Lífið

Jóhann Friðgeir leiðir Bústaðamenn

Stór hópur listamanna kemur fram í Bústaðakirkju í kvöld.
Stór hópur listamanna kemur fram í Bústaðakirkju í kvöld.

Vortónleikar Kórs Bústaðakirkju verða í kvöld kl. 20. Kórinn hefur undir stjórn Jónasar Þóris safnað saman stórum hóp listamanna og kalla þeir Bústaðamenn dagskrána Frægustu athafnalögin. Með kórnum kemur fram fimmtán manna hljómsveit og hópur einsöngvara: Margrét Einarsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Nathalia Druzin, Gréta Hergilsdóttir, Margrét Helga og Jóhann Friðgeir svo nokkrir séu nefndir.

Efnisskráin er sótt vítt og breitt: Vivaldi, Handel og Bach, óperujöfrar á borð við Mozart, Verdi og Mascagni, sitja á bekk með meisturum hins alþýðlega söngleiks, Lloyd Webber, Gershwin og þeirra Rodgers og Hammerstein, auk nokkurra ítalskra laga eftir tónsmiði á borð við Dalla, Morricone og Quarantotto.

Hér er því í boði dagskrá sem ætti að gleðja vini söngsins og þá sem skemmra eru komnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.