Lífið

Frímann Gunnarsson með Matt Berry

Þættir Frímanns heita I Make Sense Of Humor en í þeim heimsækir hann grínista í Englandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi.
Þættir Frímanns heita I Make Sense Of Humor en í þeim heimsækir hann grínista í Englandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi.

Gunnar Hansson og félagar hafa dvalið í London undanfarna daga þar sem þeir tóku upp efni fyrir væntanlega sjónvarpsþætti um Frímann Gunnarsson með breska grínistanum Matt Berry.

Tökur hafa gengið vel og Berry er að sögn félaganna yndislegur maður. Ragnar Hansson, bróðir Gunnars, leikstýrir þáttunum, en í tökuliðinu er einnig hinn stimamjúki Birgir Ísleifur, söngvari og stofnfélagi Rod Stewart-klúbbsins In Rod We Trust ásamt Daníel Ágústi og Krumma í Mínus.

Hér má sjá myndband við grínlagið One Track Lover úr þáttunum Darkplace, sem Matt Berry er meðal annars þekktur fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.