Lífið

Take That með „kommbakk“

Robbie Williams
Robbie Williams
Robbie Williams og fyrrum hljómsveit hans Take That ætla að sameinast á ný og halda nokkra tónleika á næsta ári. Þeir undirbúa nú stóra tónleika í London og eru sagðir ætla að spila þar í júní eða nóvember.

Tónleikarnir munu færa fimm meðlimum hljómsveitarinnar um 25 milljón punda en það eru Wembley Arenga og capital´s 02 Arena sem berjast um að halda tónleikana sem verða í svipuðum anda og endurkoma Michael Jackson.

Í gærkvöldi var ljóst að Robbie samþykkti samning um að koma fram með sveitinni. Hann mun vera 100% á því að koma fram á tónleiknum. „Þetta er pottþétt, ekki efast," er haft eftir nánum samstarfsmanni sveitarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.