Lífið

Kanye West mætir á Hróarskeldu

Kanye West
Kanye West MYND/GETTY IMAGE

Það stefnir í mikla hip hop gleði á Hróarskelduhátíðinni í ár. Í síðustu viku var sagt frá því að Lil Wayne mun koma fram á hátíðinni í ár. Hátíðarhaldarar eru hvergi nærri bangnir og tilkynntu í dag að hip hop og R&B stórstirnið Kanye West hefur bæst í hóp þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár ásamt bandarísku hljómsveitinni Eagles of Death Metal og Dönunum í Oh No Ono og Peter Sommer.

Kanye West kom síðast fram á Hróarskeldu árið 2006 og sló þar vægast sagt í gegn.

Miðasala fer fram á midi.is.

Hróarskelda fer fram dagana 2 .-5. júlí. Upphitun hefst 28. júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.