri til að keppa gegn hvoru öðru, óháð aldri, dansstíl eða stærð hópa. „Það eru átta atriði frá okkur sem fengu keppnisrétt á Grand Finals,“ segir Elma. Líkt og kom fram hlaut Ungleikhúsið sjö verðlaun Grand Finals keppninnar en að auki voru tveir nemendur Elmu sem fengu sérstakan skólastyrk í dansskóla í Barcelona. Þá fékk Elma sérstök verðlaun fyrir störf sín sem danshöfundur. „Það er ótrúlega gaman og hvetjandi að fá þannig verðlaun þegar maður er búinn að vera vinna og búa til og skapa að fá að vita að það er einhver að njóta þess sem maður er að gera.“ Ungleikhúsið keppti með alls 24 atriði í ár.Aðsend Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem atriði samið af Elmu stígur á svið Dance World Cup en hún hefur áður samið atriði fyrir Danskompaní. Eftir að hafa stofnað Ungleikhúsið og komið á fót eins árs námskeiði í söngleikjadansi, auk Signýjar Blöndal og Ninnu Stefánsdóttur, var ákveðið að halda aftur í keppnina. Auk þess að æfa fyrir keppnina hefur hópurinn sett á svið söngleik og gert myndskeið líkt og sjá má hér „Það er einn flokkur sem heitir Children small group song and dance sem ég er búin að vinna fjögur ár í röð,“ segir Elma. „England og Skotland eru orðin frekar fúl þegar þau vita að þau eru að keppa á móti okkur, þau áttu þessa flokka fyrir.“ Ætlaði aldrei að fara reka sviðslistaskóla Er fréttastofa náði tali af Elmu var hún komin í örstutt sumarfrí og var í hennar orðum enn að reyna lenda eftir keppnina. Framundan hjá henni er verkefni á vegum Þjóðleikhússins. „Ég er með dans- og sviðshreyfingar í Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu líka, svo ég ætla að taka mér smá pásu áður en ég fer að semja meira,“ segir hún. Er íslenskt atriði vann var fánunum flaggað og þjóðsöngurinn sunginn.Aðsend Þá eru einnig framundan annað ár í Ungleikhúsinu og fara fram prufur í ágúst. Elma segir stefnuna aldrei hafa verið að fara reka sviðslistaskóla. „Þetta hefur gengið framar vonum og allir voðalega ánægðir. Við fengum pressu frá foreldrum og krökkum að halda áfram. Ég ætlaði aldrei að fara reka einhvern skóla en svo voru allir svo ánægðir.“ Hér má sjá lista yfir í hvaða flokkum Ungleikhúsið varð hlutskarpast: Grand final verðlaun: Best Mini Large Group Bonnie Lythgoe verðlauninBest Mini ChoreographyBest Children Choreography Runner up - Best Mini ChoreographyRunner up - Best Mini Small GroupRunner up - Best Children Small Group Heimsmeistaratitlar: Mini Small Group Song & DanceMini Large Group Song & DanceChildren Duet/Trio Song & DanceChildren Small Group Song & DanceChildren Large Group Song & DanceJunior Duet/Trio ShowstopperJunior Duet/Trio Song & DanceJunior Small Group ShowstopperJunior Large Group Song & Dance Silfurverðlaun: Mini Duet/Trio Song & DanceChildren Large Group ShowstopperJunior Small Group JazzSenior Small Group Song & Dance Bronsverðlaun: Children Duet/Trio ShowstopperChildren Solo Song & Dance Dans Spánn Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Undirbúningur hjá mér byrjaði í september, þá byrjaði ég að hugsa hvað ég vilji gera, hvernig ég vilji hafa atriðin og hvern ég vil hafa í hverju atriði,“ segir Elma Rún Kristinsdóttir, einn eiganda Ungleikhússins, er fréttastofa náði tali af henni. „Svo byrjuðum við að æfa í lok nóvember og desember og svo á fullu í janúar og febrúar. Svo kom forkeppnin í febrúar.“ Gríðarlega mikill tími fer í æfingarnar en nemendurnir æfa í allt að átta klukkustundir á hverjum degi. Æfingasvæði sviðslistaskólans er í Reykjanesbæ en einhverjir dansarar koma þó frá höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með krakka sem taka Strætó á hverjum degi úr Reykjavík til að koma á æfingar. Það er búið að vera alvöru metnaður hjá nokkrum sem taka Strætó á hverjum degi.