Lífið

Stjörnurnar leggja Haítí lið í alþjóðlegri sjónvarpssöfnun; Hope for Haiti Now

Tónlistarmenn sem koma fram eru Madonna, Beyoncé, Wyclef Jean, Bruce Springsteen, Coldplay, Bono, Jay-Z, Rihanna, Emeline Michel, Jennifer Hudson, Mary J. Blige, Shakira, Sting, Alicia Keys, Christina Aguilera, Dave Matthews, John Legend, Justin Timberlake, Stevie Wonder og Taylor Swift.
Tónlistarmenn sem koma fram eru Madonna, Beyoncé, Wyclef Jean, Bruce Springsteen, Coldplay, Bono, Jay-Z, Rihanna, Emeline Michel, Jennifer Hudson, Mary J. Blige, Shakira, Sting, Alicia Keys, Christina Aguilera, Dave Matthews, John Legend, Justin Timberlake, Stevie Wonder og Taylor Swift.

 

Stöð 2 Extra sýnir á laugardagskvöld frá alþjóðlegri sjónvarpssöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí sem fram fer í London, Los Angeles og New York aðfararnótt laugardags.

Madonna, Beyoncé, Bill Clinton, Brad Pitt, Julia Roberts, Leonardo DiCaprio ásamt fleiri en hundrað stærstu kvikmynda-, sjónvarps- og tónlistarstjörnum heims munu leggja söfnuninni lið.

 

George Clooney leiðir söfnunina ásamt sönvaranum Wyclef Jean frá Haítí og CNN fréttamanninum Anderson Cooper sem staddur er á hörmungarsvæðinu.

Allt söfnunarfé rennur til fimm alþjóðlegra hjálparstofnana; Oxfam America, Partners in Health, Alþjóða Rauða krossinn, UNICEF, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna ásamt Yele Haiti Foundation og Clinton Bush Haiti Foundation sem nýlega var stofnað.

Íslendingar geta lagt söfununinni lið á www.newhopeforhaiti.org






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.