Lífið

Grímur Atla tekur upp veskið

Átta til tólf íslenskar hljómsveitir fá borgað fyrir þátttöku sína í Iceland Airwaves-hátíðinni.
Átta til tólf íslenskar hljómsveitir fá borgað fyrir þátttöku sína í Iceland Airwaves-hátíðinni.
Forsvarsmenn Iceland Airwaves ætla að borga átta til tólf íslenskum hljómsveitum fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Þetta er breyting frá því sem verið hefur því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur það einungis verið gert í undantekningartilfellum.

„Það verður samið við ákveðnar hljómsveitir en við erum ekki að tala um gígantískar upphæðir," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Airwaves. Þær sveitir sem eru á meðal þeirra stærstu hér á landi fá borgað, þ.e. þær sem hafa selt hvað flestar plötur og eru duglegar við að fara í tónleikaferðir erlendis. „Við erum að byggja upp „hæp" í kringum hátíðina og það er því eðlilegt að þessi stærstu bönd fái ákveðna þóknun," segir Grímur. Hann á ekki von á að allar innlendar sveitir fái borgað í framtíðinni, enda er þar um gríðarlega stóran hóp að ræða sem telur á ári hverju nokkur hundruð manns.

Erlendum hljómsveitum verður áfram borgað eins og verið hefur en þó mismikið. Sumar fá eingöngu flugið til Íslands borgað, aðrar fá pening og flug á meðan enn aðrar borga allt saman sjálfar.

Fleiri nýjungar eru í burðarliðnum hjá Iceland Airwaves því reyna á að tengja hátíðina betur við erlendar tónlistarhátíðir. Þannig yrðu nokkrar hljómsveitir sem tækju þátt í Airwaves valdar til þátttöku á öðrum hátíðum á borð við hina norsku By:Larm. Fengi hver um sig um 1.000 evrur í farareyri. „Við erum að markaðssetja íslenska tónlist erlendis og ef band stendur sig vel á Airwaves gæti það verið valið. Við borgum þá bandinu og aukum í leiðinni tækifæri þess erlendis," segir Grímur. - fb


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.