Lífið

Hefði viljað toppa Hillary á öðrum sviðum

Þorgerður Katrín, Beggi og Pacas á Eddunni.
Þorgerður Katrín, Beggi og Pacas á Eddunni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 43 ára, er í 29. sæti á heimslistanum yfir fallegustu stjórnmálakonur heims.

„Þetta er fyndið og það er alltaf gott að brosa," svarar Þorgerður aðspurð um hennar viðbrögð við umræddum lista.

Þorgerður Katrín var undrandi þegar Vísir tjáði henni úrslitin og sagði að önnur mál væru mikilvægari en listi yfir fallegustu stjórnmálakonur heims.

„Það hefði verið gaman að toppa Hillary á öðrum sviðum en ég ber ómælda virðingu fyrir henni," segir Þorgerður og bætir við:

„Þessi listi skiptir ekki öllu máli en það er hægt að gera ýmislegt sér til gamans."


Tengdar fréttir

Þorgerður Katrín toppar Hillary í fegurð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í 29. sæti á heimslistanum yfir fallegustu stjórnmálakonur heims. Eins og meðfylgjandi list sýnir toppar Þorgerður Hillary Clinton sem er í 34. sæti listans. Athygli vekur að engin bresk kona er á listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.