Lífið

Dexter á batavegi

Michael C. Hall
Michael C. Hall

Leikarinn Michael C. Hall, sem fer með hlutverk Dexters í samnefndum sjónvarpsþáttum, hlaut nýverið bæði Golden Globe- og SAG-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Stuttu fyrir Golden Globe-verðlauna­afhendinguna tilkynnti leikarinn opinberlega að hann hefði greinst með eitilfrumukrabbamein, en að batahorfur væru góðar.

„Meðferðinni er næstum lokið og batahorfur eru góðar. Það gaf mér aukinn kraft að finna fyrir þessari skyndilegu jákvæðu orku í minn garð. Það er eitthvað til að halda upp á,“ sagði Hall eftir að hafa tekið á mótið seinni verðlaununum liðna helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×