Lífið

Kominn í meðferð

Í meðferð Tiger Woods skráði sig inn á meðferðarheimili í Bandaríkjunum.
Í meðferð Tiger Woods skráði sig inn á meðferðarheimili í Bandaríkjunum.

Tiger Woods skráði sig meðferð á meðferðarstofnunina Pine Grove Behavioral Health and Addiction Services í Hattiesburg fyrir viku. Lítið hefur sést til kylfingsins frá því að upp komst um framhjáhöld hans í lok síðasta árs.

Rithöfundurinn Beniot Denizet-Lewis hélt því fram í sjónvarpsþætti að kylfingurinn væri að leita sér aðstoðar vegna kynlífsfíknar, en það hefur ekki fengist staðfest. Starfsmenn Pine Grove eru bundnir þagnareið og því hefur fjölmiðlum reynst erfitt að fá nokkrar upplýsingar um heilsu Woods.

„Enginn hér vill tjá sig. Fólk gæti misst vinnuna,“ sagði einn starfsmannanna þegar spurt var út í dvöl Tigers á meðferðarheimilinu.

Elin Nordegren, eiginkona Tigers, hefur aftur á móti verið mun sýnilegri og sást meðal annars skemmta sér á skíðum í Frakklandi yfir jólin.

Fjölmiðlar halda því fram að Nordegren ætli sér að skilja við Woods og hafi ráðið til sín virtan stjörnulögfræðing til að sjá um sín mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.