Lífið

Mozart á Kjarvalsstöðum

Tónlistarfólkið sem verður á Kjarvalsstöðum annað kvöld.
Mynd/Ari magg
Tónlistarfólkið sem verður á Kjarvalsstöðum annað kvöld. Mynd/Ari magg

Annað kvöld verða haldnir Mozart-tónleikar á Kjarvalsstöðum í tilefni af fæðingardegi tónskáldsins. Hann fæddist 27. janúar árið 1756 og lést 5. desember 1791, 35 ára að aldri.

Á tónleikunum verða flutt þrjú verk. Hildigunnur Halldórsdóttir og Svava Bernharðsdóttir flytja dúó í G-dúr fyrir fiðlu og víólu. Bryndís Björgvinsdóttir og Brjánn Ingason spila dúó fyrir selló og fagott. Að lokum flytja þau Diverti­mento í B-dúr fyrir strengi og horn ásamt þeim Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara og Josef Ognibene og Þorkeli Jóelssyni hornleikurum. Á milli tónverka spjallar Einar Jóhannesson um tónskáldið og tónlist hans. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og aðgöngumiðasala er við innganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.