Lífið

Leikstýrði auglýsingu fyrir bandaríska sjóherinn

Siglir meðal þeirra bestu
Egill Örn hefur komið sér vel fyrir í Hollywood og hefur bæði leikstýrt og stjórnað tökum á sjónvarpsþáttum fyrir stórmyndaframleiðandann Jerry Bruckheimer. 
Nordic Photos/Getty Images
Siglir meðal þeirra bestu Egill Örn hefur komið sér vel fyrir í Hollywood og hefur bæði leikstýrt og stjórnað tökum á sjónvarpsþáttum fyrir stórmyndaframleiðandann Jerry Bruckheimer. Nordic Photos/Getty Images

„Þetta er náttúrlega mjög skemmtilegt,“ segir Egill Örn Egilsson, kvikmyndatökumaður og leikstjóri, sem búsettur hefur verið í Hollywood undanfarin ár. Hann er tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatöku í sjónvarpsþáttunum Dark Blue hjá American Society of Cinematographers eða samtökum bandarískra kvikmyndatökumanna. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Egill er tilnefndur til þessara verðlauna en í hin tvö skiptin var Egill tilnefndur fyrir tökurnar í spennuþáttunum CSI:Miami.

Egill segir þetta vera mikinn heiður fyrir sig því það séu jú fagmenn sem standi að þessum verðlaunum. Sigur skipti ekki öllu máli. „Þetta er elítan sem velur. Verðlaunin eru haldin í tuttugusta skiptið en þessi klúbbur hefur verið til síðan 1920, þarna er það fagmennskan og eingöngu fagmennska sem ræður ríkjum og því er þetta alveg gríðarlega mikill heiður fyrir mig,“ segir Egill en hann mun keppa við kvikmyndatökumenn úr sjónvarpsþáttunum FlashForward eða Framtíðarleiftur, CSI, Smallwille og Ugly Betty. Verðlaunin verða afhent í lok febrúar og Egill segist ekkert frekar gera sér vonir um sigur. Tilnefningin sé það sem skipti öllu máli.

Þegar Fréttablaðið náði tali af Agli var hann í óða önn að undirbúa sig fyrir tökur á nýjum sjónvarpsþætti sem heitir Miami Medical og kemur úr smiðju stórframleiðandans Jerry Bruckheimer. Egill mun einnig leikstýra nokkrum þáttum í þeirri seríu en þeir verða eitt af aðaltrompum CBS-sjónvarpsstöðvarinnar næsta haust. Dark Blue, sem skartar meðal annars Dylan McDermott í aðalhlutverki, fékk framhaldslíf hjá TNT-sjónvarpsstöðinni og því verður önnur þáttaröð að veruleika. Sem er ekkert skothelt í bandarísku sjónvarpi.

En Egill fékk einnig óvænt tækifæri nýverið þegar hann leikstýrði risavaxinni auglýsingu fyrir bandaríska sjóherinn. „Hún var tekinn í Colarado, ég var tvo daga á flugmóðuskipi, einn dag á herflugvelli og víðar. Fékk að stjórna stríðstólunum fram og tilbaka. Þetta var svona „Við viljum þig í herinn“-auglýsing og átti að sýna mannlegu hliðina á sjóhernum, að þetta snúist ekki allt um skriðdreka og byssur.“-freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.