Lífið

Sterkari eftir niðurlægingu

mel gibson Leikarinn og leikstjórinn er sterkari en nokkru sinni fyrr eftir hina „opinberu niðurlægingu“ sem hann gekk í gegnum.
mel gibson Leikarinn og leikstjórinn er sterkari en nokkru sinni fyrr eftir hina „opinberu niðurlægingu“ sem hann gekk í gegnum.

Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson segist vera sterkari einstaklingur eftir hina „opinberu niðurlægingu“ sem hann gekk í gegnum þegar hann var handtekinn fyrir að aka undir áhrifum áfengis árið 2006. Gibson vakti mikla reiði almennings þegar kom í ljós að hann hafði talað niður til gyðinga þegar hann var handtekinn. „Ef þú spyrð fólk að því hvað það óttast mest þá er það opinber niðurlæging,“ sagði Gibson í viðtali við breska blaðið Mirror.

„Ef þú margfaldar það með öllum heiminum þá er það nákvæmlega það sem ég hef gengið í gegnum. Svona lagað breytir þér,“ sagði hann. Þrátt fyrir uppákomuna lagði Gibson ekki árar í bát. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig bara. Svo einfalt er það. Það eina sem þú getur gert er að lifa fyrir stað og stund. Ekki hafa áhyggjur af framtíðinni og ekki sjá of mikið eftir fortíðinni. Það er betra að reyna að læra af henni.“

Gibson, sem er 54 ára, fékk skilorðsbundinn dóm eftir atvikið og lauk afplánuninni í október síðastliðnum eftir að hann hafði starfað í opinbera þágu og farið á AA fundi í þrjú ár. Hann sést næst á hvíta tjaldinu í spennumyndinni Edge of Darkness, sem er jafnframt fyrsta hlutverk hans í átta ár. Hann er einnig að undirbúa myndina How I Spent My Summer Vacation sem verður gerð eftir hans eigin handriti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.