

Ævintýramynd leikstjórans Spike Jonze, Where the Wild Things Are, verður frumsýnd á morgun. Jonze vakti fyrst athygli fyrir tónlistarmyndbönd áður en hann sneri sér að hvíta tjaldinu.
Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri tónlistarskólans Tónsala, hefur gefið út kennslubók í rafbassaleik, þá fyrstu sinnar tegundar á íslensku. Í bókinni, Rafbassinn – kennslubók fyrir byrjendur í rafbassaleik er blandað saman æfingum og þekktum lögum, íslenskum og erlendum. Á aðgengilegan hátt er nótnalestur kenndur þannig að byrjendur eiga að geta spilað einföld lög eftir lestur bókarinnar. Einnig er að finna tækniæfingar sem nauðsynlegar eru fyrir bassaleikara. Geisladiskur með undirleik af æfingum og lögum fylgir. Í bókinni er einnig að finna yfirlit yfir nokkra íslenska rafbassaleikara sem markað hafa spor í íslenskri dægurtónlistarsögu undanfarna áratugi. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum og hljóðfæraverslunum landsins.
Benni Hemm Hemm hefur undanfarið búið og starfað í Edinborg. Og nú er von á 5-laga stuttskífu í byrjun apríl Platan nefnist Retaliate og verður gefin út á 10” vinýl og CD í takmörkuðu upplagi á Íslandi, Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Platan var tekin upp á heimili Benedikts í Edinborg, en hann sá sjálfur að mestu um upptökur og hljóðfæraleik.
Hrukkustraujárnið Galvanic Spa, er að gera allt vitlaust í Hollywood um þessar mundir. Stórstjörnur á við Nicole Kidman, Simon Cowell og Angelina Jolie nota hrukkubanann til að halda andlitinu sléttu og unglegu. Um er að ræða lítið tæki með bylgum sem laga sig að húðinni og árangurinn er lygilegur eins og sjá má á fyrir og eftir myndum í myndasafni. Þulir á Fox sjónvarpsstöðinni nota hrukkubanann. Sjá hér. Simon Cowell viðurkennir að hann er háður hrukkubananum. Sjá hér. Magnaður árangur á líkama. Sjá hér.
Demó, tónsmíðakeppni okkar Verzlinga, var haldin með glæsibrag fimmtudaginn 21. janúar síðastliðinn. Í ár stigu tólf atriði á stokk og það heyrðist greinilega að mikið er af hæfileikaríkum lagasmiðum í Verzló. Það voru drengirnir í Molotov Cocktail Party sem báru sigur úr býtum með lagið Sky High. Hljómsveitina skipa þeir Arnar Kári Axelsson, Sævar Már Óskarsson, Sindri Snær Harðarson og Dagur Sigurðsson.
„Þessi skemmtilegi siður sem fylgir þorra er árlegur viðburður hjá Íslendingafélögum hér í Danmörku," segir Hrafnhildur og heldur áfram:
Í kvöld og annað kvöld sýnir Stoppleikhópurinn verðlaunaleikritið Bólu-Hjálmar í Þjóðleikhúsinu. Aðeins er um þessar tvær sýningar að ræða. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem Barna- og unglingaleiksýning ársins 2009.
Tónleikar til styrktar hjálparstarfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, á Haítí verða haldnir á Sódómu Reykjavík á fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Þar koma fram Mugison, Bloodgroup, Kimono, Morðingjarnir, Ourlives, 13 og Retro Stefson dj"s. Miðaverð er 1.000 krónur og rennur allur ágóðinn til Unicef. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum á síðunni Unicef.is og á tónleikunum sjálfum.
Rokksveitin Endless Dark bar sigur úr býtum í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands sem var haldin um síðustu helgi. Hljómsveitin verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni sem verður haldin í London 27. apríl.
