Lífið

Pink ósanngjörn og kvikindisleg við eiginmanninn

Pink segist hafa verið kvikindisleg við eiginmann sinn þegar þau rifust. 
Nordicphotos/Getty
Pink segist hafa verið kvikindisleg við eiginmann sinn þegar þau rifust. Nordicphotos/Getty

Söngkonan Pink segist hafa verið ósanngjörn og kvikindisleg við eiginmann sinn í gegnum tíðina. „Ég er mjög dramatísk og hér áður fyrr var ég mjög kvikindisleg. Einn dag kom Carey til mín eftir rifrildi og sagði við mig: Það særir mig þegar þú kallar mig ljótum nöfnum. Viltu vera svo væn að hætta því."

Og ég sagði við hann á móti: Takk fyrir að deila tilfinningum þínum með mér. Núna reyni ég að vera sanngjörn þegar við rífumst," sagði söngkonan sem kynntist motocross-ökumanninum Carey Hart árið 2001 þegar hann lék í tónlistarmyndbandi hennar.

Íslandsvinurinn Pink bað hans fjórum árum síðar með því að halda uppi spjaldi sem á stóð „Viltu giftast mér?" þegar Hart ók fram hjá henni í motocross keppni. Parið gifti sig stuttu seinna en þau skildu svo aðeins tveimur árum síðar.

Söngkonan sagði í viðtali við Ophru að þau séu tekin saman aftur og að hún hafi loks lært að reyna ekki að breyta eiginmanni sínum heldur elska hann eins og hann er.

„Ég hef líka lært að farsælt hjónaband krefst mikillar vinnu. Nú reyni ég að vinna bæði í sjálfri mér og hjónabandinu," sagði hún í sjónvarpsþættinum.

Hér er myndband Pink við lagið So What þar sem hún tekst á við skilnaðinn við Hart á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.