Lífið

Sudden með sjö tommuna The Whaler

Sudden Weather Change heldur tónleika á Venue 21. maí til að safna fyrir Evróputúr.
Sudden Weather Change heldur tónleika á Venue 21. maí til að safna fyrir Evróputúr.

Hljómsveitin Sudden Weather Change hefur sent frá sér lagið The Whaler sem er tekið af samnefndri sjö tommu smáskífu sem er væntanleg í verslanir. Auk The Whaler verður lagið The Thin Liner á skífunni.

Strákarnir huga að frekari útgáfum síðar á árinu, þar á meðal plötu þar sem þeir deila fjórum lögum með hljómsveitinni Reykjavík! Sudden Weather Change fer einnig í hljóðver með Ben Frost í sumar og tekur upp nokkur lög.

Strákarnir eru á leiðinni í stutta Evrópuferð í lok maí. Til að afla fjár fyrir ferðalagið halda þeir tónleika á Venue 21. maí. Quadruplos, Tamarin/(Gunslinger) og Reykjavík! koma einnig fram.

Hægt er að hlusta á The Whaler hér á Rjóminn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.