„Þetta er náttúrlega mjög skemmtilegt,“ segir Egill Örn Egilsson, kvikmyndatökumaður og leikstjóri, sem búsettur hefur verið í Hollywood undanfarin ár. Hann er tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatöku í sjónvarpsþáttunum Dark Blue hjá American Society of Cinematographers eða samtökum bandarískra kvikmyndatökumanna. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Egill er tilnefndur til þessara verðlauna en í hin tvö skiptin var Egill tilnefndur fyrir tökurnar í spennuþáttunum CSI:Miami.
Leikritið Góðir Íslendingar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu. Fjöldi þekktra einstaklinga mætti á frumsýninguna, þar sem kreppan er helsta umfjöllunarefnið.
„Þetta er rosalega spennandi og ég bjóst ekki við að vinna. Ég var mjög hissa þegar það var hringt í mig,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir.
Annað kvöld verða haldnir Mozart-tónleikar á Kjarvalsstöðum í tilefni af fæðingardegi tónskáldsins. Hann fæddist 27. janúar árið 1756 og lést 5. desember 1791, 35 ára að aldri.
Leikarinn Michael C. Hall, sem fer með hlutverk Dexters í samnefndum sjónvarpsþáttum, hlaut nýverið bæði Golden Globe- og SAG-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Stuttu fyrir Golden Globe-verðlaunaafhendinguna tilkynnti leikarinn opinberlega að hann hefði greinst með eitilfrumukrabbamein, en að batahorfur væru góðar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá rammíslenskar Playboykanínur sem skemmtu sér á Club 101 um helgina. Þá má líka sjá að gríðarleg stemning var einnig á Hressó, Jacobsen og Kaffi Zimsen. Myndirnar tók Sveinbi ljósmyndari. Superman.is
Eddu-verðlaunahátíðinni sem átti að halda í lok janúar hefur verið frestað fram í febrúar. Ástæðan er ákvörðun Sjónvarpsins um að hætta við að sýna beint frá henni vegna niðurskurðar.
„Það er ástarþríhyrningur í gangi. Minn karakter og aðalgaurinn Edgar eru gift, en búa ekki saman lengur og hún á í ástarsambandi við lækninn hans,“ segir leikkonan María Dalberg.
Ein hressilegasta og hollasta sýning sem sést hefur lengi.
Kvikmyndin The Hurt Locker var kjörin besta myndin á verðlaunahátíð Samtaka framleiðenda í Bandaríkjunum. Sex af síðustu níu kvikmyndunum sem sigruðu á hátíðinni hafa í framhaldinu fengið Óskarsverðlaunin sem besta myndin.
Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður hefur verið á ferð og flugi undanfarnar vikur en hann hefur verið að taka upp auglýsingar á Miami og í New York. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann hins vegar kominn til Mílanó og var að fara að taka upp auglýsingu með mörgum af skærustu íþróttastjörnum landsins.
Bandaríski tölvuþrjóturinn George Hotz, sem var frægur sem unglingur þegar hann hakkaði iPhone símann frá Apple, segist hafa leikið sama leikinn á PlayStation 3 leikjatölvuna vinsælu.
Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger, er sextugur í dag. Vísir hafði samband og óskaði honum til hamingju með daginn og forvitnaðist um leið út í veisluhöld.
Eins og meðfylgjandi myndir sýna var troðfullt út úr dyrum í kosningagleði Rósu Guðbjartsdóttur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á föstudaginn síðasta. Sigríður Klingenberg, sem er mikil stuðningskona Rósu, blés viðstöddum hinn eina sanna baráttuanda í brjóst og gaf gestum náttúrusteina - sigursteina Rósu. „Ég var að hjálpa henni Rósu," svarar Sigríður aðspurð hvað hún töfraði fram umrætt kvöld og segir:
Söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík var haldin í gær á vegum Skólafélagsins í Loftkastalanum. Mikið var í keppnina lagt enda mikil skipulagsvinna sem liggur að baki svona keppni. Umsjón með keppninni höfðu fjórar stelpur í skemmtinefnd og stóðu þær sig með miklum sóma. Þær eru: Anna Jia, Helga Þórunn Óttarsdóttir, Steinunn Kristín Jóhannsdóttir og Telma Geirsdóttir.
