Lífið

Fyrsta rafbassabókin

Gefur út kennslubók Ólafur með bassann.
Gefur út kennslubók Ólafur með bassann.
Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri tónlistarskólans Tónsala, hefur gefið út kennslubók í rafbassaleik, þá fyrstu sinnar tegundar á íslensku. Í bókinni, Rafbassinn – kennslubók fyrir byrjendur í rafbassaleik er blandað saman æfingum og þekktum lögum, íslenskum og erlendum. Á aðgengilegan hátt er nótnalestur kenndur þannig að byrjendur eiga að geta spilað einföld lög eftir lestur bókarinnar. Einnig er að finna tækniæfingar sem nauðsynlegar eru fyrir bassaleikara. Geisladiskur með undirleik af æfingum og lögum fylgir. Í bókinni er einnig að finna yfirlit yfir nokkra íslenska rafbassaleikara sem markað hafa spor í íslenskri dægurtónlistarsögu undanfarna áratugi. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum og hljóðfæraverslunum landsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.