Lífið

Þráinn selur Fischersundið

Sér eftir húsinu Holdið flytur en andinn verður eftir í Fischersundinu, segir Þráinn Bertelsson sem hefur sett hús sitt við götuna á sölu.Fréttablaðið/Valli
Sér eftir húsinu Holdið flytur en andinn verður eftir í Fischersundinu, segir Þráinn Bertelsson sem hefur sett hús sitt við götuna á sölu.Fréttablaðið/Valli

„Þetta er bara ákvörðun sem við höfum dregið mjög lengi en gátum ekki beðið með. Konan mín er með Parkinson-sjúkdóminn og svo erum við víst bæði að verða eldri," segir Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður og rithöfundur, en hann hefur sett hið sögufræga hús sitt við Fischersund 3 á sölu. Húsið er á þremur hæðum og er rúmir 250 fermetrar. Samkvæmt fasteignalýsingu var það byggt 1874 og stækkað árið eftir. Árið 2004 voru síðan gerðar miklar endurbætur á húsinu og heppnuðust þær það vel að Reykjavíkurborg veitti því sérstaka viðurkenningu fyrir vel heppnaða endurbyggingu á gömlu húsi með menningarsögulegt gildi.

Þráinn og Sólveig hafa búið í húsinu í tæpa tvo áratugi og segir þingmaðurinn þann tíma hafa verið góðan tíma. Og telur að þótt holdið flytji verði andinn eftir í Grjótaþorpinu. „Það er alveg rosalega góður andi í húsinu en mér fannst alltaf verst að það væru engir draugar í því." Þingmaðurinn gerir sér þó engar sérstakar vonir um að húseignin seljist eins og skot. Hús í þessum stærðarflokki séu ekki beint vinsælasta eignin á fasteignamarkaðinum um þessar mundir. „Maður veit aldrei, þetta gæti tekið tvo daga, tvær vikur eða tvö ár." Þráinn segist hafa ákveðnar hugmyndir um hvar þau beri niður næst en hvort það gangi eftir verði bara að koma í ljós.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.