Frosti Jón Runólfsson, nemi við Kvikmyndaskóla Íslands, gerði stuttmynd um æskuvin sinn sem hefur að mestu búið á götunni undanfarin ár. Myndin verður væntanlega frumsýnd á Skjaldborg á þessu ári.
„Þetta er bara ákvörðun sem við höfum dregið mjög lengi en gátum ekki beðið með. Konan mín er með Parkinson-sjúkdóminn og svo erum við víst bæði að verða eldri," segir Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður og rithöfundur, en hann hefur sett hið sögufræga hús sitt við Fischersund 3 á sölu. Húsið er á þremur hæðum og er rúmir 250 fermetrar. Samkvæmt fasteignalýsingu var það byggt 1874 og stækkað árið eftir. Árið 2004 voru síðan gerðar miklar endurbætur á húsinu og heppnuðust þær það vel að Reykjavíkurborg veitti því sérstaka viðurkenningu fyrir vel heppnaða endurbyggingu á gömlu húsi með menningarsögulegt gildi.
Í kvöld er komið að síðustu fimm lögunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Tvö þeirra komast í lokakeppnina 6. febrúar. Þrír karlar og tvær söngkonur verða á sviðinu, tvö lög eru á íslensku og þrjú á ensku.
„Það var alltaf verið að angra mig. Eftir hrunið þá var hringt í mig nánast tíu sinnum á dag. Fólk var að leita að Agli Helgasyni, alveg kolgeggjað,“ segir Egill Kári Helgason, nafni sjónvarpsmannsins þekkta og sonar hans Kára. Vegna áreitisins þurfti Egill Kári að setja starfsheitið módel aftan við nafnið sitt í símaskránni til að fæla æstan almúgann frá. „Ég hringdi í símaskrána og bað um að titla mig eitthvað sem tengdist Agli Helgasyni ekki neitt. Mér datt þetta nú í hug sjálfur en þær aðstoðuðu mig með þetta.“
Leikararnir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Rúnar Freyr Gíslason hafa síðan um jólin setið sveittir við að þýða íslensku útgáfuna af Hellisbúanum yfir á ensku. Rétthafi verksins, Theater Mogul, óskaði eftir því að fá enska útgáfu af íslensku leikgerðinni en hún verður hugsanlega notuð þegar verkið verður sett upp í New York og París.
Jennifer Aniston og Gerard Butler mættu ein síns liðs á Golden Globe-hátíðina um helgina en að sögn sjónarvotta héldu þau hvort öðru félagsskap meðan á hátíðinni stóð. Þau Butler léku saman í kvikmyndinni The Bounty Hunter sem frumsýnd var í Bandaríkjunum stuttu fyrir jól.
„Við erum týndi hlekkurinn á milli hnakkanna og venjulegs fólks. Atli er náttúrlega hnakki frá helvíti. Þetta er Ebony and Ivory-pæling,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson.
Fyrirsæta Ragnars Kjartanssonar á Feneyjatvíæringnum - „Sundskýlumaðurinn frá Feneyjum" - var listamaðurinn Páll Haukur Björnsson. Í dag kl. 14 er opnun sýningar hans, Grár er ekki ástand en takk fyrir afnotin af sófanum, í Listasal Mosfellsbæjar.
Alþjóðleg sjónvarpssöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí, sem var haldin í nótt í London, Los Angeles og New York, verður sýnd á Stöð 2 Extra í kvöld.
Tiger Woods skráði sig meðferð á meðferðarstofnunina Pine Grove Behavioral Health and Addiction Services í Hattiesburg fyrir viku. Lítið hefur sést til kylfingsins frá því að upp komst um framhjáhöld hans í lok síðasta árs. Rithöfundurinn Beniot Denizet-Lewis hélt því fram í sjónvarpsþætti að kylfingurinn væri að leita sér aðstoðar vegna kynlífsfíknar, en það hefur ekki fengist staðfest. Starfsmenn Pine Grove eru bundnir þagnareið og því hefur fjölmiðlum reynst erfitt að fá nokkrar upplýsingar um heilsu Woods.
