Lífið

Tengja hnakka og venjulegt fólk

svart og hvítt Atli og Erpur eru afar ólíkir, en samstarfið er gott.
svart og hvítt Atli og Erpur eru afar ólíkir, en samstarfið er gott.

„Við erum týndi hlekkurinn á milli hnakkanna og venjulegs fólks. Atli er náttúrlega hnakki frá helvíti. Þetta er Ebony and Ivory-pæling,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson.

Erpur og plötusnúðurinn Atli Rúnar fagna fimm ára samstarfsafmæli í kvöld á Hverfisbarnum. Ásamt þeim koma fram XXX Rottweiler, Friðrik Dór, Emmsjé Gauti og A+. Erpur lofar að flytja vinsælustu lögin sín í gegnum tíðina og segir að Atli spili hvað sem er til að halda fólki dansandi á gólfinu.

Erpur hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt eftir að samstarfið hófst fyrir fimm árum og rifjar upp þegar Atli bauð honum að hitta sig á Sólon í mat. „Mér fannst það alveg óhætt. Svo er ég mættur og spyr hvort við verðum bara tveir, en þá segir hann nokkra vini sína vera á leiðinni,“ segir Erpur.

„Það er ekki fyrr en ég er búinn að panta þegar ég sé halarófuna af sultupardusum marsera taktfast inn og allt í einu sit ég á Sólon með Ásgeiri Kolbeins, Rikka G og Svala. Brynjar Már var þarna örugglega líka. Ég er ekki frá því að Svavar Örn hafi líka verið þarna og Guðlaugur Þór leit inn og spurði hvernig smakkaðist.“

Erpur tekur fram að þeir séu fínir náungar, en segir að mannorð sitt hafi þó sviðnað og hefur nú varann á þegar félagarnir hittast. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.