“ Keppendurnir dönsuðu ekki aðeins heldur sungu líka.Aðsend Elma segist þakklát bæði hópnum en einnig foreldrum og kennurum hópsins. „Ég finn alveg að það er mikil ástríða að baki þessu,“ segir hún. „Ég er ótrúlega heppin og með ótrúlega frábæran hóp í kringum mig, bæði kennarar og foreldrar.“ Aðeins 8500 af 120 þúsund dönsurum fengu að stíga á stóra sviðið Ungleikhúsið er meðal sex íslenskra dans- og sviðslistaskóla sem ferðuðust til Burgos á Spáni til að taka þátt í Dance World Cup. Hinir eru Danskompaní, Dansskóli Birnu Björns, Menningarfélag Húnaþings Vestra, Dansakademían og Danslistarskóli JSB. Til að tryggja sér þátttökurétt í keppninni sjálfri þurfa dansararnir að fara í gegnum forkeppni í sínu heimalandi. Yfir 120 þúsund dansarar í fimmtíu löndum keppast um að komast á stóra sviðið en einungis 8500 fengu tækifærið. Þar á meðal voru 51 dansari Ungleikhússins. Það er tilfinningarík stund þegar dansararnir hljóta verðlaun eftir alla vinnuna sem fer í að skapa dansverk.Aðsend Elma Rún samdi 23 af 24 atriðum Ungleikhússins og sópaði að sér verðlaunum í Burgos. Alls unnu atriði sviðslistaskólans níu heimsmeistaratitla, fjögur silfurverðlaun og þrjú bronsverðlaun auk átta svokallaðra Grand Finals verðlauna. Verðlaunin sem Ungleikhúsið hlaut eftir keppnina voru í raun svo mörg að Elma átti í mestu vandræðum með að koma þeim aftur til landsins. „Ég stóð og horfði á alla bikarana og hugsaði hvernig ég ætti að koma þessu heim. Með fullt borð af bikurum og sex stóra myndaramma,“ segir hún og má heyra smá hlátur í gegnum símann. Ekki eins og hefðbundin fótboltamót Danskeppni líkt og þessi er hins vegar ekki eins og hin hefðbundnu fótboltamót sem Íslendingar þekkja þar sem keppt er um einungis einn bikar. Elma segir uppsetningu danskeppninnar oft flækjast fyrir fólki en hægt er að keppa í ótalmörgum flokkum. „Þess vegna eru þetta margir titlar oft, af því þetta er skipt í aldursflokk, hversu margir eru í atriðunum og hvaða dansstíl þetta er í. Þess vegna er þetta oft flókið að skilja,“ segir hún. Jasmín Myrra, sem varð fimm ára á meðan keppninni stóð, með tvö gullverðlaun.Aðsend Í fyrsta lagi er dönsurunum flokkað í fjóra aldurshópa, lítil, börn, yngri og eldri (eða mini, children, junior og senior). Þá skiptir einnig máli hversu margir dansarar séu í hverju atriði, en hægt er að vera einn, í dúett eða tríó, í litlum hópi eða stórum hópi. „Við vorum með keppendur á öllum aldri, yngsti keppendurnir okkar eru fjögurra ára og þeir elstu 25. Það er gaman að segja frá því að við erum með fjögurra ára heimsmeistara.“ Til að keppa í flokki stórra hópa þurfa ellefu eða fleiri dansarar að stíga á svið, en engin takmörk eru á fjöldanum. Til að mynda fylgdist Elma með atriði þar sem 88 dansarar stigu á svið. Að lokum er flokkað eftir hvers konar dans sé um að ræða en það eru ótalmargar tegundir, til að mynda söngur og dans, ballett, hipp hopp, nútímadans og jazz. Það er því fjöldinn allur af titlum sem keppt er um. „Þetta er í raun miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir.