Lífið

Reese vill giftast Jim

Reese Witherspoon er tilbúin til að giftast kærasta sínum.
Nordicphotos/getty
Reese Witherspoon er tilbúin til að giftast kærasta sínum. Nordicphotos/getty

Leikkonan Reese Witherspoon hefur átt í sambandi við umboðsmanninn Jim Toth undanfarna mánuði og að sögn heimildarmanna er hún tilbúin til að ganga í hið heilaga með honum.

„Þau hafa ekki rætt þessi mál, en Reese hefur laumast til að skoða trúlofunarhringa. Hún mun þó ekki biðja hans sjálf, hún er mjög hefðbundin hvað það varðar, en hún hefur gefið ýmislegt í skyn og hann er mjög ástfanginn af henni," sagði heimildarmaðurinn.

Reese var áður gift leikaranum Ryan Phillippe og eiga þau saman tvö börn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.