Lífið

Gjörningaklúbburinn og meira gaman í Havaríi

Stelpurnar í Gjörningaklúbbnum skála kannski á opnuninni á laugardag.
Stelpurnar í Gjörningaklúbbnum skála kannski á opnuninni á laugardag.

Á laugardaginn opnar Gallerí HAVARÍ í Austurstræti sýningu með verkum eftir Gjörningaklúbbinn, Siggu Björgu, Hugleik Dagsson, Lindu Loeskow og Söru Riel. Um er að ræða bæði frumsýningar og endursýningar á verkum listamannanna.

Gjörningaklúbburinn/The Icelandic Love Corporation sýnir teikningar frá 2007. Þar kennir ýmissa grasa úr hugmyndaheimi þrenningarinnar.

Hugleikur Dagsson sýnir verk af ýmsum stærðum. Meðal annars landslagsmynd þar sem Guð faðmar fjall.

Sigga Björg ætlar að sýna teikningar sem fara út fyrir blaðið og inn í veggi.

Linda Loeskow er grafískur hönnuður sem unnið hefur til fjölda verðlauna. Linda mun sýna hvetjandi veggmyndir, eins konar kaffistofulist.

Sara Riel málaði vegglistaverk í anddyri gallerísins sem var frumsýnt í byrjun mánaðarins. - pbb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.