Lífið

Ættleiðingu Madonnu líkt við barnarán

Madonna.
Madonna.
Poppdívan Madonna sætir gagnrýni fyrir að ætla í annað sinn að ættleiða barn frá Malaví. Milljón börn eru munaðarlaus í Malaví. Árið 2006 ættleiddi Madonna malavískan dreng sem misst hafði móður sína og var sú ættleiðing umdeild. Hún var sögð rífa barnið frá eftirlifandi stórfjölskyldu. Nú er hún komin aftur til að ættleiða fjögurra ára stúlku.

Mavuto Bamusi, mannréttindafrömuður, fullyrðir að fyrirhuguð ættleiðing söngkonunar samsvari barnaráni.

Undule Mwakasungura, hjá mannréttsamtökum Malaví, telur að vegna frægðar og fjármagns reyni Madonna að hafa áhrif á framvindu málsins.

Madonna tekur þessa gagnrýni ekki nærri sér og sagðist aðspurð ekki skilja athugasemdir fólks vegna málsins.

Madonna mætti í dómssal í morgun til að ganga frá ættleiðingunni en málinu var frestað fram á föstudag. Amma stúlkunnar segist ekki sleppa henni úr landi. Hún fái forræði yfir stúlkunni þegar hún verði sex ára samkvæmt malavískum lögum og þá muni hún sjá um uppeldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.