Lífið

Sýnt fráHaítí-söfnun

george clooney Leikarinn George Clooney fór fyrir söfnuninni til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí.
george clooney Leikarinn George Clooney fór fyrir söfnuninni til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí.

Alþjóðleg sjónvarpssöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí, sem var haldin í nótt í London, Los Angeles og New York, verður sýnd á Stöð 2 Extra í kvöld.

Margar af stærstu stjörnum heims lögðu söfnuninni lið, þar á meðal Madonna, Beyoncé, Bill Clinton, Brad Pitt, Julia Roberts og Leonardo DiCaprio. Leikarinn George Clooney fór fyrir söfnuninni ásamt söngvaranum Wyclef Jean, sem er einmitt frá Haítí, og fréttamanni CNN, Anderson Cooper, sem er staddur á hamfarasvæðinu. Allt söfnunarfé rennur til fimm alþjóðlegra hjálparstofnana:

Oxfam America, Partners in Health, Alþjóða Rauða krossins, UNICEF, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna ásamt samtökunum Yele Haiti Foundation og Clinton Bush Haiti Foundation sem voru nýlega stofnuð. Íslendingar geta lagt söfununinni lið á www.newhopeforhaiti.org eða í gegnum Rauða krossinn í síma 904-1500.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.