Lífið

Herra og frú Rooney eiga von á barni

Wayney og Coleen.
Wayney og Coleen.

Coleen eiginkona knattspyrnumannsins Wayne Rooney hjá Manchester United er komin þrjá mánuði á leið samkvæmt frétt Sunday Mirror í dag.

Blaðið segir hjónakornin vera í skýjunum með fréttirnar en barnið á að fæðast í lok september. Þau hafa einungis sagt foreldrum sínum, nánum vinum og stjóra Rooney, sir Alex Ferguson hjá Manchester United fréttirnar.

Vinur hjónanna segir þau ekki geta verið hamingjusamari.

„Fjölskyldan er það mikilvægasta í lífinu hjá þeim. Wayne hefur alltaf sagt að hann vilja að minnsta kosti þrjú eða fjögur börn. Coleen hefur alltaf sagt að hún vilji fjölskyldu þegar þau verða eldri. Þau vita ekki hvort þetta er strákur eða stelpa, enda er þeim alveg sama."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.