Fleiri fréttir

Snýr sér að umhverfisvernd

Nýjasta sólóplata gömlu kempunnar Neils Young, Fork in the Road, kemur út á þriðjudaginn. Umhverfis­vænir bílar eru umfjöllunar­efnið, en það hefur verið Young hugleikið í langan tíma.

Listahátíð kynnt

Miðasala hófst á þrítugustu og níundu Listahátíð í Reykjavík í gær. Þá kynntu forráðakonur hátíðarinnar dagskrána í heild sinni en áður hafa birst nokkrar fréttir af atburðum á hátíðinni; tónleikum Deboruh Voight sem nú er uppselt á og Húslestra og Stofutónleikaröðum, viðburðum sem fara fram í heimahúsum.

IDOL: Keppandi þarfnast kærustunnar - myndband

Meðfylgjandi má sjá óklippt viðtal sem Vísir tók við Árna Þór Ármannsson Idolkeppanda baksviðs í Smáralindinni síðasta föstudag. „Það er mjög gott að hafa kærustuna í salnum," segir Árni meðal annars þegar talið berst að kærustunni hans.

Stressaður IDOLkeppandi - myndband

„Já svolítið. Ég var svolítið stressuð aðallega fyrir laginu sjálfu. Maður bara leggur alltaf 100% í þetta það er bara misjafnt í hvaða jarðveg það fellur," svaraði Guðrún Lísa Einarsdóttir eftir að hún söng lagið Hot´n Cold í Smáralindinni síðasta föstudag. Á facebooksíðu Fólks í fréttum má sjá viðtalið við Lísu í heild sinni. Þar svarar hún gagnrýni Björns Jörundar að hún væri eins og slöpp appelsínuhúð? Idolsíðan.

IDOL: Jón virðist aldrei fíla mig - myndband

„Jón hann einhvernveginn virðist aldrei fíla mig nema núna. Ég var svo mikill lúði fyrir hann," segir Alexandra Elfa Björnsdóttir baksviðs í Smáralindinni síðasta föstudag aðspurð hvaða dómari fer í taugarnar á henni. Sjá má Alexöndru í meðfylgjandi myndskeiði.

Ættleiddur sonur Madonnu hittir blóðföður

Fyrr í þessari viku flaug Madonna, 50 ára, til Malaví ásamt þremur börnum hennar Lourdes, Rocco og David Banda. Madonna leitast við að ættleiða 4 ára stúlku sem ber heitið Chifundo Mercy James. Samkvæmt AP fréttastofunni, lést 18 ára móðir Chifundo Mercy stuttu eftir að hún fæddist. Faðir stúlkunnar er á lífi en hefur nánast engin samskipti við barnið. Madonna og David voru mynduð þegar þau heimsóttu blóðfaðir hans í fyrsta skipti síðan hann flutti frá Malaví árið 2006 þegar Madonna tók hann að sér.

Með pinna í tungunni eins og mamma - myndband

„Mamma er með pinna í tungunni og ég ákvað að vera jafnkúl og hún," segir Idolkeppandinn Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir aðspurð um pinnann sem hún er með í tungunni. Tunguskrautið má skoða betur í meðfylgjandi myndskeiði sem var tekið baksviðs í Smáralindinni á föstudaginn eftir að Hrafna söng lagið Warwick Avenue.

Idol-lærlingar Einars Bárðar dottnir út

„Já, þetta er rétt, enginn af mínum nemendum er eftir,“ segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands. Einar hélt sérstök Idol-námskeið áður en inntökuprófin fyrir þennan vinsæla sjónvarpsþátt voru haldin á Nordica. Þar gátu áhugasamir keppendur fræðst um hina og þessa taktík sem nauðsynlegt væri að hafa á takteinum til að komast í gegnum síuna. En þegar Georg Alexender lauk keppni á föstudag höfðu lærlingar Einars hins vegar sungið sitt síðasta í sjónvarpinu og keppninni.