“ Fékk verðlaun sem danshöfundur Einn lið keppninnar mætti hins vegar líkja við hið hefðbundna fótboltamót, Grand Finals. Stigahæstu atriði keppninnar fá tækifæri til að keppa gegn hvoru öðru, óháð aldri, dansstíl eða stærð hópa. „Það eru átta atriði frá okkur sem fengu keppnisrétt á Grand Finals,“ segir Elma. Líkt og kom fram hlaut Ungleikhúsið sjö verðlaun Grand Finals keppninnar en að auki voru tveir nemendur Elmu sem fengu sérstakan skólastyrk í dansskóla í Barcelona. Þá fékk Elma sérstök verðlaun fyrir störf sín sem danshöfundur. „Það er ótrúlega gaman og hvetjandi að fá þannig verðlaun þegar maður er búinn að vera vinna og búa til og skapa að fá að vita að það er einhver að njóta þess sem maður er að gera.“ Ungleikhúsið keppti með alls 24 atriði í ár.Aðsend Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem atriði samið af Elmu stígur á svið Dance World Cup en hún hefur áður samið atriði fyrir Danskompaní. Eftir að hafa stofnað Ungleikhúsið og komið á fót eins árs námskeiði í söngleikjadansi, auk Signýjar Blöndal og Ninnu Stefánsdóttur, var ákveðið að halda aftur í keppnina. Auk þess að æfa fyrir keppnina hefur hópurinn sett á svið söngleik og gert myndskeið líkt og sjá má hér „Það er einn flokkur sem heitir Children small group song and dance sem ég er búin að vinna fjögur ár í röð,“ segir Elma. „England og Skotland eru orðin frekar fúl þegar þau vita að þau eru að keppa á móti okkur, þau áttu þessa flokka fyrir.“ Ætlaði aldrei að fara reka sviðslistaskóla Er fréttastofa náði tali af Elmu var hún komin í örstutt sumarfrí og var í hennar orðum enn að reyna lenda eftir keppnina. Framundan hjá henni er verkefni á vegum Þjóðleikhússins. „Ég er með dans- og sviðshreyfingar í Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu líka, svo ég ætla að taka mér smá pásu áður en ég fer að semja meira,“ segir hún. Er íslenskt atriði vann var fánunum flaggað og þjóðsöngurinn sunginn.Aðsend Þá eru einnig framundan annað ár í Ungleikhúsinu og fara fram prufur í ágúst. Elma segir stefnuna aldrei hafa verið að fara reka sviðslistaskóla. „Þetta hefur gengið framar vonum og allir voðalega ánægðir. Við fengum pressu frá foreldrum og krökkum að halda áfram. Ég ætlaði aldrei að fara reka einhvern skóla en svo voru allir svo ánægðir.“ Hér má sjá lista yfir í hvaða flokkum Ungleikhúsið varð hlutskarpast: Grand final verðlaun: Best Mini Large Group Bonnie Lythgoe verðlauninBest Mini ChoreographyBest Children Choreography Runner up - Best Mini ChoreographyRunner up - Best Mini Small GroupRunner up - Best Children Small Group Heimsmeistaratitlar: Mini Small Group Song & DanceMini Large Group Song & DanceChildren Duet/Trio Song & DanceChildren Small Group Song & DanceChildren Large Group Song & DanceJunior Duet/Trio ShowstopperJunior Duet/Trio Song & DanceJunior Small Group ShowstopperJunior Large Group Song & Dance Silfurverðlaun: Mini Duet/Trio Song & DanceChildren Large Group ShowstopperJunior Small Group JazzSenior Small Group Song & Dance Bronsverðlaun: Children Duet/Trio ShowstopperChildren Solo Song & Dance
Grand final verðlaun: Best Mini Large Group Bonnie Lythgoe verðlauninBest Mini ChoreographyBest Children Choreography Runner up - Best Mini ChoreographyRunner up - Best Mini Small GroupRunner up - Best Children Small Group Heimsmeistaratitlar: Mini Small Group Song & DanceMini Large Group Song & DanceChildren Duet/Trio Song & DanceChildren Small Group Song & DanceChildren Large Group Song & DanceJunior Duet/Trio ShowstopperJunior Duet/Trio Song & DanceJunior Small Group ShowstopperJunior Large Group Song & Dance Silfurverðlaun: Mini Duet/Trio Song & DanceChildren Large Group ShowstopperJunior Small Group JazzSenior Small Group Song & Dance Bronsverðlaun: Children Duet/Trio ShowstopperChildren Solo Song & Dance
Dans Spánn Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira