Lífið

Ingibjörg fékk lánaða íbúð í Trump Tower

Það fer ágætlega um Ingibjörgu þrátt fyrir að hún sé föst í New York.
Það fer ágætlega um Ingibjörgu þrátt fyrir að hún sé föst í New York.

Fyrirsætan Ingibjörg Egilsdóttir, sem tók þátt í tískuvikunni á eyjunni St. Croix í Karíbahafinu í síðustu viku, festist í New York á leið sinni heim af tískuvikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hún er þó ekki í slæmu yfirlæti þar sem hún fékk lánaða íbúð í Trump-turninum á meðan flugsamgöngur lágu niðri.

Eins og nafnið gefur til kynna er turninn í eigu auðkýfingsins Donalds Trump, en hann er eigandi keppninnar Miss Universe, sem Ingibjörg tók þátt í fyrir Íslands hönd í fyrra. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.