Söngkeppni framhaldsskólanna of dýr fyrir RÚV

RÚV mun ekki sýna beint frá söngkeppni framhaldsskólanna í ár. Að sögn Þórhalls Gunnarssonar, dagskrárstjóra RÚV, er þetta einfaldlega hluti af þeim niðurskurðaraðgerðum sem Sjónvarpið þurfti að grípa til í ár. „Við tökum auðvitað upp þráðinn á næsta ári en þetta er því miður eitthvað sem við ráðum ekki við eins og málin standa í dag.“

Úr Smáfuglum yfir í Rómeó

„Ég hlakka rosalega til. Þetta verður örugglega alveg æðislegt,“ segir Atli Óskar Fjalarsson, sem leikur Rómeó í uppfærslu leikfélags Borgarholtsskóla á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare.

Mannlíf frestast vegna viðkvæms forsíðuefnis

„Nei, það er vont að tala um hvað verður á forsíðunni svona löngu áður en blaðið kemur. Við erum þjófhræddir. Við frestuðum útgáfu blaðsins um viku vegna þess hversu viðkvæmt þetta efni er,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs.

Vorstemning á Nasa

„Það var alveg troðfullt og mikið af erlendum blaðamönnum út af HönnunarMars, svo það hentaði vel að hafa þetta sem part af því,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnunarnemi um sýningu annars árs nema við Listaháskóla Íslands á Nasa síðastliðið föstudagskvöld. Tíu nemendur sýndu hönnun sína fyrir fullu húsi á Nasa og virtust gestir kvöldsins kunna vel að meta afraksturinn. alma@frettabladid.is

Skrímslin slógu í gegn

Teiknimyndin Monsters vs Aliens sló rækilega í gegn vestanhafs um síðustu helgi. Frumsýningarhelgi myndarinnar var sú besta hjá nokkurri mynd á árinu og námu aðsóknartekjurnar rúmum 58 milljónum dollara, eða um sjö milljörðum króna.

Ættleiðingu Madonnu líkt við barnarán

Poppdívan Madonna sætir gagnrýni fyrir að ætla í annað sinn að ættleiða barn frá Malaví. Milljón börn eru munaðarlaus í Malaví. Árið 2006 ættleiddi Madonna malavískan dreng sem misst hafði móður sína og var sú ættleiðing umdeild. Hún var sögð rífa barnið frá eftirlifandi stórfjölskyldu. Nú er hún komin aftur til að ættleiða fjögurra ára stúlku.

Britney kallar á hjálp - upptaka

Hlusta má á upptöku þegar Britney Spears biður lögfræðingateymið sitt um hjálp. Þar minnist hún meðal annars á að faðir hennar, Jamie Spears, sem hefur forræði yfir fjármálum hennar, hótaði oftar en einu sinni að taka af henni börnin. Heyra má upptöku af Britney tala inn á talhólf hér.

IDOLkeppandi svarar dómaradrullu - myndband

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar Vísir ræddi við Gylfa baksviðs eftir flutninginn til að kanna hvernig hann tæklar gagnrýni og hvort hann trúir því raunverulega að hann komist áfram í Idol stjörnuleit.

Fársjúkur IDOL-stuðningshópur - myndband

Eins og myndbandið sýnir er stuðningshópur Árna Þórs sem komst örugglega áfram á Idol stjörnuleit síðasta föstudag sjúkur. Meðlimir stuðningshópsins eru allir með grímu með áprentuðu andliti Árna Þórs.

Glímir við endurtekningavandann

Leiksýningin Mr. Skallagrímsson lýkur nú göngu sinni eftir 3 ára úthald og yfir 200 sýningar. Síðustu sýningar eru áætlaðar nú í lok Maí. Vísir hafði samband við leikarann Benedikt Erlingsson, sem hefur leikið Egil Skallagrímsson fyrir fullu húsi allan sýningartímann, og spurði hvort hann væri orðinn leiður á verkinu? „Já sko, veistu það að það er svo undarlegt að ég er aldrei leiður á sýningum eða eftir sýningar, þá er ég alltaf óskaplega glaður en fyrir sýningar er ég leiður og kvíði þessu," svarar Benedikt. „Þetta er svona glíma við endurtekningavandann og þegar maður stendur þarna einn og hefur bara áhorfendur til að skemmta sér með, þá er þetta partur af því að ég er að reyna að leggja þessu. Sýningin hjálpar mér alltaf og sjálfur Egill hjálpar mér."

Sveitapiltsins draumur á dagskrá fyrir páska

„Myndin er á lokastigi og verður sýnd á laugardagskvöld fyrir páska," segir Egill Eðvarðsson en mynd hans um sögufræga pílagrímsför FTT og Hljóma til Liverpool er komin á dagskrá Ríkissjónvarpsins.

Átti enga vini í skóla

Söngkonan Lily Allen sem hefur verið að gera það nokkuð gott undanfarið hefur viðurkennt að hún hafi ekki átt neina vini í skóla. Það hafi orðið til þess að hún varð „internet-nörd“.

Langar í börn númer sjö og átta

Angelina Jolie hefur sagt vinum sínum að hún vilji tvö börn í viðbót. Eitt ættleitt og annað með getnaði, það mun setja tölu barna hennar upp í átta. Leikkonan viðurkenndi fyrir nákomnum vini að hún væri þegar byrjuð að leita að fjórða barninu til þess að ætleiða strax að loknum tökum á nýjustu kvikmynd sinni, Salt.

Barnfóstra Madonnu fékk nóg og gekk út

Fyrrum barnfóstra Madonnu gekk út í síðustu viku þegar hún fékk upp í kok af hegðun söngkonunnar sem er víst nokkuð skapstór. Angela Jacobsen segist hafa hætt í síðustu viku þar sem hún hafi ekki getað meira af þessu „helv*** lengur“.

Take That með „kommbakk“

Robbie Williams og fyrrum hljómsveit hans Take That ætla að sameinast á ný og halda nokkra tónleika á næsta ári. Þeir undirbúa nú stóra tónleika í London og eru sagðir ætla að spila þar í júní eða nóvember.

Herra og frú Rooney eiga von á barni

Coleen eiginkona knattspyrnumannsins Wayne Rooney hjá Manchester United er komin þrjá mánuði á leið samkvæmt frétt Sunday Mirror í dag.

Izzy og O´Malley að hætta í Grey´s Anatomy

Það var ekki minni persóna en James Pickens sem upplýsti að Katherine Heigl og T. R. Knight væru að hætta í þáttunum en þau leika læknana Izzy Stevens og George O´Malley.

Söfnuðu 46,6 milljónum til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki

Landsmenn hugsa svo sannarlega um fleira en landsfundi þessa dagana. Í gærkvöldi söfnuðu Íslendingar 46,6 milljónum króna í landssöfnun til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki til Landspítalans- Háskólasjukrahúss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landssöfnun Hjartaheilla nú í morgun.

Kominn með aðra leggjalanga blondínu

Leikstjórinn Guy Ritchie hefur alltaf verið nokkuð veikur fyrir leggjalöngum blondínum. Áður en hann gerði sér dælt við Madonnu var hann á föstu með leggjalöngu sjónvarpskonunni Taniu Strecker. Nú er Ritchie kominn á fast með leggjalöngu módeli sem er 28 árum yngri en Madonna. Sú heitir Petrina Khashoggi.

Officera klúbburinn opnar í kvöld

Það verður heldur betur mikið um dýrðir í kvöld þegar stærsti skemmtistaður landsins Officera klúbburinn opnar á nýjan leik. Dagskrá opnunar kvöldsins er ekki af verri endanum en stórsveitirnar Skítamórall og Stuðmenn verða aðal bönd kvöldsins. Diskó dúettinn Þú og Ég, þau Helga Möller og Jóhann Helgasson munu taka comback en dúettinn fagnar 30 ára starfsafmæli í ár.

Húsfyllir á IDOLINU - myndir

Eins og myndirnar sýna var hellingur af fólki í Smáralind en uppselt var á viðburðinn og Georg Alexander Valgeirsson var sendur heim. Georg, Hrafna Herbertsdóttir og Anna Hlín Sekulic lentu í þremur neðstu sætunum en stúlkurnar sluppu með skrekkinn að þessu sinni. Georg Alexander söng What Do I Do With My Heart sem er best þekkt í flutningi Eagles. Eins og myndirnar sýna var pakkað í Smáralind.

Hönnunarsafn upp á gátt

Í tilefni Hönnunardaga opnar Hönnunarsafnið í garðabæ allt upp á gátt um helgina. Nú gefst þér kostur á að kíkja í geymslur safnsins: í geymslum safna leynast fjársjóðir sem almenningur hefur sjaldnast aðgang að. Fjórar ferðir eru í boði um geymslur safnsins í tilefni HönnunarMars. Aðeins er hægt að fara um geymslurnar í fylgd starfsfólks og verða ferðirnar kl. 14 og 16 í dag og sunnudag.

17 myndir á Bíódögum

Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Friðriks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Pálssonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer.

Húsfyllir á tískusýningu

Fatahönnuðurinn Mundi sýndi nýja línu sína í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöld. Öll módelin voru krakkar með Downs-heilkenni.

Ein af plötum ársins til þessa

Önnur sólóplata sellóleikarans Hildar Guðnadóttur, Without Sinking, og hennar fyrsta hjá breska útgáfufyrirtækinu Touch, er í tólfta sæti yfir plötur ársins hingað til á bresku tónlistarsíðunni Factmagazine.

Safnahús í eina öld

Í ár er öld liðin frá því að safnahúsið við Hverfisgötu var vígt: það var reist yfir Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið árin 1906-1908. Forngripasafnið og Náttúrugripasafnið voru þar fyrstu áratugina. Hinn 28. mars 1909 var lestrarsalur Landsbókasafnsins opnaður almenningi með viðhöfn.

Robbie vill aftur í Take That

Robbie Williams hefur hug á að ganga að nýju til liðs við Take That, hljómsveitina sem kom honum fyrst á kortið fyrir hartnær tveimur áratugum síðan. Robbie segir í samtali við breska blaðið Mirror að hann telji að gömlu félagar hans muni taka á móti honum.

Íslenskir tónlistarmenn flytja nýtt lag til styrktar Mæðrastyrksnefnd

Nýtt lag er komið út og skartar nokkrum af bestu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins. Lagið heitir „Það birtir til" og er eftir tónlistarmanninn, lagahöfundinn og útvarpsmanninn Ívar Halldórsson. Í fyrra gaf hann frá sér lagið „Colors of Love" í tilefni 20 ára afmælis ABC barnahjálpar sem Regína Ósk söng af mikilli prýði og „Fullkomna vera" sem hann söng sjálfur.

Vangaveltur um endalok U2

Næsta tónleikaferðalag hljómsveitarinnar U2 gæti orðið síðasta tækifæri aðdáenda til þess að berja goðin augunm

Þorgerður Katrín toppar Hillary í fegurð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í 29. sæti á heimslistanum yfir fallegustu stjórnmálakonur heims. Eins og meðfylgjandi list sýnir toppar Þorgerður Hillary Clinton sem er í 34. sæti listans. Athygli vekur að engin bresk kona er á listanum.

Bryndís Baldursdóttir er Afrekskona Létt Bylgjunnar

Árlegt Konukvöld Létt Bylgjunnar fór fram í Smáralindinni í gærkvöldi. Hera Björk var kynnir og þótti farast það hlutverk vel úr hendi. Einnig tók hún kröftugt lokalag, lagið sem hafnaði í 2. sæti í Eurovision-undankeppni Dana fyrir stuttu.

Söngvaseiður frumsýndur í maí

Miðasala hófst í dag á söngleikinn Söngvaseið sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 8. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að löng biðröð hafði myndast áður en miðasala var opnuð og ekkert lát hafi verið á sölu í allan dag. Um sexleytið í kvöld hafi verið orðið uppselt á yfir 20 sýningar og hafi aldrei selst fleiri miðar á einum degi fyrr eða síðar.

Samdi hjartnæmt grínatriði

Pétur Jóhann, Jón Gnarr, Páll Óskar og Jóhanna Guðrún verða á meðal þeirra sem koma fram í skemmtiþætti Stöðvar 2 á laugardagskvöld þar sem safnað verður fyrir Hjartaheill. Markmiðið er að safna fyrir nýrri hjartaþræðingavél sem kostar yfir 300 milljónir króna. Þema útsendingarinnar verður ástin, róman­tíkin og allt það sem talist getur hjartfólgið.

Kanye West mætir á Hróarskeldu

Það stefnir í mikla hip hop gleði á Hróarskelduhátíðinni í ár. Í síðustu viku var sagt frá því að Lil Wayne mun koma fram á hátíðinni í ár. Hátíðarhaldarar eru hvergi nærri bangnir og tilkynntu í dag að hip hop og R&B stórstirnið Kanye West hefur bæst í hóp þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár ásamt bandarísku hljómsveitinni Eagles of Death Metal og Dönunum í Oh No Ono og Peter Sommer.

Sjá næstu 50 fréttir