Lífið

Húsfyllir á tískusýningu

Um tíu manns sýndu nýjustu línu Munda í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið við góðar undirtektir.
Um tíu manns sýndu nýjustu línu Munda í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið við góðar undirtektir. Fréttablaðið/Daníel
Fatahönnuðurinn Mundi sýndi nýja línu sína í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöld. Öll módelin voru krakkar með Downs-heilkenni.

„Ég held að það hafi mætt um 500 manns og ekki allir komist að sem vildu,“ segir Sigyn Eiríksdóttur um tískusýningu á nýjustu línu Munda sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið. Sigyn, sem er móðir Munda og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins, segir sýninguna hafa heppnast vel og viðbrögðin hafa verið mjög góð.

„Ein sem var að stílisera fyrir okkur þekkir konu sem á dreng með Downs-heilkenni. Þegar Mundi stakk upp á því að hafa módel sem eru með Downs-heilkenni hafði hún samband við móður drengsins sem var rosalega spennt fyrir þessu og kom okkur í samband við hin módelin,“ útskýrir Sigyn, en um tíu manns sýndu fatnað Munda. „Það voru krakkar þarna innan um sem eru frábær módel. Það eina sem þau voru beðin um að gera var að stoppa fyrir framan ljósmyndarana, annars kom allt sem þau gerðu frá þeim sjálfum,“ bætir hún við.

Sýningin er einn af viðburðum HönnunarMars sem Hönnunarmiðstöð Íslands heldur nú í fyrsta sinn, en nýjasta lína Munda er væntanleg í verslanir í haust. -ag

Sygin Eiríksdóttir segir módelin á sýningu Munda hafa staðið sig með mikilli prýði, eins og sjá má á myndunum.
Nýjasta tískulína Munda er væntanleg í verslanir næstkomandi haust, en hönnun hans nýtur mikilla vinsælda.
Tískusýning Munda á fimmtudagskvöldið var einn af viðburðum HönnunarMars sem Hönnunarmiðstöð Íslands stendur nú fyrir í fyrsta sinn.
Bóas og Guðmundur mættu í Hafnarhúsið á fimmtudagskvöldið til að sjá væntanlega línu Munda.
Elísabet, Kristjana og Ingunn voru meðal sýningargesta í Listasafni Reykjavíkur, en um 500 manns mættu á sýningu Munda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×