Lífið

Lítill karl með brjóst

Cynthia Nixon líkir ástkonu sinni við karlmann með brjóst. Hún var gift manni þegar þær kynntust.
Cynthia Nixon líkir ástkonu sinni við karlmann með brjóst. Hún var gift manni þegar þær kynntust.

Leikkonan Cynthia Nixon, sem fer með hlutverk Miröndu í þáttunum Sex And The City, líkir ástkonu sinni, Christine Marinoni, við lágvaxinn karlmann með brjóst.

„Það sem ég elska við hana er hvað hún er karlmannleg. Hún er í raun lágvaxinn karlmaður með brjóst. Christine verður ekki hrifin af þessum ummælum mínum, en dóttir mín sagði eitt sinn við mig: „Ef maður pælir í því þá mundi maður halda að hún væri karlmannleg og þú kvenleg, en um leið og maður kynnist ykkur veit maður að því er öfugt farið."

Nixon segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að koma út úr skápnum á sínum tíma, en hún var gift manni þegar hún kynntist Marinoni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.