Lífið

Hristu af þér spikið og styrktu gott málefni

Láttu gott af þér leiða og hristu af þér spikið í leiðinni í takt við tónlist Sigga Hlö á morgun.
Láttu gott af þér leiða og hristu af þér spikið í leiðinni í takt við tónlist Sigga Hlö á morgun.

„Hugmyndin að þessum viðburði varð til þar sem við erum öll aðdáendur Sigga Hlö sem er með frábæra útvarpsþætti á Bylgjunni og við ákváðum að hafa samband við hann til að hafa diskóþema þolfimi-og danstíma fyrir alla," segir Unnur Pálmarsdóttir þolfimikennari í Sporthúsinu.

Á morgun, laugardag fer þar af stað söfnun til styrktar Neistanum, sem eru samtök fyrir hjartveik börn.

Það kostar 500 krónur í tímann en allir gefa vinnu sína í söfnunina.

„Auðvitað verðum við í glimmer og neon lituðum fötum í anda Duran Duran, Wham og Michael Jackson," bætir hún við og segir:

„Og það eru allir hjartanlega velkomnir. Við hvetjum alla til að koma, dansa, svitna og skemmta sér við frábæra tónlist Sigga Hlö og kennslu frá okkur. Allur ágóði rennur óskiptur til Neistans."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.