Lífið

Bo vs. KK í fyrsta Popppunktinum

Björgvin Halldórsson mætir með félögum sínum úr HLH-flokknum 5. júní.
Björgvin Halldórsson mætir með félögum sínum úr HLH-flokknum 5. júní.
Nú er ljóst að HLH-flokkurinn mætir KK bandi í fyrsta Popppunktsþættinum sem fer í loftið laugardaginn 5. júní. Upptökur eru þegar hafnar og það má búast við látum í fyrsta þætti þegar reynsluboltarnir mætast. Björgvin Halldórsson reynist KK og félögum væntanlega erfiður keppinautur þar sem hann hefur verið lengi í bransanum og ávallt tengst yngra fólki bransans í gegnum börnin sín, Svölu og Krumma.

Og meira um keppendur Popppunkts. Eldgosið í Eyjafjallajökli heldur áfram að trufla ferðalög fólks. Söngkonan Lay Low sat föst í New York síðast þegar Fréttablaðið frétti af henni, en Stóra eplið er reyndar ekki versta borg í heimi fyrir strandaglópa. Lay Low er sem kunnugt er í hljómsveitinni Benny Crespo's Gang, en hinir meðlimirnir bíða óþreyjufullir eftir henni þar sem þeir hafa verið boðaðir í upptökur á Popppunkti í dag og eiga að mæta sterku liði hljómsveitarinnar Lights on the Highway.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.