Lífið

Frábærir dómar

úr ástardrykknum Garðar og Dísella: Ungleg og sjálfsörugg.
úr ástardrykknum Garðar og Dísella: Ungleg og sjálfsörugg.

Uppfærsla Íslensku óperunnar á Ástardrykknum eftir Donizetti hlaut afbragðsgóðan dóm í heilsíðuumfjöllun í nýjasta hefti eins virtasta óperutímarits heims, Opera Now. Gagnrýnandinn Ingrid Gäfvert hrósar sérstaklega íslensku söngvurunum:

„Garðar Thór Cortes var fullkominn Nemorino, unglegur og hjartanlega einlægur á sviðinu, með ítalskan blæ sem var sérstaklega fallegur í mjúkum, lágværum köflum og sýndi sig vel í hinu gælandi Una furtiva lagrima. Sem Adina passaði Dísella Lárusdóttir fullkomlega við hann í lýrískum yndisleika, peppuðum upp af öruggum og glitrandi háum tónum. Hin svala og sjálfsörugga ljóska í smart svörtum og fjólubláum fötum var ekki síður tjáningarrík en Cortes og jafnvægið sem þau náðu í leikgleði og hjartasárum var eftirtektarvert.“

Lokasýningin á Ástardrykknum er í kvöld kl. 20. Er þetta fimmta aukasýningin sem bætt var við upphaflegan sýningarfjöldann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.