Lífið

Allen vill eignast barn

lily allen Allen vill búa í sveitinni og eignast barn með kærastanum sínum.
lily allen Allen vill búa í sveitinni og eignast barn með kærastanum sínum.

Breska söngkonan Lily Allen vill eignast barn með kærastanum sínum Sam sem hún hefur verið með í rúmlega hálft ár. „Mig langar að eignast barn en ég er ekki að segja að ég sé ófrísk," sagði hún. Söngkonan, sem er 24 ára, hefur áður sagt að hún vilji stofna fjölskyldu og búa uppi í sveit.

„Líf mitt snýst ekki um starfsframann. Það sem ég vil helst er að verða móðir. Ég hef metnað en ég vil fyrst og fremst eiga þak yfir höfuðið og reglubundið líf. Ég hef verið í sambandi í sex eða sjö mánuði og það gengur mjög vel, þannig að, hvers vegna ekki?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.