Lífið

Fólkið er það skemmtilegasta við baráttuna - myndir

Þorbjörg Helga er á síðustu metrum kosningabaráttunnar.
Þorbjörg Helga er á síðustu metrum kosningabaráttunnar.
„Það er í nógu að snúast í þessari prófkjörsbaráttu. Að mínu mati er prófkjörsbaráttan talsvert styttri og lágstemmdari en oft áður, og snýst meira um að ná samtölum við kjósendur," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem er á lokakafla í prófkjörsbaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þorbjörg segir að þetta líki sér vel, enda séu samskipti við fólk skemmtilegasti hluti baráttunnar.

Þorbjörg segir að dagurinn hefjist þó í rólegheitum heima fyrir. „Enda þarf litlan mín sitt áður en langur dagur hefst," segir Þorbjörg, sem eignaðist sitt þriðja barn í október síðastliðnum. Hún mæti svo fljótlega á kosningaskrifstofuna sína í Geirsgötu og fólk týnist svo inn til að aðstoða þegar taki að líða á daginn. „Ég er svo heppin að hafa góða veitinga-og kaffistaði í nálægð við skrifstofuna og fæ mér oft kaffi á Café Haiti og góður borgari á Búllunni svíkur engan!"

„Tími minn yfir daginn fer að mestu í að hringja í fólk og skipuleggja baráttuna með stuðningsfólki mínu. Svona lagað er ekki hægt án öflugs stuðningsfólks sem kann vel til verka og hlær dátt þess á milli, sem er mjög spennulosandi! Allt hefur gengið vel hingað til og við vonum sannarlega að svo verði áfram," segir Þorbjörg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.