Lífið

Gerir auglýsingu með íþróttastjörnum

Óttar hefur verið á ferð og flugi að undanförnu og er þessa dagana í Mílanó að gera auglýsingu með skærustu íþróttastjörnum Ítalíu. Meðal þeirra er Francesca Piccinini sem er þekkt fyrir djarfa myndaþætti og lipur tilþrif í blaki.
Óttar hefur verið á ferð og flugi að undanförnu og er þessa dagana í Mílanó að gera auglýsingu með skærustu íþróttastjörnum Ítalíu. Meðal þeirra er Francesca Piccinini sem er þekkt fyrir djarfa myndaþætti og lipur tilþrif í blaki.

Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður hefur verið á ferð og flugi undanfarnar vikur en hann hefur verið að taka upp auglýsingar á Miami og í New York. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann hins vegar kominn til Mílanó og var að fara að taka upp auglýsingu með mörgum af skærustu íþróttastjörnum landsins.

„Þetta er auglýsing fyrir rafmagnsfyrirtækið Edison sem er eitt stærsta fyrirtækið á þessu sviði á Ítalíu og þetta virkaði strax á mig sem mjög skemmtileg auglýsing,“ segir Óttar en hann hefur verið hálfgerður farandverkamaður með myndavélina undanfarin ár og verið á nánast stanslausu flandri um allan heim.

Meðal þeirra sem koma við sögu í auglýsingunni eru Pietre Aradori, sem er ein helsta vonarstjarna ítalska körfuboltans, og Martin Castrogiovanni, en hann er skærasta stjarnan í rugby þeirra Ítala. Aðalstjarna auglýsingarinnar verður þó án nokkurs vafa Francesca Piccinini sem er vissulega þekkt fyrir að vera liðtæk í blaki en hefur vakið óskipta athygli fyrir djarfa myndaþætti þar sem hún hefur setið ansi fáklædd fyrir í ítölskum glanstímaritum.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.