Söngkonan Britney Spears tók nýlega upp á því að tala með breskum hreim. Þeir sem þekkja til segja söngkonuna vera mikinn aðdáanda teiknimyndaþáttanna um Family Guy og að Britney sé að herma eftir hreimi hins barnunga Stewie úr þáttunum.
Hljómsveitin Mammút heldur tónleika á Grand rokki í kvöld klukkan 21. 1.000 krónur kostar inn á tónleikana og samkvæmt tilkynningu hefur hljómsveitin fengið til liðs við sig framtíð Íslands í tónlist. Ásamt Mammút koma fram hljómsveitirnar Agent Fresco, Sykur, sem gaf út plötuna Frábært eða frábært í fyrra, Rökkurró, sem gefur út plötu á næstunni, Muck, sem er ein bjartasta vonin í íslensku þungarokki og delta-blúsarinn Johnny Stronghands. Mammút er að hefja vinnu að nýrri plötu á næstunni, en útgáfudagur er óljós. - afb
Breska söngkonan Lily Allen vill eignast barn með kærastanum sínum Sam sem hún hefur verið með í rúmlega hálft ár. „Mig langar að eignast barn en ég er ekki að segja að ég sé ófrísk," sagði hún. Söngkonan, sem er 24 ára, hefur áður sagt að hún vilji stofna fjölskyldu og búa uppi í sveit.
Margt er á döfinni hjá Málfundafélagi FG þessa daganna.
Stöð 2 Extra sýnir á laugardagskvöld frá alþjóðlegri sjónvarpssöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí sem fram fer í London, Los Angeles og New York aðfararnótt laugardags. Madonna, Beyoncé, Bill Clinton, Brad Pitt, Julia Roberts, Leonardo DiCaprio ásamt fleiri en hundrað stærstu kvikmynda-, sjónvarps- og tónlistarstjörnum heims munu leggja söfnuninni lið.
„Það er í nógu að snúast í þessari prófkjörsbaráttu. Að mínu mati er prófkjörsbaráttan talsvert styttri og lágstemmdari en oft áður, og snýst meira um að ná samtölum við kjósendur," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem er á lokakafla í prófkjörsbaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þorbjörg segir að þetta líki sér vel, enda séu samskipti við fólk skemmtilegasti hluti baráttunnar.
„Hugmyndin að þessum viðburði varð til þar sem við erum öll aðdáendur Sigga Hlö sem er með frábæra útvarpsþætti á Bylgjunni og við ákváðum að hafa samband við hann og hafa diskóþema þolfimi-og danstíma fyrir alla," segir Unnur Pálmarsdóttir í Sporthúsinu en á morgun, laugardag fer af stað söfnun til styrktar Neistanum, sem eru samtök fyrir hjartveik börn.
Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson segist vera sterkari einstaklingur eftir hina „opinberu niðurlægingu“ sem hann gekk í gegnum þegar hann var handtekinn fyrir að aka undir áhrifum áfengis árið 2006. Gibson vakti mikla reiði almennings þegar kom í ljós að hann hafði talað niður til gyðinga þegar hann var handtekinn. „Ef þú spyrð fólk að því hvað það óttast mest þá er það opinber niðurlæging,“ sagði Gibson í viðtali við breska blaðið Mirror.
Uppfærsla Íslensku óperunnar á Ástardrykknum eftir Donizetti hlaut afbragðsgóðan dóm í heilsíðuumfjöllun í nýjasta hefti eins virtasta óperutímarits heims, Opera Now. Gagnrýnandinn Ingrid Gäfvert hrósar sérstaklega íslensku söngvurunum:
„Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu.
Góðir Íslendingar eftir þá Jón Pál Eyjólfsson, Hall Ingólfsson og Jón Atla Jónasson verður frumsýnt í kvöld. Verkið tekur upp þráðinn þar sem Þú ert hér hætti.