Lífið

Geiri sextugur

Til hamingju með daginn!
Til hamingju með daginn!
Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger, er sextugur í dag. Vísir hafði samband og óskaði honum til hamingju með daginn og forvitnaðist um leið út í veisluhöld.

„Takk. Mér líður bara ágætlega," svarar afmælisbarnið hlæjandi spurt hvernig tilfinning það er að vera sextugur.

Ásgeir með sonum og dóttursonum á góðri stundu.

„Ég sá einhversstaðar að Sean Connery sagðist ekki eldast heldur bara þroskast."

„Aldurinn er svo afstæður. Hann er bara eins og maður vill hafa hann," segir Ásgeir.

Á að halda partí? „Já næsta föstudag. 29. janúar klukkan 20 til 23," segir Ásgeir og heldur áfram:
Afmælisveislan verður haldin á 80's næsta föstudag. Erpur og Geiri Ólafs hafa boðað komu sína.
„Veislan verður haldin á veitingastaðnum 80´s á Grensásvegi, þar sem Steak and play var. Ég býð upp á léttar veitingar fyrir vini og ættingja til sjós og lands."

„Það verða einhver skemmtiatriði. Erpur og Geiri Ólafs hafa boðað komu sína. Þeir ætla að kíkja við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.