Kvikmynd Richards Scobie fer á ráðstefnu í Hollywood 14. maí 2010 10:00 Richard Scobie skrifar handrit að nýrri spennumynd sem á eftir að vekja mikla athygli. Fréttablaðið/Valli Kvikmyndin Sextíu og sex gráður norður hefur verið valin á sérstaka framleiðendaráðstefnu í Hollywood sem haldin er á vegum PGA, samtökum framleiðenda í Bandaríkjunum. Höfundar handritsins eru þeir Kristinn Þórðarson og Richard Scobie en leikstjóri myndarinnar er Egill Örn Egilsson, betur þekktur sem Eagle Egilsson. „Við erum allir gamlir vinir, ég og Egill Örn höfum nánast verið saman í bekk síðan við vorum átta ára," segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið. Scobie er hins vegar eflaust þekktastur fyrir söng sinn í Loðinni rottu og Rickshaw en hann hefur að undanförnu verið að hasla sér völl í kvikmyndagerð, leikstýrði meðal annars myndbandi fyrir Geir Ólafs og er að fara slíkt hið sama fyrir Virgin Tongues. Þá hefur Scobie einnig verið að leikstýra auglýsingum. Svo skemmtilega vill reyndar til að Scobie og Eagle unnu saman fyrir allnokkrum áratugum við gerð myndbands fyrir Rickshaw. En það er önnur saga. „Við Kristinn byrjuðum að skrifa þetta handrit fyrir nokkrum árum og komumst síðan í kynni við írskan framleiðanda að nafni Edwina Forkin og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru," segir Richard í samtali við Fréttablaðið. Edwina þessi er að sögn Richard feikilega virt í hinum óháða írska kvikmyndageira og vel tengd á réttu staðina. Í kjölfarið var ákveðið að sækja um þátttöku á áðurnefndri ráðstefnu PGA þar sem fólk getur komist í tæri við stórlaxa úr bandarískri kvikmyndaframleiðslu og hugsanlega náð í fjármagn fyrir verkefni sín. „Þeim berast mörg hundruð umsóknir. En þar sem Ísland hefur verið svo mikið til umfjöllunar undanfarin ár þá held ég að það hafi hjálpað okkur. Menn hafa áhuga á öllu því sem kemur frá Íslandi," segir Richard en ráðstefnan stendur frá 4.-6. júní. Richard segist ekki vita nákvæmlega hvenær þeir fari af stað og veit sem er að þetta er harður bransi. „Við erum náttúrlega bara að henda okkur út í gin ljónsins. En þetta er rosalega gott og stórt tækifæri fyrir okkur," útskýrir Richard. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Kvikmyndin Sextíu og sex gráður norður hefur verið valin á sérstaka framleiðendaráðstefnu í Hollywood sem haldin er á vegum PGA, samtökum framleiðenda í Bandaríkjunum. Höfundar handritsins eru þeir Kristinn Þórðarson og Richard Scobie en leikstjóri myndarinnar er Egill Örn Egilsson, betur þekktur sem Eagle Egilsson. „Við erum allir gamlir vinir, ég og Egill Örn höfum nánast verið saman í bekk síðan við vorum átta ára," segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið. Scobie er hins vegar eflaust þekktastur fyrir söng sinn í Loðinni rottu og Rickshaw en hann hefur að undanförnu verið að hasla sér völl í kvikmyndagerð, leikstýrði meðal annars myndbandi fyrir Geir Ólafs og er að fara slíkt hið sama fyrir Virgin Tongues. Þá hefur Scobie einnig verið að leikstýra auglýsingum. Svo skemmtilega vill reyndar til að Scobie og Eagle unnu saman fyrir allnokkrum áratugum við gerð myndbands fyrir Rickshaw. En það er önnur saga. „Við Kristinn byrjuðum að skrifa þetta handrit fyrir nokkrum árum og komumst síðan í kynni við írskan framleiðanda að nafni Edwina Forkin og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru," segir Richard í samtali við Fréttablaðið. Edwina þessi er að sögn Richard feikilega virt í hinum óháða írska kvikmyndageira og vel tengd á réttu staðina. Í kjölfarið var ákveðið að sækja um þátttöku á áðurnefndri ráðstefnu PGA þar sem fólk getur komist í tæri við stórlaxa úr bandarískri kvikmyndaframleiðslu og hugsanlega náð í fjármagn fyrir verkefni sín. „Þeim berast mörg hundruð umsóknir. En þar sem Ísland hefur verið svo mikið til umfjöllunar undanfarin ár þá held ég að það hafi hjálpað okkur. Menn hafa áhuga á öllu því sem kemur frá Íslandi," segir Richard en ráðstefnan stendur frá 4.-6. júní. Richard segist ekki vita nákvæmlega hvenær þeir fari af stað og veit sem er að þetta er harður bransi. „Við erum náttúrlega bara að henda okkur út í gin ljónsins. En þetta er rosalega gott og stórt tækifæri fyrir okkur," útskýrir Richard. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira