Lífið

Miðasala hefst í dag á stofutónleika og húslestra á Listahátíð

Diddú er á meðal þeirra sem troða upp á stofutónleikum Listahátíðar.
Diddú er á meðal þeirra sem troða upp á stofutónleikum Listahátíðar.

Meðal fjölmargra viðburða á Listahátíð í Reykjavík í vor eru 25 stofutónleikar sem haldnir verða á jafn mörgum heimilum helgina 22.-24. maí og 11 húslestrar þar sem skáld og rithöfundar efna til húslestra á heimilum sínum helgina 30.-31 maí.

Framúrskarandi tónlistarmenn/hópar úr sígildri tónlist, djassi, poppi, rokki, raftónlist og fleiri kimum koma fram og leika tónlist í einstakri nálægð við áheyrendur. Meðal þeirra eru Dvorák-hópurinn, Bloodgroup, Melakvartettinn, Ólöf Arnalds, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Felix Bergsson, Áshildur Haraldsdóttir, Ásgerður Júníusdóttir, hljómsveitin Reykjavík!, Vicky, Bergþór Pálsson, Diddú, Hlíf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Valsson,Melchior, Tómas R. Einarsson, og svo mætti áfram telja að því er segir í tilkynningu frá Listahátíð.

Stofutónleikarnir verða víðsvegar um Reykjavík, frá póstnúmerinu 101 til hverfis 111: 11 skáld og rithöfundar verða með húslestra á heimilum sínum á Listahátíð í Reykjavík laugardaginn og sunnudaginn, 30. og 31. maí. Hér er um einstaka og spennandi viðburði að ræða, en aðgangur er takmarkaður við stofustærð hvers og eins þannig að færri komast örugglega að en vilja.

Í tilkynningunni segir að hér gefist sögulegt tækifæri til að kynnast ólíkum höfundum og verkum þeirra í návígi. „Ljóð, sögur, brot úr stærri verkum, barnaefni, smáprósi, útgefið og óbirt - allt í senn! Þau 11 skáld og rithöfundar sem flytja húslestra í lok maí eru Kristín Helga Gunnardóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Guðrún Eva Mínervudóttir, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný, Þorsteinn frá Hamri, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Pálsson og Þórunn Erlu Valdimarsdóttir."



Þórunn Erlu Valdimarsdóttir mun standa fyrir húslestri.

Líkt og stofutónleikarnir verða húslestrarnir víða um Reykjavík, nema einn húslestur mun fara fram í hverfi 210.

Miðasala á stofutónleika og húslestra hefst á hádegi í dag, miðvikudaginn 25. maí en miðar eru eingöngu seldir á www.listahatid.is og www.midi.is.

Örfáir miðar eru í boði á hverja stofutónleika og hvern húslestur, og er fólki aðeins hleypt inn gegn framvísun aðgöngumiða. Miðaverði er mjög stillt í hóf, verð á stofutónleika er 1.500 krónur en húslestra 1.000 krónur.

Listahátíð í Reykjavík 2009 verður haldin 15.-31. maí. Þegar hafa sópransöngkonan Deborah Voigt og breska tríóið Tiger Lillies verið kynnt til sögunnar. Kraumur styður þátttöku ungra tónlistarmanna á Stofutónleikum Listahátíðar í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.