Lífið

Pistlahöfundur Newsweek segir homma ekki geta leikið gagnkynhneigða

Sean Hayes í hlutverki sínu í leikritinu umrædda.
Sean Hayes í hlutverki sínu í leikritinu umrædda.

Pistlahöfundur Newsweek, Ramin Setoodeh, fékk yfir sig hrinu athugasemda og kvartana eftir nýjasta pistil sinn í tímaritinu.

Þar lýsir hann upplifun sinni af sýningunni Promises, Promises á Broadway þar sem leikarinn Sean Hayes fer með eitt aðalhlutverkanna. Setoodeh segir Hayes, sem er samkynhneigður, óöruggan og spjátrungslega hýran í hlutverki sínu.

Leikarinn Sean Hayes er frægur fyrir hlutverk sitt í grínþáttunum Will & Grace. Hann lék nýlega í hinum vinsælu þáttum Glee og er einnig gagnrýndur í pistlinum fyrir frammistöðu sína þar en Setoodeh veltir því einnig fyrir sér hvort að samkynhneigðir menn geti einfaldlega ekki leikið gagnkynhneigða.

Höfundur Glee, Ryan Murphy, tók upp hanskann fyrir Hayes og gaf út yfirlýsingu þar sem hann hvetur til þess að Newsweek verði sniðgengið út um allan heim þar til tímaritið birti afsökunarbeiðni. Kristin Chenoweth, sem leikur á móti Hayes á Broadway, sakar pistlahöfundinn um „hræðilega hommafælni".

Pistlahöfundurinn segir þetta allt á misskilningi byggt. Hann vilji einfaldlega ræða og rannsaka mál sem fólk veigri sér við að skoða og undirstrikar það að hann er sjálfur samkynhneigður. Ritstjórar Newsweek standa með sínum manni og segja það óheppilegt að fólk misskilji pistilinn.

Hér má lesa pistil Setoodeh.

Hér er viðtal við Setoodeh þar sem hann ver sitt mál.

 

 

 

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.