Lífið

Blur lofar nýrri plötu

Damon Albarn og félagar í Blur hafa lofað nýrri plötu.
Nordicphotos/Getty
Damon Albarn og félagar í Blur hafa lofað nýrri plötu. Nordicphotos/Getty

Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar ætlar breska hljómsveitin Blur að taka upp nýja plötu. Stutt er síðan sveitin gaf út lagið Fool"s Day á sjö tommu til að fagna plötubúðadeginum í Bretlandi.

„Ég ætla pottþétt að taka upp fleiri sjö tommur og einhvern tímann í framtíðinni kemur út plata," sagði söngvarinn Damon Albarn.

„Það er enginn þrýstingur sem fylgir þessu og ég er ánægður með það. Bara að fara í hljóðverið og taka upp á einum degi höfum við ekki gert síðan við tókum upp B-hliðarnar í gamla daga." Sjö ár eru liðin síðan síðasta plata Blur, Think Tank, kom út.

Hér má heyra nýja lagið, Fool's Day.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.